Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 8
Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tón- listarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið, Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í a.m.k. ár. Þegar árið er liðið og Jón vill halda áfram að læra þarf Gunna enn að bíða því Jón og þeir nemendur sem fyrir voru í námi hafa forgang. Þessi siður hefur lengi viðgengist og er nánast eins og regla hjá eldri tónlistarskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir niður námskostnaðinn vegna Jóns, en Gunna fær engan styrk frá Reykjavíkurborg, sem hún gæti t.d. notað til að komast í nám annars staðar. Þó svo að Jón hafi komist í tónlistarnám er ekki víst að hann njóti sambærilegrar niður- greiðslu af hálfu Reykjavíkur- borgar og aðrir nemendur. Reykjavíkurborg greiðir nefni- lega mismikið niður tónlistar- nám barna í borginni eftir því í hvaða tónlistarskóla þau stunda námið, eftir því í hvaða hverfi þau búa og eftir því á hvaða hljóðfæri þau læra. Þannig fer t.d. aðeins 11% þeirra kennslu- stunda, sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir, til tónlistarkennslu uppi í Grafarvogshverfin þó svo að þar búi 22% allra barna og ungmenna borgarinnar. Nem- endur í nýrri skólum fá lægri niðurgreiðslur en nemendur eldri skóla, en þannig fá fram- haldsnemendur yngri skólanna niðurgreiðslu sem væru þeir byrjendur. Og Reykjavíkurborg greiðir niður allt nám þeirra barna sem læra á blásturshljóð- færi í lúðrasveitum, en stór hluti hinna fjölmörgu gítarnem- enda, sem stundar nám um þess- ar mundir, fær lítinn sem engan stuðning frá borginni. Borgin greiðir niður nám 2.509 nem- enda, en um 20% þeirra, 500 manns, eru fullorðið fólk. 3.831 sótti um nám í tónlistarskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 2005- 2006, þannig að 1.322 nemendur bíða, flestir börn. 218 sóttu um nám í Tónskóla Hörpunnar en borgin ætlar einungis að veita 1/3 hluta þeirra niðurgreiðslu á námið, eða 68. Tónskóli Hörpunnar hefur krafið borgina um breytingar á þessu úrelta kerfi, en lítið orðið ágengt. Árið 2001 fékk skólinn þann úrskurð hjá Samkeppnis- stofnun að borginni væri ekki heimilt að mismuna tónlistar- skólunum og mæltist stofnunin til að Reykjavíkurborg setti sér reglur um fjárveitingar til þess- ara mála sem væru gagnsæjar og fyrirséðar. Það var ekki fyrr en árið 2003 að borgin setti regl- ur sem höfðu það markmið að uppfylla tilmæli Samkeppnis- stofnunar. Því miður hefur borgin ekki farið eftir þessum reglum og því kærði Tónskóli Hörpunnar til félagsmálaráðuneytisins og krafðist þess að Reykjavíkur- borg færi að eigin reglum og leiðrétti fyrri úthlutanir. Úr- skurður ráðuneytisins sem kom í júlímánuði sl. olli vonbrigðum, því þrátt fyrir að ráðuneytið setji út á starfsaðferðir borgar- innar þá vill það meina að borg- in þurfi ekki að fara eftir eigin reglum, því: að mati ráðuneytis- ins verður ekki talið að reglurn- ar hafi sömu stöðu og bindandi reglur eða reglugerðir sem sett- ar eru af stjórnvöldum, eftir at- vikum staðfestar af æðra stjórnvaldi og síðan birtar með lögformlegum hætti, eins og segir í úrskurðinum. Þessi nið- urstaða ráðuneytisins vekur upp fleiri spurningar en kærunni var ætlað að svara. Reglurnar sem borgin setti voru samþykkt- ar með formlegum hætti eins og aðrar þær reglur sem sveitar- félög setja sér. Ef sveitarstjórn- um er ekki skylt að fara eftir reglum sem þær setja sjálfum sér þá má spyrja hvort hinum almenna borgara sé skylt að hlýta þeim sömu reglum? Eftir úrskurð ráðuneytisins er óljóst hvort einhverjar reglur eru í gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun fjármagns til tónlistar- skóla. Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og þess vegna leitar hún til eftirlits- stofnana samfélagsins til að úr- skurða um rétt sinn gagnvart Reykjavíkurborg. Ef skólinn hefði úr meiri fjármunum að spila væri eflaust búið að leita til dómstóla til að skera úr um meint brot borgarinnar á lögum og reglum. Kæra skólans til fé- lagsmálaráðuneytisins var áfangi á þeirri leið að fara með málið til umboðsmanns Alþing- is. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann vill taka á málinu. Í þessu máli Tónskóla Hörpunnar fara saman hagsmunir skólans og hagsmunir umbjóðenda hans þ.e.a.s. barnanna í skólanum svo og annarra barna í Reykjavík. Skólinn hefur hingað til reynt að aðskilja lög og reglur frá menn- ingarpólitík borgarinnar í kvörtunum sínum til eftirlits- stofnananna. Það breytir þó ekki því að það að mismuna börnunum eftir því hvar þau búa eða í hvaða tónlistarskóla þau leita, er ekki aðeins há- pólitískt mál sem varðar stefnu og markmið þeirra pólitísku flokka sem ráða för í Reykjavík, heldur varðar það einnig jafn- réttislög og mannréttindi. Hags- munir skólans eru hagsmunir nemandanna og öfugt. Þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld og ráðuneyti hafi bent á annmarka á stjórnsýslu borgarinnar þrá- ast borgin við að gera nokkuð í málinu. Eðlilegast hefði verið að strax árið 2001, þegar tilmæli komu til Reykjavíkurborgar frá Samkeppnisstofnun um breyt- ingar, að borgin hefði sjálf eytt óvissu um lagalegan rétt sinn annars vegar og tónlistarskól- anna hins vegar, en ekki látið lítinn skóla úti í bæ um að reyna fá botn í málið. Og málinu er ekki lokið. Vonandi verður niðurstaðan sú að allir skólar eigi sama rétt og að öll börn fái sama rétt til að njóta niður- greiðslna frá borginni í tón- listarnámi. Höfundur er skólastjóri Tónskóla Hörpunnar. Mývatnssveit er ein mesta náttúruperla landsins og þangað sækja tugir þúsunda ferðamanna á hverju ári. Þar þarf því að huga vel að skipulagi fyrir ferðamenn, hvort sem þeir eru ak- andi, gangandi eða hjólandi, vetur, sumar, vor og haust. Lengi vel var Mývatnssveit frekar afskekkt og í lélegu vegasam- bandi. Það var ekki fyrr en með tilkomu Kísiliðjunnar að íbúar sveitarinnar komust í sæmilega gott vegasamband við Húsavík með veginum yfir Hólasand, sem í daglegu tali er kallaður Kísilvegurinn. Þar er þó verk að vinna, því enn hefur ekki verið lagt bundið slitlag á hann allan, og enn fremur þarf að lagfæra hann og bæta á mörgum stöðum, svo hann fullnægi nútíma- kröfum sem aðalleið. Það var svo ekki fyrr en á síðasta ári sem lokið var við boð- legan veg vestur um til Akureyrar yfir Mývatnsheiði og niður í Reykjadal. Það var svo sannarlega tími til kominn að þar yrði lagður framtíðarvegur. Samgöngubætur við mestu ferða- mannastaði landsins hafa oft á tíðum orðið útundan, og er þess skemmst að minnast að ekki eru mörg ár síðan vegurinn að Gullfossi og Geysi var lagður bundnu slitlagi. Það er eins og stjórnmálamenn, sem mestu ráða um vegabætur, hafi ekki fundið nógu mikla atkvæðalykt af þessum framkvæmdum fyrr en nú á allra síðustu árum. En þó að Mývatnssveit sé nú loks komin í gott vegasamband, og þá líka austur á firði, er enn mikið verk óunnið í vegamálum í sveitinni því þar vantar tilfinnanlega góða göngu- og hjóla- stíga milli byggðakjarna og ferðmannastaða fyrir ferðamenn og íbúa sveitarinnar. Þeir ferðamenn sem heimsækja Mývatns- sveit eru ekki nærri allir akandi. Í sumar eins og undanfarin sumur hefur mátt sjá fjölda manna á gangi á þjóðveginum, sér- staklega í nágrenni Reykjahlíðar, Voga, Skútustaða og Álfta- gerðis sunnan við vatnið. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys á þessum stöðum, þótt sett hafi verið upp skilti um lækkun hámarkshraða og settar merkingar á yfirborð vega. Samgönguyfirvöld og sveitarstjórn í Mývatnssveit þurfa nú þegar að gera ráðstafanir til að skipuleggja göngu- og hjólastíg allt í kringum Mývatn og hefjast handa þegar á næsta vori við fyrstu áfanga stígagerðarinnar. Það mætti hugsa sér að hún yrði í nokkrum áföngum og byrjað út frá þéttbýlisstöðunum þar sem tjaldstæðin, hótelin og aðrir gististaðir eru norðan og sunn- an við vatnið. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er talið að hátt í 200 þúsund ferðamenn komi í Mývatnssveit á sumrin, auk þess sem fleiri og fleiri leggja þangað leið sína á öðrum tímum ársins. Þeir sem rætt var við um stígagerðina eru allir á einu máli um nauðsyn hennar. Það hljóta að finnast einhvers staðar fjármunir til að hefja verkið, samanber það að sífellt er verið að leggja nýja og nýja reiðvegi meðfram þjóðvegum landsins, og þar virðist ekki skorta fé, þótt sumir þessara vega séu lítið eða ekkert notaðir. Þar væri kannski hægt að klípa eitthvað af fjárveitingum og huga frekar að göngu- og hjólreiðastígum á einum mesta ferða- mannastað landsins – Mývatnssveit. 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Hátt í 200 þúsund ferðamenn koma í Mývatnssveit á sumrin. Göngu- og hjóla- stíga vi› M‡vatn FRÁ DEGI TIL DAGS Börnum mismuna› í tónlistarnámi Til sölu Húsið númer þrjú við Fríkirkjuveg, sem er eitt af eldri húsum borgarinnar, byggt um síðustu aldamót, stendur nú autt. Þar voru til skamms tíma skrifstofur Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar sem nú hefur verið lögð niður. Fyrr á árum var Vinnuveitendasamband Íslands þar til húsa. Áforma borgaryfirvöld að selja hús- ið hæstbjóðanda. Ekki eru allir sáttir við málsmeðferðina og var deilt um hana á borgarráðsfundi á dögun- um. Vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að orðið verði við ósk- um for- ráðamanna Fríkirkjunn- ar um að eignast húsið fyrir safnaðarstarf. Kirkjan stendur við hlið hússins. Þjóðráð Þótt það virðist þjóðráð að kirkjan eignist húsið, jafnvel með einhverjum stuðningi borgarinnar eins og algengt er þegar söfn- uðir og frjáls félagasamtök eiga í hlut, höfnuðu fulltrúar R-listans hugmyndinni. Ekki er gott að skilja af hverju. Fríkirkju- söfnuðurinn í Reykjavík er stór og vaxandi og á sér merka sögu. Víst er að starfsemi á hans vegum gæfi þessu gamla húsi virðulegt hlutverk. Það var fyrsti íslenski verkfræðingurinn, Sigurður Thoroddsen, sem reisti Fríkirkjuveg 3. Brjóstmynd af syni hans, Gunnari Thoroddsen fyrrverandi forsætisráðherra, sem ólst upp í húsinu, er í garðinum fyrir framan Fríkirkjuveg 3. Hefnd bókabúðar? Stefán Máni rithöfundur segir frá því í viðtali við blaðið Sirkus að hann hafi ver- ið beðinn að lesa upp úr verkum sínum við bókabúð Máls og menningar á Menn- ingarnótt. Hann hafi talið eðlilegt að fá fyrir það einhverja lágmarksþóknun, t.d. fimmtán þúsund krónur. Því hafi verið hafnað. Í tölvupósti frá bókaversluninni, sem hann birtir, segir: „Þetta þýðir bara eitt; þú munt ekki selja rassgat af bókinni þinni hér, sem hefur verið þitt sterkasta vígi“. Stefán Máni túlkar þetta svo að búðin sé að hefna sín á honum og ætli ekki selja bókina hans vegna þess að hann neitaði að skemmta í hennar nafni ókeypis. Getur þetta verið satt? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og fless vegna leitar hún til eftirlitsstofnana samfélagsins til a› úrskur›a um rétt sinn gagnvart Reykja- víkurborg. Ef skólinn hef›i úr meiri fjármunum a› spila væri eflaust búi› a› leita til dómstóla til a› skera úr um meint brot borgarinnar á lög- um og reglum. KJARTAN EGGERTSSON SKÓLASTJÓRI UMRÆÐAN REYKJAVÍKURBORG OG TÓNSKÓLARNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.