Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 1

Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 VONSKUVEÐUR um sunnan- og vestanvert landið með slagveðursrigningu. Úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi og heldur hægari vindur. Hiti 8-15 stig. VEÐUR 4 SUNNUDAGUR 7. ágúst 2005 - 210. tölublað – 5. árgangur Frægir tónlistarmenn á leiðinni til landsins Fimm tónlistarmenn í eldri kantinum heiðra Íslendinga með nærveru sinni á næstunni. Von er á þeim Joe Cocker, Patti Smith, Michael Bolton, Bobby McFerren og Alice Cooper. TÓNLIST 20 Börnum mismunað í tónlistarnámi Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tónlistarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið. Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í að minnsta kosti ár. SKOÐUN 8 VEÐRIÐ Í DAG HRÓKURINN TIL GRÆNLANDS Minnist Haraldar Blöndal sem var einn af stofnfélögum Hróksins. MENNING 29 ÞRÁINN BERTELSSON: Ósáttur við endurútgáfu gamanmynda sinna. FÓLK 34 SKÁKHÁTÍÐ Í TASIILAQ: LÍFSMYNDIR Á KLÓSETTPAPPÍR Búast má við að talsverðar breytingar verði gerðar á virðisaukaskatti: Skattur á matvæli gæti lækka› EFNAHAGSMÁL Meðal þeirra tillagna sem nú eru ræddar innan stjórn- arflokkanna er að neðra þrep virðisaukaskatts verði lækkað niður í allt að sjö prósent. Fyrir- hugaðar breytingar á tekjuskatts- kerfinu þar sem tekjuskattur verður lækkaður um tvö prósent um næstu áramót eru umfram þau skattalækkunaráform sem koma fram í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar. Í honum er gert ráð fyrir því að tekjuskattur lækki um fjögur prósent á kjör- tímabilinu og þar af um eitt pró- sent um næstu áramót. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að stjórnmálamenn verði að meta stöðuna í efnahagsmálum og á vinnumarkaði áður en ákveðið verður að lækka tekjuskatt. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að mikilvægara sé að lækka skatta á matvæli en að lækka tekjuskatt því að tekju- skattslækkanir skili sér fyrst og fremst til þeirra efnameiri. - hb / sjá síðu 2 FJÖR Á HINSEGIN DÖGUM Rúmlega fjörutíu þúsund manns fögnuðu Gay Pride-deginum í miðborg Reykjavíkur í gær. Hinsegin dagar í Reykjavík voru haldnir í sjöunda skiptið um helgina. Gleðigangan er fastur liður hátíðarinnar þar sem gengið er niður Laugaveginn í átt til hátíðarhaldanna við Lækjargötu. Sjá síðu 16 Sí›asti dagurinn! Útsölulok ALLT A‹ 90% AFSLÁTTUR MARKA‹UR Patrekur ætlar sér titilinn Handknattleiksmaðurinn Patrekur Jóhannesson er kominn heim til sinna gömlu félaga í Stjörnunni eftir langa dvöl erlendis sem atvinnumaður. Hann segist hlakka mikið til tímabilsins hér heima og ætlar sér stóra hluti með liði sínu í vetur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M JAFNRÉTTI Árni Magnússon félags- málaráðherra styður heilshugar helsta baráttumál homma og lesbía um að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjöl- skylduþátttöku. Þetta kom fram í ræðu sem Árni hélt á Hinsegin dögum sem haldnir voru í mið- borg Reykjavíkur í gær. „Ég trúi því að innan tíðar verði réttur homma og lesbía til að ættleiða börn til jafns á við gagnkynhneigð pör,“ sagði Árni. „Að lesbíur í staðfestri samvist njóti sama réttar og aðrar konur til tæknifrjóvgunar á sjúkra- stofnunum og að þess verði ekki heldur langt að bíða að prestum og forstöðumönnum safnaða verði heimilaður réttur, óski þeir þess, til að gerast vígslu- menn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist.“ Árni sagði að árið 1996 hefði verið stigið stórt skref í jafn- réttisbaráttu samkynhneigðra þegar lög um staðfesta samvist voru sett. Hann sagði hins vegar að ekki ætti að láta þar staðar numið. Ættleiðingar og tækni- frjóvganir samkynhneigðra væru á meðal þess sem þyrfti að taka til alvarlegrar skoðunar. „Ég tek undir það sjónarmið að meginmarkmið ættleiðingar er að útvega barni fjölskyldu en ekki að útvega fjölskyldu barn. Nauðsynlegt er að tryggja barni bestu hugsanlegar aðstæður og ég tel þær geta allt eins verið að finna hjá samkynhneigðum sem gagnkynhneigðum foreldrum.“ Í ræðu sinni kallaði Árni á opnari og hreinskiptari umræðu um rétt samkynhneigðra til fjöl- skyldulífs. „Við þurfum að auka fræðslu til skólabarna um þessi mál sem og almennings, til að sporna við fordómum, því við viljum standa vörð um að mannvirðing sé í heiðri höfð í okkar sam- félagi.“ trausti@frettabladid.is Vill aukin réttindi samkynhneig›ra Félagsmálará›herra vill a› samkynhneig›ir ö›list fullan rétt á vi› gagnkyn- hneig›a til fjölskylduflátttöku. Hann vill opnari og hreinskilnari umræ›u um réttindi samkynhneig›ra og auka fræ›slu skólabarna um málefni fleirra. Formaður Samtakanna '78: Mjög ánæg› me› rá›herra JAFNRÉTTI „Mér þykir gríðarlega ánægjulegt að hann skuli ganga svona langt,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtak- anna '78, um ræðu Árna Magnús- sonar félagsmálaráðherra á Hinsegin dögum í gær. „Síðan skýrslan um réttarstöðu samkynhneigðra kom út í fyrra hef- ur okkur fundist þetta vera sá póll sem tekinn er í hæðina af stjórn- málamönnum almennt. Við vorum þó ekki viss um viðhorf stjórnar- flokkanna og því er ræða Árna ánægjuleg,“ segir Hrafnhildur. Hún segist bíða spennt eftir að- gerðum og segir að þegar þessum áfanga verði náð þá verði flest stóru vígin unnin í réttindabaráttunni.- oá ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.