Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 20
Skipulag Það er mikilvægt að vera skipulagður í vinnunni. Byrjaðu hvern dag á því að skipu- leggja verkefni dagsins og reyndu að halda þig við skipulagið. Það er einnig mikilvægt að skipuleggja lengra fram í tímann og setja langtímamarkmið inn í skipulagið.[ ] Ný könnun í Bretlandi sýnir að fólk telur sig vinna betur snemma á morgnana en seint á daginn. Starfsmenn eru afkastamestir snemma á morgnana og mun af- kastameiri en seint á daginn samkvæmt nýrri breskri könn- un. Í könnunni, sem gerð var af fyrirtækinu Your Communi- cations, kemur fram að flestum starfsmönnum fannst þeir vinna betur milli kl. 6 og 15 en millli kl. 9 til 17. Aðeins einn af tuttugu sögðu að þeir væru duglegastir eftir klukkan 15 á meðan helm- ingur sagðist vinna best heima. Your Communications tók við- tal við tvö þúsund fullorðna Breta í könnuninni og telur að sveigjanlegur vinnutími geti aukið framleiðslu og komið sér vel fyrir efnahaginn. Samkvæmt breskum lögum eiga starfsmenn með ung börn og umönnunar- ábyrgð rétt til að biðja um sveigj- anlegan vinnutíma. Hins vegar eru vinnuveitendur ekki lög- bundnir til að samþykkja sveigj- anlegan vinnutíma en þurfa þá að gefa ástæðu fyrir neituninni. ■ Suma starfsmenn syfjar óheyrilega eftir klukkan 15 á daginn í vinnunni. Starfsmenn eru morgunhanar Starfsmenn neyðarþjónusta í Bretlandi eru sumir hverjir ekki tryggðir fyrir meiðslum eða andláti sökum hryðju- verkaárása. Starfsmenn neyðarþjónustu sem láta lífið eða slasast í hryðju- verkaárás eru hugsanlega ekki tryggðir samkvæmt sumum tryggingum. Þetta kemur fram á heimasíðu BBC, bbc.co.uk, en verkalýðsfélag í Bretlandi hefur varað starfsmenn við þessum tryggingum. Sérstök útilokunarákvæði í tryggingum gætu skilið starfs- menn neyðarþjónustu og aðstand- endur þeirra án nokkurra bóta ef starfsmennirnir slasast eða láta lífið. Því vilja verkalýðsfélög þessara starfsmanna að trygg- ingafélög taki þessi útilokunar- ákvæði út. Slökkviliðsstarfsfólk í Somer- set á Englandi hafa nú þegar hót- að að fara í verkfall ef þeir verða ekki tryggðir gegn hryðjuverka- árásum enda mikil hræðsla við slíkar árásir þar í landi. Tryggingafélög játa að sumar tryggingar innihaldi útilokunar- ákvæði og ráðleggja tryggingar- tökum að lesa smáa letrið. ■ Ekki tryggðir gegn hryðjuverkum Hryðjuverkin í London snemma í júlí hræddu borgarbúa og hryðjuverkamenn sem hafa reynt að gera fleiri árásir síðan þá. Þegar litið er á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu Ís- lendingana er engu líkara en að konur finnist varla í ofur- launastöðum. Ekki er þó hægt að draga beinar álykt- anir um kynbundinn launa- mun af listanum þótt hann sýni svart á hvítu hvað launa- munur kynjanna er mikill. Síðustu daga hafa tekjur Íslend- inga verið mjög í umræðunni. Ríkisskattstjóri gerði álagninga- seðla fyrir árið 2004 opinbera á dögunum og í kjölfar þess birti tímaritið Frjáls verslun árlega út- reikninga á tekjum yfir tvö þús- und Íslendinga. Eins og síðustu ár kemur glöggt fram í tölum blaðs- ins að konur bera skertan hlut frá borði ef litið er á laun toppanna í stærstu fyrirtækjum. Hráar tölur En hvaða ályktanir getum við dregið af þessum tölum? Silja Bára Ómarsdóttir, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu, varð fyrir svör- um. „Þessar tölur gefa okkur tak- markaðar upplýsingar. Svona hrá- ar tölur sýna til dæmis ekki hvað margar vinnustundir liggja að baki þessum launum. Þær sýna því ekki kynbundinn launamun heldur launamun kynjanna og hversu kynskiptur vinnumarkað- urinn er.“ Silja segir að tölurnar séu marktækar að því leyti að þær sýna að konur fá ekki jafn há laun og karlar. „Þessi listi er mjög slá- andi. Bara ef maður opnar blaðið og les fyrstu síðuna er ein kona í fimmtánda sæti og svo finnur maður tvær aðrar mjög neðarlega á síðunni. Þetta sýnir mjög vel að konur eru ekki í störfunum sem gefa hæstu tekjurnar.“ Konur verða næstráðendur Frjáls verslun tekur tölurnar saman eftir starfsgreinum til að veita sem bestan samanburð. Þar kemur fram að engin kona trónir á toppnum í sinni atvinnugrein nema Guðrún Ólafsdóttir sem er tekjuhæst tannlækna landsins. Eins og Silja Bára nefndi er mjög mikill munur á fjölda karla og kvenna í toppstöðum til dæmis þegar litið er á laun forstjóra í fyrirtækjum. Þar er Rannveig Rist í fimmtánda sæti en fara þarf allt niður á áttunda tuginn til að finna næstu konu á listanum. „Vinnumarkaðurinn er náttúr- lega mjög kynskiptur. Athyglis- vert er að skoða muninn á listan- um yfir forstjóra í fyrirtækjum og næstráðendur því konurnar fara að koma miklu ofar á þeim lista. Það er eins og konur komist í næstráðendastöður en þar mæti þeim veggur og því komist þær ekki í forstjórastöðurnar,“ segir Silja Bára. Af hverju? Margir segja að þetta sé allt að koma og konurnar séu að skríða upp launastigann. „Konur hafa verið að taka við forstjórastöðum og stjórnarformennsku í stórum fyrirtækjum. Á næsta ári eigum við til dæmis von á því að Ragn- hildur Geirsdóttir hjá Flugleiðum og Ásdís Halla Bragadóttir í BYKO verði ofar á þessum launalista,“ segir Silja Bára. Í öllu falli verður að ýta á eftir þessari þró- un með því að komast að því af hverju staðan er eins og raun ber vitni. „Af hverju konurnar eru ekki í forstjórastöðunum og stjórnarformennskunni – því svara ég ekki,“ bætir Silja við, enda ekkert skrítið. Það er spurn- ing sem engum hefur enn tekist að svara. - annat@frettabladid.is Fáar konur í ofurlaunastöðum Rannveig Rist er í fimmtánda sæti á lista yfir launahæstu forstjóra í fyrirtækjum. Silja Bára Ómarsdóttir sviðsstjóri hjá Jafnréttis- stofu. NÝI FORSÆTISRÁÐHERRANN, DOM- INIQUE DE VILLEPIN, HEFUR KOMIÐ LÖGUM Í GEGN SEM VERKALÝÐSFÉ- LÖG TELJA MINNKA VINNUÖRYGGI. Frönsk verkalýðssamtök hafa gagnrýnt harðlega ný lög sem gera litlum fyrir- tækjum í Frakklandi kleift að segja upp nýjum starfsmönnum með að- eins tveggja vikna fyrirvara en lögin voru samþykkt af frönskum stjórn- völdum fyrir stuttu. Þetta er liður áætlunar nýja forsætis- ráðherrans, Dominique de Villepin, í því skyni að reyna að draga úr at- vinnuleysi sem hefur verið mjög mik- ið í Frakklandi síðustu mánuði. Næst- um því einn af hverjum tíu fullorðn- um Frökkum eru atvinnulausir. Samkvæmt nýju lögunum geta fyrir- tæki með færri en tuttugu starfsmenn sagt upp starfsmönnum innan tveggja vikna frá ráðningu þeirra án þess að gefa upp ástæðu. Starfs- mennirnir fá ekki uppsagnargreiðslu en munu fá aukaatvinnuleysisbætur. Verkalýðsfélög telja að þessar nýju reglur muni minnka vinnuöryggi og hamla framleiðslu. De Villepin hefur sett baráttu gegn at- vinnuleysi í algjöran forgang síðan hann var skipaður í embætti í júní. Dominique de Villepin er hress þessa dagana þótt hann sæti gagnrýni. Ný frönsk lög gagnrýnd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.