Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 1
NEYTENDUR Verðlækkanir lágvöru-
verðsverslananna frá því í vor hafa
að mestu gengið til baka. Þetta leið-
ir ný verðkönnun Alþýðusambands
Íslands í ljós.
ASÍ birti í gær verðkönnun sem
gerð var 2. júlí síðastliðinn. Í henni
var borið saman verð nokkurra
verslana á vörukörfu með almenn-
um neysluvörum til heimilisins, til
dæmis mjólkurvörum, osti, brauði,
ávöxtum og kjöti.
Ef niðurstöður könnunarinnar
eru bornar saman við verðkönnun
sambandsins frá 11. maí síðastliðn-
um kemur í ljós að nokkur hækkun
hefur orðið á verði í Bónus, Krón-
unni og Kaskó en verð hins vegar
lækkað í öðrum verslunum.
Skemmst er að minnast verðstríðs á
milli lágvöruverðsverslananna í vor
en greinilegt er að þær verðlækkan-
ir sem neytendur nutu þá eru að
mestu gengnar til baka.
Hróar Björnsson, rekstrarstjóri
Krónunnar, segir að baráttan á
markaðnum í vor hafi orsakað lágt
vöruverð í fyrri könnunum. „Það
hlaut hins vegar klárlega að koma
að þeim tímapunkti að þessar öfgar
sem verðlagning var komin út í þá
myndi ganga til baka að hluta. Bar-
áttan heldur samt áfram.“
Könnunin sýnir að dregið hefur
saman með lágvöruverðsverslun-
unum og öðrum matvörubúðum.
Þannig er munur á hæsta og lægsta
verði vörukörfunnar nú rúm 76
prósent en var í maí tæplega 100
prósent. - shg
Á forsí›u
Time Magazine
TÓMAS KNÚTSSON:
▲
SÍÐA 32
FÓLK
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
RIGNING vestan til um eða eftir hádegi.
Töluverð rigning á vesturhelmingi landsins
síðdegis eða í kvöld. Bjart með köflum
norðaustan til. Hiti 12-17 stig.
VEÐUR 4
FIMMTUDAGUR
7. júlí 2005 - 181. tölublað – 5. árgangur
Stjórinn hefur sinn rétt
Tony Pulis, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Stoke,
gerir upp brotthvarf sitt
við félagið í viðtali
við Fréttablaðið.
Hann segir ekki
auðvelt að reka
enskt knatt-
spyrnufélag frá
Íslandi.
ÍÞRÓTTIR 48
Sin City frumsýnd
Leikstjórinn Robert
Rodriguez eyddi mörg-
um símtölum í að sann-
færa höfund Sin City,
Frank Miller, um að
leyfa sér að kvik-
mynda sögur hans
um Syndabælið, sem
frumsýndar verða í
dag.
BÍÓ 36
Tuttugasti og fyrsti
Þorvaldur Gylfason prófessor frétti af
ákærum í Baugsmálinu frá einum af
„virðingarmönnum íslensks atvinnu-
lífs“, sem var sessunautur hans um
borð í flugvél, nokkrum
dögum á undan sakborn-
ingunum. „Þetta vita
kannski tuttugu
manns,“ sagði
heimildarmaður
hans.
Í DAG 20
fiorir ekki út í
uppáhaldsskónum
BRYNJA PÉTURSDÓTTIR:
Í MIÐJU BLAÐSINS
● tíska ● heimili
▲
VEÐRIÐ Í DAG
Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækkað í lágvöruverðsverslununum:
Ver›lækkanirnar gengnar til baka
Hvalveiðar:
firjár hrefnur
hafa vei›st
VÍSINDAVEIÐAR Alls hafa þrjár hrefn-
ur veiðst við Íslandsstrendur það
sem af er yfirstandandi vertíð.
Hrefnukvótinn í ár er 39 dýr en árið
2003 hófust hrefnuveiðar eftir átján
ára hlé. Hrefnurnar eru veiddar í
vísindaskyni en stærsti hluti
hrefnukjötsins fer á markað.
Gísli Víkingsson, hvalasérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun-
inni, segir að tvær af þeim hrefnum
sem nú hafi veiðst hafi verið skotn-
ar á Faxaflóðasvæðinu en sú þriðja
við Vestfirði.
Þrír hvalveiðibátar eru við veið-
ar. Áætlanir gera ráð fyrir að veidd-
ar verði 200 hrefnur í vísindaskyni.
Í fyrra voru veiddar 25 hrefnur en
árið 2003 veiddust 36. - th
M
YN
D
/A
P
ÍSLENSKUR KAFARI
Fj
ar
ð
ar
ka
u
p
-
1
,5
%
.
N
ó
at
ú
n
-4
,2
%
Sa
m
ka
u
p
-6
,7
%
N
et
tó
-
8
,5
%
G
ri
p
ið
o
g
gr
ei
tt
-
12
,4
%
H
ag
ka
u
p
-4
,5
%
B
ó
n
u
s
8
,4
%
Kr
ón
an
6
,0
%
K
as
kó
3
,2
%
BREYTING Á VERÐI VÖRUKÖRFU
milli 11. maí og 2. júlí.
George W. Bush:
Hjóla›i á
lögreglufljón
GLENEAGLES, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti fékk sér hjól-
reiðatúr við komuna til Gleneagles í
Skotlandi í gær þar sem leiðtoga-
fundur G8-ríkjanna fer fram. Ekki
vildi hins vegar betur til en svo að
forsetinn rann í bleytu og lenti í
árekstri við lögreglumann sem var
á gangi á svæðinu.
Sérlegur læknir forsetans gerði
að sárum hans. Þau voru reyndar
minni háttar, aðeins þurfti að setja
plástra á hruflaðar hendur. Lög-
reglumaðurinn var fluttur á sjúkra-
hús en meiðsli hans reyndust sömu-
leiðis afar smávægileg.
Engin röskun varð á áætlun for-
setans heldur snæddi hann með
Elísabetu II drottningu og hinum
leiðtogunum eins og ekkert hefði í
skorist. Sjá síðu 6
TAUMLAUS GLEÐI Á TRAFALGAR-TORGI Mikill fögnuður braust út í Lundúnum eftir að Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti að hún hefði valið
borgina til að halda Ólympíuleikana 2012. Þúsundir manna komu saman á Trafalgar-torgi og létu gleði sína í ljós. Hinum megin Erma-
sundsins var hins vegar risið lægra á fólki því Frakkar höfðu gert sér vonir um að hreppa hnossið. Sjá síðu 4
STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn
mælist með 3,9 prósenta fylgi að
meðaltali í Reykjavíkurkjördæm-
unum tveimur samkvæmt könn-
un Gallup frá því í byrjun mánað-
arins. Fylgi flokksins í Reykjavík
hefur því lækkað um tæpt pró-
sentustig frá því í könnun Gallup
í maí en þá mældist fylgi hans í
Reykjavík í sögulegu lágmarki
eða 4,6 prósentum.
Aðrir flokkar mælast með
svipað fylgi og í könnun Gallup
frá því í maí nema Sjálfstæðis-
flokkurinn sem hækkar úr 38,4
prósentum í rúm 40 prósent. Sam-
fylkingin fer úr 36,7 prósentum í
36,6 prósent, Vinstri grænir fara
úr 17,1 prósenti niður í 16,8 pró-
sent og Frjálslyndi flokkurinn fer
úr 2,7 prósentum niður í 1,8 pró-
sent. Fylgi Frjálslynda flokksins
hefur nokkrum sinnum mælst
lægra en nú en lægst mældist það
í september 2002 eða 1,6 prósent.
Fylgi Framsóknarflokksins
hefur lækkað jafnt og þétt á
landsvísu en í könnun Gallup frá
því í maí mældist fylgi flokksins í
sögulegu lágmarki eða 8,5 pró-
sent á landsvísu en flokkurinn
mældist með 8,7 prósenta fylgi í
könnun Gallup nú. Framsóknar-
flokkurinn hefur hins vegar ekki
mælst með svo lágt fylgi í
Reykjavík áður í könnun Gallup.
Samkvæmt gögnum sem Frétta-
blaðið hefur fengið og unnin hafa
verið úr könnunum Gallup hefur
fylgi hans í sumar ekki verið
lægra síðan það mældist 4,9 pró-
sent í júlí 2004. Í kosningunum í
maí 2003 fékk flokkurinn um 11,5
prósenta fylgi í Reykjavíkurkjör-
dæmunum tveimur að meðaltali
og er núverandi fylgi hans því
rétt um þriðjungur þess fylgis
eða 7,6 prósentustigum minna en
í kosningunum.
„Það er augljóst að við höfum
verk að vinna. Kosturinn við
þessa stöðu er sá að frá henni
getur leiðin ekki legið nema upp
á við og þangað stefnum við,“
segir Jónína Bjartmarz, þing-
maður Framsóknarflokksins í
Reykjavík. - hb
Framsókn undir fjórum
prósentum í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn er me› minna en fjögurra prósenta fylgi í Reykjavík sam-
kvæmt n‡rri könnun Gallup. Flokkurinn tapar einu prósentustigi milli mána›a í
Reykjavíkurkjördæmunum. Frjálslyndi flokkurinn mælist me› tæp tvö prósent.
HVALIR VIÐ KEFLAVÍK Hrefna og hnúfu-
bakar sáust í gömlu höfninni í Reykjanes-
bæ í gærmorgun.