Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 49

Fréttablaðið - 07.08.2005, Page 49
LAUGARDAGUR 25. júní 2005 21 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 91 55 08 /2 00 5 * Innifali›: Flug, íslenskur flugvallarskattur, gisting án morgunver›ar í Havana og „allt innifali›“ í Varadero. Íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Sko›unarfer›ir, vegabréfsáritun 2.500 kr., fljórfé og flugvallarskattur, CC 25, sem grei›ist vi› brottför í Havana. Akstur til og frá flugvelli erlendis. www.urvalutsyn.is Reglulegt leiguflug í vetur ! á mann í tvíb‡li á Melia Cohiba í 8 nætur, 3. apríl.89.620kr.Ver› frá: Havana í 8 nætur á mann í tvíb‡li á hótelunum Melia Cohiba í Havana og Melia Varadero á Varadero í 8 nætur, 3. apríl.99.820kr.Ver› frá: Havana í 4 nætur og Varadero ströndin í 4 nætur á mann í tvíb‡li á Melia Varadero hótelinu á Varadero ströndinni í 8 nætur, 3. apríl.104.820kr.* * * Ver› frá: Varadero ströndin í 8 nætur Á hótelunum í Varadero er „allt innifali›“. Komdu til Kúbu á›ur en hún breytist. Eyjan er heillandi fögur, íbúarnir gla›værir og gestrisnir og flú gistir á fyrsta flokks hótelum. Töfrar höfu›borgarinnar Havana eru ól‡sanlegir flar sem tónlistin hljómar úr hverju horni. Nánari uppl‡s ingar um fer› ina ásamt l‡sinum á hótelum er a› finna á www.u rvalutsyn.is Glæsilegir gististaðir í sérflokki Flugáætlun: 7 nætur Aukaferð 7 nætur Uppselt 2. nóv. 2005 16. nóv. 2005 6. mars 2006 20. mars 2006 27. mars 2006 3. apr. 2006 10. apr. 2006 15 nætur 8 eða 15 nætur 8 eða 15 nætur 8 eða 15 nætur 8 nætur Nacional de Cuba Tryp Peninsula Melia Las Americas Liam Gallagher, söngvari Oasis, segir að hljómsveitin Baby- shambles með Pete Doherty í far- arbroddi fái aldrei aftur tækifæri til þess að hita upp fyrir Oasis. Þegar Babyshambles átti að hita upp fyrir Oasis í Bretlandi mætti Doherty ekki á staðinn og sagðist vera strandaglópur í París eftir að hafa verið í afmæli hjá tískuhönnuðinum Hedi Slimane. Í kjölfarið þurfti Oasis að fá The Zutons, sem spila á Iceland Airwaves í haust ásamt Baby- shambles, til að hlaupa í skarðið fyrir sveitina. „Þetta er ekki spurning um fagmennsku. Við erum besta hljómsveitin í heiminum og við ætlum ekki að leyfa neinum, hvort sem það er Pete Doherty, Liam Gallagher eða Elvis, eyði- leggja það,“ sagði Gallahger bál- reiður. Hann hefur nú bæst í hóp þeirra sem þykja lítið til Doherty koma því nýverið lýsti Damon Al- barn úr Blur honum sem ofmetn- um fyllirafti. ■ Kutcher og Lohan áhrifamest Ashton Kutcher og Lindsay Lohan eru áhrifamestu ungu leikararnir í Hollywood samkvæmt topp tíu lista tímaritsins Teen People. Kutcher, sem er 27 ára, hefur undanfarið leikið í kvikmyndun- um Guess Who og The Butterfly Effect auk þess sem hann fram- leiðir þættina Punk’d á MTV. Lohan, sem er 19 ára, kemst í annað sætið eftir að fregnir bár- ust af því að hún krefjist nú sjö milljóna dollara fyrir hverja mynd sem hún leikur í, eða um 105 milljóna króna. Lohan er með- al annars þekkt fyrir myndirnar Freaky Friday og Mean Girls. Í þriðja sæti á listanum er hinn 28 ára Orlando Bloom, sem hefur staðið sig vel undanfarið, m.a. í Hringadróttinssögu, Pirates of the Caribbean og Kingdom of Heaven. Í fjórða sætinu er hin sautján ára Hilary Duff og í því fimmta er Reese Witherspoon sem er eigandi framleiðslufyrir- tækisins Type A. ■ PIXIES Rokksveitin heimsfræga ætlar að gefa út DVD-disk á næstunni. DVD-mynd frá Pixies Rokksveitin Pixies ætlar að gefa út heimildarmynd á DVD-disk um tónleikaferð sína um heiminn sem hófst í fyrra. Diskurinn, sem kem- ur út 19. september, nefnist Pixies Sell Out. Mest verður sýnt frá tónleik- um Pixies í Belfort í Frakklandi en einnig verða sýndar upptökur frá hátíðunum Fuji Rock Festival, Coachella og T in the Park. Á með- al laga á disknum verða Here Come Your man, Monkey Gone To Heaven, Where Is My Mind? og Gigantic. ■ ASHTON KUTCHER Eftir að Kutcher sló í gegn í þáttunum That 70’s Show hefur leið hans í Hollywood verið greið. LIAM GALLAGHER Söngvari Oasis hefur gefið skít í Pete Doherty og segir hann ekki fá að hita upp aftur fyrir sveitina. Doherty í skammarkrókinn N‡ja platan fær andlit Umslag nýjustu plötu Sigur Rós- ar, Takk, hefur verið gert opin- bert á heimasíðu sveitarinnar. Jón Þór Birgisson, söngvari Sig- ur Rósar, hannaði umslagið ásamt kærasta sínum og kær- ustu Orra Páls Dýrasonar trommara. Platan er væntanleg 13. sept- ember en henni hefur þegar verið lekið á netið, rúmum mán- uði fyrir útgáfudag. Fyrsta smá- skífulag plötunnar verður Gló- sóli. Myndband við fyrstu smáskífu plötunnar verður tekið upp hér á landi innan skamms og verða börn þar í aðal- hlutverkum. Nýja platan er sögð glaðlegri og vela í sér meiri von en sú síðasta. Þá segja þeir sem hlustað hafa á plötuna á netinu að hún valdi engum vonbrigðum og sé mjög góð. ■ UMSLAGIÐ Hljómsveitin Sigur Rós gefur út plötuna Takk í næsta mánuði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.