Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 6

Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 6
6 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Tólf þúsund manns komu saman í Kaupmannahöfn: Kröftug en fri›samleg mótmæli DANMÖRK Talið er að um tólf þús- und manns hafi mótmælt komu George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, til Dan- merkur í miðborg Kaupmannahafn- ar í gær. Fólkið safnað- ist saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í austurhluta borg- arinnar og gekk þaðan fylktu liði að þinghúsinu við Kristjánsborg. Mótmælin fóru friðsamlega fram en þau voru skipulögð af ýmsum félagasamtökum. Lögreglan hafði gert miklar ráðstafanir og var mjög áberandi við mótmælin. Fjölda gatna var lokað og þyrlur sveimuðu yfir mótmælendum við upphaf göng- unnar. Við Kristjánsborg voru svo haldnar ræður og tónlistarmenn stigu á svið. Stemmningin var mikil allan tímann, ræðumönnum var vel fagnað og fjöldi fólks var með kröfuspjöld og barmmerki. Anja Vedelsby, einn mótmæl- enda, kvaðst vera mætt til að and- æfa mannréttindabrotum sem framin eru í nafni utanríkisstefnu ríkisstjórnar Bush. „Fólk deyr daglega úti um allan heim aðeins vegna stefnu hans í mannréttinda- málum. Danska stjórnin ætti að láta af stuðningi sínum við Banda- ríkjamenn enda er danska þjóðin á móti Bush,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið. Bush flaug til Skotlands seinni part gærdagsins eftir sextán klukkutíma dvöl í Danmörku. - ks Helgi Hjörvar um ummæli Jónínu Bjartmarz: Skítkast ekki svara vert STJÓRNMÁL „Skítkast Framsóknar er ekki svara vert,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylking- arinnar, vegna svara Jónínu Bjartmarz í Fréttablaðinu í gær þar sem hún segir siðferðisþrek Samfylkingarinnar á þrotum. „Ég hef beint þremur málefna- legum spurningum til formanns fjárlaganefndar um einkavæð- ingu Búnaðarbankans og tengsl forystumanna Framóknarflokks- ins við Ker hf. Í fyrsta lagi hvort upplýsingar Kauphallarinnar um að hagnaður Hesteyrar hf. af við- skiptum í Keri hafi numið 495 milljónum eins og svar Kauphall- ar Íslands til mín virðist bera með sér, í öðru lagi hvort forsætisráð- herra hafi alls ekki vitað um þessi viðskipti eins og segir í minnis- blaði Ríkisendurskoðunar, og í þriðja lagi hvort Ker hf. hafi af- salað sér húseign til félaga Fram- sóknarflokksins í miðju einka- væðingarferlinu. Nú hefur Fram- sóknarflokkurinn játað að þetta með húseignina sé rétt og viður- kennt að þessar tímasetningar séu mjög óheppilegar. Því verða for- ystumenn flokksins að svara því hvers vegna þeir upplýstu ekki um þessi óheppilegu viðskipti í at- hugun fjárlaganefndar. Þeir hafa hins vegar kosið að tala um skít- legt eðli og annað því um líkt. Ég bíð hins vegar rólegur eftir svör- um,“ segir Helgi. - oá Samþykkja leiðtogar G8- ríkjanna eitthvað á fundi sínum til að draga úr fátækt í Afríku? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt(ur) við að ólympíuleik- arnir verði haldnir í London árið 2012? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 50% 50% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN M YN D /K R IS TJ ÁN S IG U R JÓ N SS O N ANJA VEDELSBY Í MÓTMÆLAGÖNGU Margir Danir mættu til að mótmæla komu George W. Bush til landsins. Átök í upphafi fundar Lei›togafundur G8-ríkjanna hófst í gær í skugga fjölmennra mótmæla. Fá- mennur hópur óeir›aseggja stal fló senunni flar sem hann ó› uppi me› of- beldi og skrílslátum. Bílrú›ur voru brotnar og lögreglumenn meiddust. AUCTHERARDER, AP Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu við upphaf G8-fundarins í Gleneagles í Skotlandi í gær. Flytja þurfti fólk á sjúkrahús og talsverð eignaspjöll voru unnin. Það fór á þann veg sem margir höfðu óttast, róstur og ringulreið settu mestan svip á upphaf leið- togafundar sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands sem hófst í gær í Gleneagles í Skotlandi. Strax í gærmorgun tók hópur uppivöðslusamra mótmælenda að láta ófriðlega í bænum í Stirling, rúma tuttugu kílómetra frá Gleneagles, en þar gista um 5.000 stjórnleysingjar og andstæðingar hnattvæðingar. Mölvuðu þeir rúð- ur kyrrstæðra bíla og köstuðu grjóti að lögreglu. Leggja þurfti nokkra lögregluþjóna á sjúkrahús og voru 60 manns handteknir fyrir dólgslætin. Vegna óeirðanna í Stirling ákvað Tayside-lögreglan að banna mótmælagöngu frá bænum Auct- herarder sem hún hafði áður veitt leyfi fyrir. Mikil reiði greip um sig hjá forsvarsmönnum göng- unnar enda höfðu þeir lagt áherslu á að ganga þeirra yrði með friðsamlegu yfirbragði. „Síð- an hvenær hefur Bretland verið lögregluríki?“ spurði hinn um- deildi skoski þingmaður George Galloway. „Hvenær fékk lögregl- an heimild til að aflýsa kröfu- göngum í þessu frjálsa landi okk- ar?“ Lögreglan ákvað skömmu síðar að heimila gönguna. Um fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni og í fyrstu fór allt vel fram. Fljótlega klofnaði hins vegar gangan, nokkur hundruð mótmælendur rifu niður girðingu við veginn og hlupu síðan að lög- regluvarðturni sem stóð við ör- yggisgirðingu um Gleneagles- svæðið. Herþyrlur fluttu óeirða- lögreglu fljótlega á vettvang og tókst henni að dreifa ófriðar- seggjunum. Stærstur hluti göngumanna lét sér þó nægja að mótmæla á frið- samlegan hátt. Margir þeirra fórnuðu höndum og hrópuðu „hendur ykkar eru ataðar blóði“. Væntanlega hafa þeir vísað þar til stríðsrekstarins í Írak og eymdarinnar í Afríku sem þeir telja að leiðtogar G8-ríkjanna beri ábyrgð á. ■ HELGI HJÖRVAR Segist bíða rólegur eftir svörum frá for- manni fjárlaganefndar. M YN D /A P STÁL Í STÁL Örþunn öryggisgirðing skildi að æsta mótmælendur og lögreglumenn í Auchterarder, nærri Gleneagles í Skotlandi í gær. Flytja varð liðsauka á vettvang með herþyrlum eftir að upp úr sauð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.