Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 31
NAUÐSYNLEGT ER AÐ HAGA HEIM- ILINU ÞANNIG AÐ AUÐVELT SÉ AÐ SLAKA VEL Á EFTIR LANGAN OG STRANGAN DAG. Litir geta spilað stórt hlutverk í því hvort þú slakir á eða ekki þegar þú hendir þér í sófann, lætur fæturna upp og kastar mæðunni. Ekki velja liti bara af því að þeir passa í rýmið. Veldu liti sem þér líður vel með og láta þér líða vel þegar þú horfir á þá. Leyfðu persónuleikanum að velja lit- inn – ekki sölumanninum í málning- arbúðinni. Sumum líður vel þegar þeim er heitt og þegar er viss spenna í loftinu. Ef þú ert ein/n af þeim ættirðu að velja þér rauðan lit á heimilið. Rauð- ur eykur orkustigið í rými og er góð- ur kostur í stofuna því rauður dregur fólk saman og örvar samræður. Í ganginum skapar rauður mjög sterk fyrstu áhrif. Rauður er öflugi vinur þinn sem bjargar matarboðinu. Í skipulagslausum heimi er blár tákn lognsins. Eins og skvetta af fersku vatni hreinsar blár hugann og endur- nærir andann. Notaðu hann þegar þú vilt anda léttar, hægja á þér og dreyma vel. Blár eykur stærð her- bergis og lætur sólrík rými virðast skuggsælli. Til að gefa bláum líf er gott að para hann með appelsínu- gulum. Dökkblár getur gert rými áhrifameira. Hlutlausir litir eru rétt eins og fóstra – hlúa að okkur og láta okkur líða vel. Þeir falla vel í bakgrunninn en biðja okkur líka um að snerta sig. Hlýir, hlutlausir litir vekja öryggistil- finningu og sérstaklega gott er að nota þá í rými með fáum og litlum gluggum. Sumt fólk vill ekki láta binda sig við neitt eins og börn, maka og 9 til 5 vinnu. Það lifir fyrir stanslausar breyt- ingar og finnst gaman að sjá hvað gerist þegar ólíkum hlutum er bland- að saman. Í litaheiminum styrkja andstæður hvort annað. Ef rauðum og grænum, bláum og appelsínugul- um eða gulum og fjólubláum er blandað saman skapar blandan meiri orku en liturinn einn og sér. 9FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005 Krúttleg sumarkerti með kertadisk Blómaval – Sigtúni Tilboðsverð 990.- Golfáhugamenn athugið Nú er rétti tímin til að setja niður púttholu í garðinn Upplagt í sumarbústaðinn eða garðinn heima Tilboð 1 1 stk stöng með áföstu númeri og bolla kr 4.900 Tilboð 2 1 stk stöng með flaggi og bolla kr 7.900 Leigjum út holuskera Askalind 2 201 Kópavogur Sími 565 2000 / 897 1100 Þegar boðið er til veislu í garðin- um, sumarbústaðnum eða í tjaldútilegunni er skemmtilegt að dekka fallegt borð og nota skæra liti. Lime-liturinn er alltaf jafn vinsæll enda bæði glaðlegur og sumarlegur og orange hef- ur verið vinsæll í sumar, hvort sem er í fatnaði eða b o r ð b ú n a ð i . Dúkar, kerta- stjakar og blóm eða kryddjurtir úr garðinum setja svo punktinn yfir i- ið. Aðalbjörg og Stefanía Gunnars- dætur hjá versluninni Duku dekkuðu tvö falleg sumarborð fyrir Fréttablaðið. Stefanía segir það færast í vöxt að fólk kaupi púða og dúka, sérstaklega í sumarbústaðinn og veröndina eða tjaldvagninn og hjólhýsið, og þá gjarnan allt í stíl. „Það er orðið til svo mikið af fallegum plastborð- búnaði í öllum litum og svo er fólk að kaupa eitthvað fallegt í gleri með. Púð- ar, dúkar og kertastjakar eru til í ótal l i tabr igð- um og fólk er orðið svo lengi sumars á pallinum að því finnst það þess virði að leggja upp úr fallega dekkuðum borðum og skrauti.“ Fallega dekkuð sumarborð Dúkar, kertastjakar og blóm eða kryddjurtir setja punktinn yfir i-ið. Lime er alltaf jafn vinsæll og sumarlegur. Rómantískt borð fyrir tvo. Gaman er að hafa allt í stíl, bæði plastborðbúnaðinn og þennan fínni. Dúkar og púðar í stíl eru alltaf smart. Litir eftir persónuleika SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.