Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 07.08.2005, Qupperneq 56
28 7. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Ég hef stundum reynt að sálgreina fólk sem hefur metnað til að stjórna húsfélögum og hef komist að þeirri niðurstöðu að hinn dæmigerði for- maður húsfélags sé minnipokamanneskja sem ekki hefur fulla stjórn á eigin lífi og fær útrás með því að reyna að ráðskast með tilveru annarra. Fyrir utan hússtjórnarpólitík held ég að stúdentapólitík hljóti að vera fánýtasta stjórnmálabrölt sem til er. Háskólafólk er það lítill hópur að hagsmunir allra ættu að fara saman þannig að það sé alger óþarfi að skipa sér í andstæðar fylkingar til þess að reka réttindabaráttu þeirra sem byggja þetta litla samfélag. Það hefur hins vegar þótt líklegt til flokkspólitísks frama að ganga fram fyrir skjöldu í háskólapólitík. Þannig að það má líta á stúdentapólitíkina sem æfingu í litlum sandkassa áður en hægt er að fá gjaldgengi í stóra sandkassanum við Austurvöll. Stjórnendur húsfélaga hafa aldrei komist að í stúdentapólitík og meðal- húsfélagsstjórnandi nær því hátind- inum þegar hann öðlast vald yfir ör- fáum samborgurum sínum og getur tuðað yfir því að nágrannar sínir spili tónlist eftir miðnætti og hendi ekki ruslinu sínu í lokuðum pokum. Þó að hússtjórnendur séu upp til hópa leiðinlegir smáborgarar sem vilja koma reglu á líf annarra með stundatöflum, excelskjölum og tölvuprentuðum tilskipunum eru þeir samt mikilvæg tannhjól í gang- verki samfélagsins. Maður verður bara að leiða hjá sér hvimleiða smá- munasemina og músarholusjónar- miðin og þakka fyrir að einhver sé nógu vitlaus til að nenna að standa í þessu. Þetta eru samt stórhættuleg- ar manngerðir og það er því í raun ákaflega jákvætt að þær láti sér nægja að drottna yfir litlum míkró- kosmosum og fái vilja sínum til valds svalað í fjölbýlishúsum. Stund- um komast því miður einstaka hús- félagsstjórar til valda og metorða úti í hinum stóra heimi. Þá er voðinn vís eins og dæmin sanna en einn slíkur fer nú með hússtjórn í Hvíta húsinu og annar komst einu sinni til valda í Þýskalandi. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSON TELUR EINRÆÐISHERRA BEST GEYMDA Í HÚSFÉLÖGUM. Viljinn til valds M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Síðasti séns kvöldsins.... Ekki gera þetta! Maður veit aldrei! Jú! Maður veit! Heyy! Eigum við tvö ekki.... ....að taka leigubíl heim til mín og eiga kvöldstund sem við munum ALDREI gleyma?! Komdu krúsímús! Ta-taaa, vinur! Er ég vakandi? Hallóóó? Jájá.....hann hefur kannski heppnina með sér einstaka sinnum.... Hojj! Eigum við tvö ekki....
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.