Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
65,53 65,85
114,97 115,53
78,21 78,65
10,462 10,524
9,843 9,901
8,312 8,36
0,5853 0,5887
94,61 95,17
GENGI GJALDMIÐLA 06.07.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
109,95 -0,032%
4 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Tveggja mánaða fangelsi fyrir kverkatak:
Var ósáttur vi› umfjöllun DV
DÓMSTÓLAR Jón Trausti Lúthers-
son var í gær dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi fyrir að hafa í
október í fyrra ráðist á þáverandi
fréttastjóra DV.
Jón Trausti ruddist með tveim-
ur félögum sínum inn á ritstjórn
blaðsins í Reykjavík og vildi hitta
fyrir ritstjóra. Hann kvaðst fyrir
dómi hafa verið ósáttur við ítrek-
aðar myndbirtingar af honum í
blaðinu og taldi mannorð sitt hafa
verið eyðilagt. Þegar mönnunum
var vísað á dyr með þeim orðum
að panta þyrfti viðtal hjá ritstjór-
anum, sem ekki var í húsi, tók
hann fréttastjórann kverkataki
þannig að hann sortnaði fyrir aug-
um, auk þess sem hann marðist á
hálsi.
„Ofbeldisfullt framferði
ákærða var rustafengið, ófyrir-
leitið og með öllu tilefnislaust,“
segir í dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur og talið ljóst að Jón Trausti
og félagar hans „hefðu ekki kinok-
að sér við að beita líkamlegu of-
beldi ef þeir hefðu ekki orðið sátt-
ir við svör og þá fyrirgreiðslu er
þeir sóttust eftir hjá ritstjóra
DV“.
Dóminn kvað upp Símon Sig-
valdason héraðsdómari.
-óká
Lundúnir hrepptu hnossi›
Mikill fögnu›ur braust út í Lundúnum í gær flegar tilkynnt var a› Ólympíuleikarnir 2012 ver›i haldnir
í borginni. París haf›i fram til gærdagsins veri› talin líklegust til a› ver›a valin og flví voru vonbrig›i
Frakka me› ákvör›un Alfljó›aólympíunefndarinnar mikil.
ÓLYMPÍULEIKARNIR Fundar Alþjóða-
ólympíunefndarinnar í Singapúr í
gær hafði verið beðið með mikilli
eftirvæntingu enda var keppnin
um hvaða borg héldi Ólympíuleik-
ana 2012 óvenju hörð. Ásamt Par-
ís og Lundúnum bitust einnig New
York, Moskva og Madríd um leik-
ana.
Atkvæðagreiðslan í morgun
var í fjórum umferðum en að lok-
um stóðu Lundúnir uppi sem sig-
urvegari. Mjótt var þó á munum,
París fékk 50 atkvæði en Lundún-
ir 54. Flestir eru sammála að
frammistaða Sebastian Coe,
Ólympíumeistara og forsvars-
manns framboðsins, hafi ráðið úr-
slitum um að borgin bar sigur úr
býtum. Elísabet Bretadrottning
sendi honum kveðjur sínar, svo og
Tony Blair forsætisráðherra.
„Þetta er stórkostlegur dagur
fyrir Breta,“ sagði hann.
Strax og úrslitin urðu ljós
þustu Lundúnabúar út á göturnar,
veifuðu fánum og þeyttu bílflaut-
ur. Þúsundir söfnuðust saman á
Trafalgar-torgi en jafnframt
lögðu margir leið sína á staðinn
sem hinn nýi Ólympíuleikvangur
verður reistur.
Gengi bréfa í breskum verk-
takafyrirtækjum tók stökk á
hlutabréfamörkuðum í gær og
fasteignasalar spá enn frekari
hækkun húsnæðisverðs í borginni
vegna ákvörðunarinnar.
Rigningin í París í gær var
táknræn fyrir stemmninguna þar
en Frakkar voru fyrirfram afar
bjartsýnir á að fá að halda leik-
ana. ólympíuleikarnir voru síðast
haldnir í Frakklandi 1924 og þeim
hafði verið synjað um að halda þá
1992 og 2008. Þeir fjölmörgu sem
komu saman fyrir framan ráðhús
Parísarborgar í gær urðu fyrir
sárum vonbrigðum þegar Al-
þjóðaólympíunefndin greindi frá
ákvörðun sinni. Jacques Chirac
færði Bretum þó sínar hamingju-
og velfarnaðaróskir.
Mikið er í húfi fyrir þá borg
sem hreppir þetta eftirsótta
hnoss. Kastljós heimsbyggðarinn-
ar beinist að staðnum í aðdrag-
anda leikanna og á meðan á þeim
stendur og í mörg ár á eftir liggur
straumur ferðamanna þangað.
Framkvæmdirnar sem leikunum
fylgja þýða jafnframt að mörg
störf skapast.
Umstangið í kringum leikana
er hins vegar afar kostnaðarsamt,
en Lundúnablaðið Times gerir ráð
fyrir að þeir kosti 1.400 milljarða
íslenskra króna. Þær áætlanir
gætu hæglega farið úr böndunum,
Grikkir eru enn að súpa seyðið af
kostnaðinum við sína leika sem
voru tvöfalt dýrari en í upphafi
var búist við. sveinng@frettabladid.is
Gassprenging í Bjarkarlundi:
Fólki› enn á
sjúkrahúsi
SLYS Líðan mannsins og konunnar
sem lentu í gassprengingu í
Bjarkarlundi um helgina er eftir
atvikum góð. Deildarlæknir á
lýtalækningadeild Landspítalans
segir að fólkið þurfi að liggja á
deildinni í tvær til þrjár vikur.
Fókið fékk annars og þriðja stigs
bruna og er í svokallaðri opinni
meðferð þar sem þau liggja í
svokölluðu brunahólfi og stofurn-
ar eru dauðhreinsaðar.
Atvik málsins voru þau að mað-
urinn var að skipta um gaskút inni
í hjólhýsi þegar sprenging varð.
Engan annan sakaði í slysinu.
-at
Sendiherra Breta:
Húsi› nötra›i
ÓLYMPÍULEIKARNIR „Ég stend á
Trafalgar-torgi og Nelson virð-
ist horfa mjög stoltur ofan af
súlunni sinni,“
sagði Alp Meh-
met, sendi-
herra Bret-
lands á Íslandi,
þegar haft var
við hann sam-
band í gær.
„Þetta er mikill
gleðidagur fyr-
ir alla Lundúnabúa. Þeir óska
hverjir öðrum til hamingu og
tala um hversu stórkostlegur
dagur þetta sé. Ég var í utan-
ríkisráðuneytinu þegar fregn-
in spurðist út og allt í einu
nötraði byggingin vegna fagn-
aðarláta. Ég hefði aldrei getað
ímyndað mér hversu frá sér
numið af fögnuði fullorðið fólk
gæti orðið. Þetta er sigur fyrir
alla Breta, ekki bara Lundúna-
búa.“ ■
Forseti ÍSÍ:
Hæstánæg›ur
ÓLYMPÍULEIKARNIR Ellert B.
Schram, forseti Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands, líst
vel á að leik-
arnir verði
haldnir í Lund-
únum. „Þetta er
á sama menn-
ingarsvæði og
Ísland og ná-
lægt okkur og
gerir allan und-
irbúning þægi-
legri og kostnað lægri.“
Ellert er staddur á Ólympíu-
hátíð æskunnar í Lignano með
íslenskum ungmennum sem á
vissan hátt má líta á sem undir-
búning fyrir Ólympíuleikana
2012. „Jú, kannski að við séum
að stíga fyrstu skrefin núna til
að undirbúa þá. Krakkarnir
verða í það minnsta á besta
aldri þegar þar að kemur.“ ■
VEÐRIÐ Í DAG
ALP MEHMET
ELLERT SCHRAM
VONBRIGÐI Í PARÍS Frakkar töldu að röðin væri loksins komin að sér og því var ákvörðun-
in reiðarslag fyrir marga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
SVEINN ANDRI SVEINSSON HRL. Sveinn
Andri, sem er lögmaður Jóns Trausta
Lútherssonar, kvaðst eftir að dómur féll dá-
lítið undrandi á að hann skuli ekki hafa ver-
ið skilorðsbundinn. Jón Trausti, sem mætti
ekki við uppkvaðningu dómsins, hefur ekki
sætt refsingu dómstóla áður svo heitið geti.
KALIMARMARO-LEIKVANGURINN Þarna
fóru fyrstu Ólympíuleikar nútímans fram
árið 1896.
Þrítugustu leikarnir
Leikarnir í Lundúnum verða 30. Ólymp-
íuleikar nútímans. Þeir hafa verið
haldnir nánast óslitið síðan 1896, að
heimsstyrjaldarárunum 1914-18 og
1939-45 frátöldum.
1896 – Aþena, Grikklandi
1900 – París, Frakklandi
1904 – St. Louis, BNA
1906 – Aþena, Grikklandi*
1908 – Lundúnir, Bretlandi
1912 – Stokkhólmur, Svíþjóð
1920 – Antwerpen, Belgíu
1924 – París, Frakklandi
1928 – Amsterdam, Hollandi
1932 – Los Angeles, BNA
1936 – Berlín, Þýskalandi
1948 – Lundúnir, Bretlandi
1952 – Helsinki, Finnlandi
1956 – Melbourne, Ástralíu
1960 – Róm, Ítalíu
1964 – Tókýó, Japan
1968 – Mexíkóborg, Mexíkó
1972 – München, V-Þýskalandi
1976 – Montreal, Kanada
1980 – Moskva, Sovétríkjunum
1984 – Los Angeles, BNA
1988 – Seúl, S-Kóreu
1992 – Barcelona, Spáni
1996 – Atlanta, BNA
2000 – Sydney, Ástralíu
2004 – Aþena, Grikklandi
2008 – Lundúnir, Bretlandi
*Ólympíuleikarnir í Aþenu 1906 eru vana-
lega ekki taldir með Ólympíuleikum nútím-
ans. Til álita kom á sínum tíma að halda
leika annað hvert ár – fjórða hvert ár í
Grikklandi og fjórða hvert ár annars staðar
í heiminum – en það var aðeins gert einu
sinni. Þótt engir leikar hafi verið haldnir
heimsstyrjaldarárin eru þau ár talin með.