Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 42

Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 42
Ferðamenn við Jökulsárlón./Ljósmynd: Valli SJÓNARHORN 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR 20 Vissir þú ... … að lengsta ferð sem farin hefur verið í hjólastól er rúmir 40.075 km og nær yfir fjórar heimsálfur og 34 lönd? Það var Rick Hansen sem ók þessa leið í hjólastólnum sínum árin 1985 til 1987. … að þyngsti maður sem uppi hefur verið var Bandaríkjamaður- inn Jon Brower Minnoch? Þegar hann var þyngstur var hann 635 kg. … að elsta tré sem vitað er um var 5.200 ára gamalt? Það stóð í Nevada í Bandaríkjunum og var höggvið árið 1963. … að þéttbýlasta ríki heims er smáríkið Mónakó? Þar hefur hver íbúi aðeins 6 ferkílómetra fyrir sig. … að Mexíkóborg er mengaðasta borg heims? … að elsti háskóli heims hefur starfað óslitið frá árinu 859 eftir Krist? Það er Karueein-háskólinn í Fez í Marokkó. … að níundi hver maður í Suður- Afríku er smitaður af alnæmi? … að algengasta dánarorsök manna er hjartadrep og heilablóð- fall? 50% dauðsfalla í iðnríkjunum má rekja til hjarta- og æðasjúk- dóma. … að hæsta skilnaðartíðni í heimi er á Maldíveyjum? Þar eru rúmlega 10 skilnaðir á hverja 1000 íbúa. … að stærsta jó-jó sem búið hefur verið til var 3,17 metrar að þver- máli og vó 407 kg? Því var kastað úr krana í Bretlandi árið 1993 og náði að sendast upp fjórum sinn- um. Allt um mat á föstudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.