Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.07.2005, Qupperneq 1
NEYTENDUR Verðlækkanir lágvöru- verðsverslananna frá því í vor hafa að mestu gengið til baka. Þetta leið- ir ný verðkönnun Alþýðusambands Íslands í ljós. ASÍ birti í gær verðkönnun sem gerð var 2. júlí síðastliðinn. Í henni var borið saman verð nokkurra verslana á vörukörfu með almenn- um neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, osti, brauði, ávöxtum og kjöti. Ef niðurstöður könnunarinnar eru bornar saman við verðkönnun sambandsins frá 11. maí síðastliðn- um kemur í ljós að nokkur hækkun hefur orðið á verði í Bónus, Krón- unni og Kaskó en verð hins vegar lækkað í öðrum verslunum. Skemmst er að minnast verðstríðs á milli lágvöruverðsverslananna í vor en greinilegt er að þær verðlækkan- ir sem neytendur nutu þá eru að mestu gengnar til baka. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að baráttan á markaðnum í vor hafi orsakað lágt vöruverð í fyrri könnunum. „Það hlaut hins vegar klárlega að koma að þeim tímapunkti að þessar öfgar sem verðlagning var komin út í þá myndi ganga til baka að hluta. Bar- áttan heldur samt áfram.“ Könnunin sýnir að dregið hefur saman með lágvöruverðsverslun- unum og öðrum matvörubúðum. Þannig er munur á hæsta og lægsta verði vörukörfunnar nú rúm 76 prósent en var í maí tæplega 100 prósent. - shg Á forsí›u Time Magazine TÓMAS KNÚTSSON: ▲ SÍÐA 32 FÓLK MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 RIGNING vestan til um eða eftir hádegi. Töluverð rigning á vesturhelmingi landsins síðdegis eða í kvöld. Bjart með köflum norðaustan til. Hiti 12-17 stig. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005 - 181. tölublað – 5. árgangur Stjórinn hefur sinn rétt Tony Pulis, fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, gerir upp brotthvarf sitt við félagið í viðtali við Fréttablaðið. Hann segir ekki auðvelt að reka enskt knatt- spyrnufélag frá Íslandi. ÍÞRÓTTIR 48 Sin City frumsýnd Leikstjórinn Robert Rodriguez eyddi mörg- um símtölum í að sann- færa höfund Sin City, Frank Miller, um að leyfa sér að kvik- mynda sögur hans um Syndabælið, sem frumsýndar verða í dag. BÍÓ 36 Tuttugasti og fyrsti Þorvaldur Gylfason prófessor frétti af ákærum í Baugsmálinu frá einum af „virðingarmönnum íslensks atvinnu- lífs“, sem var sessunautur hans um borð í flugvél, nokkrum dögum á undan sakborn- ingunum. „Þetta vita kannski tuttugu manns,“ sagði heimildarmaður hans. Í DAG 20 fiorir ekki út í uppáhaldsskónum BRYNJA PÉTURSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● tíska ● heimili ▲ VEÐRIÐ Í DAG Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækkað í lágvöruverðsverslununum: Ver›lækkanirnar gengnar til baka Hvalveiðar: firjár hrefnur hafa vei›st VÍSINDAVEIÐAR Alls hafa þrjár hrefn- ur veiðst við Íslandsstrendur það sem af er yfirstandandi vertíð. Hrefnukvótinn í ár er 39 dýr en árið 2003 hófust hrefnuveiðar eftir átján ára hlé. Hrefnurnar eru veiddar í vísindaskyni en stærsti hluti hrefnukjötsins fer á markað. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun- inni, segir að tvær af þeim hrefnum sem nú hafi veiðst hafi verið skotn- ar á Faxaflóðasvæðinu en sú þriðja við Vestfirði. Þrír hvalveiðibátar eru við veið- ar. Áætlanir gera ráð fyrir að veidd- ar verði 200 hrefnur í vísindaskyni. Í fyrra voru veiddar 25 hrefnur en árið 2003 veiddust 36. - th M YN D /A P ÍSLENSKUR KAFARI Fj ar ð ar ka u p - 1 ,5 % . N ó at ú n -4 ,2 % Sa m ka u p -6 ,7 % N et tó - 8 ,5 % G ri p ið o g gr ei tt - 12 ,4 % H ag ka u p -4 ,5 % B ó n u s 8 ,4 % Kr ón an 6 ,0 % K as kó 3 ,2 % BREYTING Á VERÐI VÖRUKÖRFU milli 11. maí og 2. júlí. George W. Bush: Hjóla›i á lögreglufljón GLENEAGLES, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk sér hjól- reiðatúr við komuna til Gleneagles í Skotlandi í gær þar sem leiðtoga- fundur G8-ríkjanna fer fram. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að forsetinn rann í bleytu og lenti í árekstri við lögreglumann sem var á gangi á svæðinu. Sérlegur læknir forsetans gerði að sárum hans. Þau voru reyndar minni háttar, aðeins þurfti að setja plástra á hruflaðar hendur. Lög- reglumaðurinn var fluttur á sjúkra- hús en meiðsli hans reyndust sömu- leiðis afar smávægileg. Engin röskun varð á áætlun for- setans heldur snæddi hann með Elísabetu II drottningu og hinum leiðtogunum eins og ekkert hefði í skorist. Sjá síðu 6 TAUMLAUS GLEÐI Á TRAFALGAR-TORGI Mikill fögnuður braust út í Lundúnum eftir að Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti að hún hefði valið borgina til að halda Ólympíuleikana 2012. Þúsundir manna komu saman á Trafalgar-torgi og létu gleði sína í ljós. Hinum megin Erma- sundsins var hins vegar risið lægra á fólki því Frakkar höfðu gert sér vonir um að hreppa hnossið. Sjá síðu 4 STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn mælist með 3,9 prósenta fylgi að meðaltali í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur samkvæmt könn- un Gallup frá því í byrjun mánað- arins. Fylgi flokksins í Reykjavík hefur því lækkað um tæpt pró- sentustig frá því í könnun Gallup í maí en þá mældist fylgi hans í Reykjavík í sögulegu lágmarki eða 4,6 prósentum. Aðrir flokkar mælast með svipað fylgi og í könnun Gallup frá því í maí nema Sjálfstæðis- flokkurinn sem hækkar úr 38,4 prósentum í rúm 40 prósent. Sam- fylkingin fer úr 36,7 prósentum í 36,6 prósent, Vinstri grænir fara úr 17,1 prósenti niður í 16,8 pró- sent og Frjálslyndi flokkurinn fer úr 2,7 prósentum niður í 1,8 pró- sent. Fylgi Frjálslynda flokksins hefur nokkrum sinnum mælst lægra en nú en lægst mældist það í september 2002 eða 1,6 prósent. Fylgi Framsóknarflokksins hefur lækkað jafnt og þétt á landsvísu en í könnun Gallup frá því í maí mældist fylgi flokksins í sögulegu lágmarki eða 8,5 pró- sent á landsvísu en flokkurinn mældist með 8,7 prósenta fylgi í könnun Gallup nú. Framsóknar- flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með svo lágt fylgi í Reykjavík áður í könnun Gallup. Samkvæmt gögnum sem Frétta- blaðið hefur fengið og unnin hafa verið úr könnunum Gallup hefur fylgi hans í sumar ekki verið lægra síðan það mældist 4,9 pró- sent í júlí 2004. Í kosningunum í maí 2003 fékk flokkurinn um 11,5 prósenta fylgi í Reykjavíkurkjör- dæmunum tveimur að meðaltali og er núverandi fylgi hans því rétt um þriðjungur þess fylgis eða 7,6 prósentustigum minna en í kosningunum. „Það er augljóst að við höfum verk að vinna. Kosturinn við þessa stöðu er sá að frá henni getur leiðin ekki legið nema upp á við og þangað stefnum við,“ segir Jónína Bjartmarz, þing- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík. - hb Framsókn undir fjórum prósentum í Reykjavík Framsóknarflokkurinn er me› minna en fjögurra prósenta fylgi í Reykjavík sam- kvæmt n‡rri könnun Gallup. Flokkurinn tapar einu prósentustigi milli mána›a í Reykjavíkurkjördæmunum. Frjálslyndi flokkurinn mælist me› tæp tvö prósent. HVALIR VIÐ KEFLAVÍK Hrefna og hnúfu- bakar sáust í gömlu höfninni í Reykjanes- bæ í gærmorgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.