Fréttablaðið - 07.08.2005, Side 10
AFMÆLI
Andrés Indriðason, rit-
höfundur og dagskrár-
gerðarmaður er 64 ára.
FÆDDUST fiENNAN DAG
1876 Mata Hari
dansari og njósnari.
1904 Ralph Bunche
hlaut friðarverðlaun
Nóbels árið 1950.
1937 Magic Slim
blúsgítaristi.
1960 David Duchovny
leikari.
1975 Charlize Theron
leikkona.
Í sumar hefur verið unnið að
lagfæringum á listaverkum
Samúels Jónssonar í Selárdal í
Arnarfirði. Verkin höfðu látið
mjög á sjá enda hafa þau staðið
fyrir opnu hafi í hartnær hálfa
öld án viðhalds. Félagsskapur
áhugamanna var stofnaður fyrir
nokkrum árum og hefur hann
það meðal annars að markmiði
að gera við listaverkin og mann-
virki Samúels.
Þýski myndhöggvarinn Ger-
hard König hóf viðgerðirnar í
fyrra og hefur haldið þeim
áfram í sumar. Honum hefur
orðið vel ágengt og vinnur nú að
tengingu vatnsbúnaðarins í
ljónagosbrunninum.
Ljónagosbrunninn vann Sam-
úel með hinn fræga gosbrunn
við Alhambra-höllina í Granada
á Spáni sem fyrirmynd. Sex ljón
mynda boga og snúa kjöftunum
út. Hægt er að veita vatni á
kerfi sem liggur um ljóninn
þannig að vatnsbogi kemur út
um kjafta þeirra.
Ólafur Engilbertsson, einn
áhugamannanna um endurreisn
mannvirkjanna í Selárdal, telur
að hátt í fjörutíu ár séu síðan
vatni var síðast veitt um ljóna-
gosbrunninn en Samúel flutti á
braut 1967. Því er sögulegrar
stundar að vænta í Selárdal í
vikunni þegar ljónin spúa úr sér
vatni á ný. - bþs
„Þetta leggst vel í mig. Ég tel að
að þetta sé spennandi og ögrandi
starf og hlakka til að takast á við
það,“ segir Sigrún Stefánsdóttir,
nýráðinn dagskrárstjóri Rásar 2
og forstöðumaður svæðisstöðva
Ríkisútvarpsins.
Hvaða breytingar boðar
væntanlegur dagskrárstjóri?
„Fyrst ætla ég að tala við starfs-
fólk og heyra þeirra hugmyndir.
Þá vil ég gjarnan ræða við frá-
farandi útvarpsstjóra og heyra
hans sögu sem og nýráðinn út-
varpsstjóra. Eftir það kynni ég
áform mín; ég er búin að vera
lengi í burtu og held að það sé
ekki gáfulegt að vera með stór
orð að sinni um hvernig ég ætla
að taka á þessu.“
Sigrún hefur búið í Dan-
mörku undanfarin átta ár þar
sem hún var yfirmaður upplýs-
ingadeildar norrænu ráðherra-
nefndarinnar og norðurlanda-
ráðs. Starfið segir hún hafa ver-
ið lærdómsríkt og gefandi en
henni fannst vera kominn tími
til að söðla um og sló til þegar
hún sá stöðu dagskrárstjóra aug-
lýsta. „Mér fannst þetta passa
vel við það sem mig langaði að
taka mér fyrir hendur næst og
er mjög glöð yfir að hafa fengið
starfið.“
Dagskrárstjóri Rásar 2 er
staðsettur á Akureyri og það
hugnast Sigrúnu vel enda er hún
Akureyringur sjálf. „Fjölskyld-
an mín er öll þarna og ég hlakka
mikið til að verja tíma með
henni.“ Sigrún fer daglega á
heimasíðu Moggans og skoðar
fasteignaauglýsingar. „Ég vil
helst búa sunnan við Glerá, helst
uppi á Brekku.“ Hún er búin að
setja húsið sitt í Danmörku á
sölu og býst við að flytja heim
um leið og það selst. „Svo á ég
líka eftir að segja upp gömlu
vinnunni, þetta er svo nýtilkom-
ið,“ segir hún og hlær.
Mörgum leikur forvitni á að
vita hvort rödd Sigrúnar sjálfrar
eigi eftir að hljóma í viðtækjum
landsmanna á ný og hún útilokar
ekkert í þeim efnum. „Það er
aldrei að vita, ég ætla bara að
sjá hvernig tíminn leggst. Mér
finnst útvarpið skemmtilegur og
heillandi miðill sem býður upp á
endalausa möguleika.“ ■
10 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR
RABINDRANATH TAGORE (1861-1941)
lést þennan dag.
Leitar að húsi á Akureyri
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR RÁÐIN DAGSKRÁRSTJÓRI RÁSAR 2:
„Ef þú lokar dyrunum fyrir öllum mistökum
mun sannleikurinn lokast úti.“
- Rabindranath Tagore var indverskt skáld sem hlaut bókmennta-
verðlaun Nóbels árið 1913.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Valdimar Jónsson, húsgagna-
smíðameistari frá Kringlu í Miðdölum,
lést 4. ágúst síðastliðinn.
Jóna Benediktsdóttir, Vöglum,
Eyjafjarðarsveit, lést 31. júlí síðastliðinn.
Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi
útgerðarmaður frá Árgerði, Árskógs-
sandi, lést 2. ágúst síðastliðinn.
Magnús G. Helgason, frá
Lambastöðum, Seltjarnarnesi, lést í
Svíþjóð 2. ágúst síðastliðinn.
Guðjón Sævar Jóhannesson, læknir, frá
Kleifum í Gilsfirði, lést 1. ágúst
síðastliðinn.
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Hugnast vel að flytja á Akureyri eftir langa fjarveru og geta
varið tíma með fjölskyldu sinni.
Á þessum degi árið 1958 sneri
áfrýjunardómstóll við dómi sem
leikskáldið Arthur Miller hafði hlot-
ið ári áður fyrir að sýna óamerísku
nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings vanvirðingu. Miller hlaut
dóminn rúmlega ári áður, eftir að
hann neitaði að upplýsa nefndina
um nöfn meintra kommúnista úr
röðum rithöfunda sem hann hafði
sótt fund með árið 1947. Skáldið
kvaðst ekki vilja koma öðrum
mönnum í vandræði með því að
gefa upp nöfn þeirra.
Lögmaður Millers hélt því fram að
eini tilgangur nefndarinnar væri að
afhjúpa Miller sjálfan en hefði ekk-
ert með misnotkun vegabréfa að
gera eins og haldið var
fram. Arthur Miller og
Marilyn Monroe gengu
í hjónaband um svip-
að leyti og yfirheyrsl-
urnar áttu sér stað og
fullyrti lögmaður hans
að það væri engin til-
viljun, heldur til þess
gert að málið fengi
sem mesta athygli og
til að auka á niðurlæg-
ingu Millers.
Áfrýjunardómstóllinn
hafnaði þessum rök-
semdum en sneri þó dómnum við
því hann taldi að Miller hefði verið
fenginn til skýrslutöku á fölskum
forsendum. Miller
hafði svarað öllum
spurningum um sig
fúslega, en bað
nefndina um að
krefja sig ekki um
nöfn annars fólks.
Formaður nefndar-
innar kvaðst myndu
verða við beiðninni
en annað kom síðar
á daginn.
Arthur Miller sagði
síðar að eina ástæð-
an fyrir réttarhöldun-
um væri sú að hann hefði neitað
einum nefndarmanni leyfi um að
mynda sig með Marilyn Monroe.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1727 Eldgos hefst í Öræfajökli og
stendur í heilt ár.
1772 Útilegumennirnir Fjalla-Ey-
vindur og Halla eru hand-
tekin á Sprengisandi og
færð til byggða.
1959 Fyrsta ljósmyndin er tekin
af jörðinni úr gervihnetti.
1960 Fílabeinsströndin hlýtur
sjálfstæði frá Frakklandi.
1987 Bandarísk kona verður fyrst
til að synda frá Bandaríkj-
unum til Sovétríkjanna.
1997 Fyrsti íslenski geimfarinn,
Bjarni Tryggvason, fer í
geimferð með Discovery.
1998 Bandarísk sendiráð í Kenýu
og Tansaníu eru sprengd
samtímis. Um 200 látast.
2000 Flugvél á leið frá Vest-
mannaeyjum ferst í Skerja-
firði. Sex látast í slysinu og
í kjölfar þess.
Arthur Miller fær uppreist æru
Tilkynningar um merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér a› ofan
má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
Augl‡singar á a› senda á
auglysingar@frettabladid.is e›a
hringja í síma
550 5000.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
Geir Jóhann Geirsson
vélstjóri,
Hagamel 30.
lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. ágúst.
Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.00.
Eybjörg Sigurðardóttir
Nína Geirsdóttir
Þorvaldur Geirsson
Geir Helgi Geirsson Helga Guðjónsdóttir
Lovísa Geirsdóttir
Valgerður Geirsdóttir Viktor Arnar Ingólfsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Gunnar Jóhannsson
smiður,
Blikabraut 10, Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. ágúst
kl. 14.00.
Hildur Gunnarsdóttir Vilhjálmur Skarphéðinsson
Jóhann Gunnarsson Anna María Aðalsteinsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Gróa Hávarðardóttir
Guðrún Bríet Gunnarsdóttir
Kolbrún Gunnarsdóttir Gísli Garðarson
Hrefna Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
www.steinsmidjan.is
UNNIÐ AÐ VIÐGERÐUM Á VERKUM SAMÚELS Í SELÁRDAL:
Ljónin fá vatn í munninn á n‡
MEÐ LJÓNUM Þýski myndhöggvarinn Gerhard König hefur dvalið í Selárdal að undan-
förnu og lagfært listaverk Samúels Jónssonar.
7. ágúst 1958