Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 31
NAUÐSYNLEGT ER AÐ HAGA HEIM-
ILINU ÞANNIG AÐ AUÐVELT SÉ AÐ
SLAKA VEL Á EFTIR LANGAN OG
STRANGAN DAG.
Litir geta spilað stórt hlutverk í því
hvort þú slakir á eða ekki þegar þú
hendir þér í sófann, lætur fæturna
upp og kastar mæðunni. Ekki velja
liti bara af því að þeir passa í rýmið.
Veldu liti sem þér líður vel með og
láta þér líða vel þegar þú horfir á þá.
Leyfðu persónuleikanum að velja lit-
inn – ekki sölumanninum í málning-
arbúðinni.
Sumum líður vel þegar þeim er heitt
og þegar er viss spenna í loftinu. Ef
þú ert ein/n af þeim ættirðu að
velja þér rauðan lit á heimilið. Rauð-
ur eykur orkustigið í rými og er góð-
ur kostur í stofuna því rauður dregur
fólk saman og örvar samræður. Í
ganginum skapar rauður mjög sterk
fyrstu áhrif. Rauður er öflugi vinur
þinn sem bjargar matarboðinu.
Í skipulagslausum heimi er blár tákn
lognsins. Eins og skvetta af fersku
vatni hreinsar blár hugann og endur-
nærir andann. Notaðu hann þegar
þú vilt anda léttar, hægja á þér og
dreyma vel. Blár eykur stærð her-
bergis og lætur sólrík rými virðast
skuggsælli. Til að gefa bláum líf er
gott að para hann með appelsínu-
gulum. Dökkblár getur gert rými
áhrifameira.
Hlutlausir litir eru rétt eins og fóstra
– hlúa að okkur og láta okkur líða
vel. Þeir falla vel í bakgrunninn en
biðja okkur líka um að snerta sig.
Hlýir, hlutlausir litir vekja öryggistil-
finningu og sérstaklega gott er að
nota þá í rými með fáum og litlum
gluggum.
Sumt fólk vill ekki láta binda sig við
neitt eins og börn, maka og 9 til 5
vinnu. Það lifir fyrir stanslausar breyt-
ingar og finnst gaman að sjá hvað
gerist þegar ólíkum hlutum er bland-
að saman. Í litaheiminum styrkja
andstæður hvort annað. Ef rauðum
og grænum, bláum og appelsínugul-
um eða gulum og fjólubláum er
blandað saman skapar blandan meiri
orku en liturinn einn og sér.
9FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005
Krúttleg sumarkerti
með kertadisk
Blómaval
– Sigtúni
Tilboðsverð
990.-
Golfáhugamenn athugið
Nú er rétti tímin til að setja niður púttholu í garðinn
Upplagt í sumarbústaðinn eða garðinn heima
Tilboð 1
1 stk stöng með áföstu númeri og bolla kr 4.900
Tilboð 2
1 stk stöng með flaggi og bolla kr 7.900
Leigjum út holuskera
Askalind 2
201 Kópavogur
Sími 565 2000 / 897 1100
Þegar boðið er til veislu í garðin-
um, sumarbústaðnum eða í
tjaldútilegunni er skemmtilegt að
dekka fallegt borð og nota skæra
liti. Lime-liturinn er alltaf jafn
vinsæll enda bæði glaðlegur og
sumarlegur og orange hef-
ur verið vinsæll í sumar,
hvort sem er í
fatnaði eða
b o r ð b ú n a ð i .
Dúkar, kerta-
stjakar og
blóm eða
kryddjurtir
úr garðinum setja
svo punktinn yfir i-
ið. Aðalbjörg og
Stefanía Gunnars-
dætur hjá versluninni
Duku dekkuðu tvö
falleg sumarborð fyrir
Fréttablaðið. Stefanía
segir það færast í vöxt að fólk
kaupi púða og dúka, sérstaklega í
sumarbústaðinn og veröndina eða
tjaldvagninn og hjólhýsið, og þá
gjarnan allt í stíl. „Það er orðið til
svo mikið af fallegum plastborð-
búnaði í öllum litum og
svo er fólk að kaupa
eitthvað fallegt í
gleri með. Púð-
ar, dúkar og
kertastjakar
eru til í ótal
l i tabr igð-
um og fólk
er orðið svo
lengi sumars á
pallinum að því
finnst það þess
virði að leggja
upp úr fallega
dekkuðum borðum
og skrauti.“
Fallega dekkuð sumarborð
Dúkar, kertastjakar og blóm eða kryddjurtir setja punktinn
yfir i-ið.
Lime er alltaf jafn vinsæll og sumarlegur. Rómantískt borð fyrir tvo.
Gaman er að hafa allt í stíl, bæði plastborðbúnaðinn og þennan fínni.
Dúkar og púðar í stíl eru
alltaf smart.
Litir eftir
persónuleika
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »