Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 30
Rúmföt
Litlaust og óspennandi svefnherbergi er hægt að lífga upp á með
skrautlegum rúmfötum. Það er einfalt að eiga nokkur sett og skipta
um liti og mynstur eftir árstíðum.[ ]
Kringlunni - sími : 533 1322
Vandaðar heimilis-
og gjafavörur
Útsala í Duka
Mörg góð tilboð
Arinbúðin
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) · Sími 567 2133 · www.arinn.is
Ný sending af kristalsljósakrónum
Treystir því að fá að vera í
friði fyrir vindinum
Morgunverður úti á svölum í góðu veðri er dásamlegur að mati Sivjar Friðleifsdóttur.
Siv Friðleifsdóttir þingmaður
lætur sér líða vel utan dyra
við heimili sitt þegar veðrið
er gott.
„Mér finnst mjög notalegt að
borða morgunmat á svölunum
þegar veður leyfir, en það minnir
mig á Noreg þegar veðrið hefur
verið gott,“ segir Siv Friðleifs-
dóttir þingmaður. „Ég vildi bara
að maður gæti það oftar,“ segir
Siv brosandi en bætir því við að
hún sé með ágætis svalir sem snúi
í suður og þar sé gott skjól. „Mað-
ur kemur sér bara vel fyrir í
peysu og treystir því að ekki komi
vindhviða,“ segir Siv.
Hún segist alltaf fá sér morgun-
verð, þar sem hann er mikilvægast
máltíð dagsins. „Cappuccino og
geitaostur eru fastir liðir á mínu
morgunverðarborði,“ segir Siv og
til áhersluauka tekur hún fram að
geitaosturinn heiti G3 og sé þessi í
rauða pakkanum. Hún telur afar
mikilvægt að geta verið utan dyra
við heimili sitt og auk þess sem
hún nýtur kaffibollans á svölunum
ræktar hún þar kryddjurtir og sal-
at til matargerðar. „Mér finnst líka
gott að vera í garðinum og reyna
að dytta að honum þegar tími
gefst,“ segir Siv. „Ég slappa af við
að slá grasið þó það sé puð. Ég hef
gaman af allri hreyfingu og geng
og hjóla mikið. Maður fær svo góð-
ar hugmyndir við að hreyfa sig,
hugmyndir sem hægt er að vinna
að í stjórnmálum,“ segir Siv.
kristineva@frettabladid.is
Garðbekkur þarf ekki endilega að
vera bara úti í garði eða á svölun-
um. Hann getur líka nýst vel inn-
andyra og er skemmtilegt að
koma fyrir garðbekk í anddyrinu.
Gott er að setja í hann nokkra
púða og nota hann til að sitja á
þegar skórnir eru reimaðir, eða
sem fyrirtaks stað til að sitja á og
tala í símann. Ekki þarf að hafa
miklar áhyggjur af því að fúa-
verja hann árlega, bara þurrka af
honum rykið reglulega og þá lítur
hann út eins og nýr.
Garðhúsgögnin inn
Bekkur í anddyrinu.
Alltaf gott að hafa stað til að sitja á.
Íslensk list allerie r g ó ð g j ö f
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
/G
ET
TY
Í eldhúsi þar sem þörf er á ljósi
sem lýsir beint
niður á borð,
en þarf ekki
að dreifa úr
sér yfir mikið
svæði er til-
valið að útbúa
sjálfur nokk-
ur ljós úr nið-
ursuðudósum.
Dósina þarf
að opna að
neðan, tæma
hana og þrífa.
Passa þarf
upp á að
skemma ekki
miðann, en
hægt er að
taka miðann
af í heilu lagi
og líma hann
svo aftur á
efir þrifin. Því
næst er útbúið
gott gat á lok dós-
arinnar svo hægt sé að
þræða rafmagnssnúru þar í gegn.
Campell-súpudósirnar eru til-
valdar í ljósið eða jafnvel Ora
grænar baunir. Líka er hægt að
útbúa sjálfur sinn eigin miða og
setja utan um ljósið.
Lýsandi
niðursuðudósir
Ódýr heimatilbúin ljós.