Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 2
2 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Rannsókn á flugslysinu í Grikklandi: Skortur á súrefni og eldsneyti olli slysinu AÞENA, AP Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpversk flugvél missti afl og hrapaði norður af Aþenu í Grikk- landi fyrr í mánuðinum. 121 far- þegi og áhöfn létust í slysinu. Þetta kom fram í skýrslu grískrar rannsóknarnefndar sem kannar tildrög slyssins. Skýrslan skýtur stoðum undir þær kenn- ingar sem fram hafa komið um slysið, að farþegar og áhöfn hafi misst meðvitund vegna þess að loftþrýstingur féll í vélinni og að einhver hafi reynt að bjarga vél- inni skömmu áður en hún fórst. Daginn sem vélin hrapaði höfðu tvær herþotur flogið upp að henni til þess að athuga hvort eitt- hvað væri að því allt samband við vélina hafði rofnað. Sögðust flug- menn herþotnanna hafa séð að aðstoðarflugmaður farþegavélar- innar hefðu verið í öngviti og flug- maðurinn hvergi verið sjáanlegur. Þeir sáu jafnframt súrefnisgrím- ur hangandi í farþegarýminu. Líkamsleifar 118 farþega og áhafnar hafa fundist en þrír eru enn ófundnir. - sda Umhverfisstofnun sendir ráðherra tillögur að veiðistjórnun á rjúpu: Mega skjóta en banna› a› selja RJÚPNAVEIÐAR Umhverfisstofnun hefur sent umhverfisráðherra til- lögur að veiðistjórnun á rjúpu þegar veiðar mega hefjast að nýju í haust eftir tveggja ára alfriðun. Tillögurnar byggjast á því mati Náttúrufræðistofnunar Íslands að veiðiþol rjúpnastofnsins verði 70 þúsund rjúpur í haust og miða til- lögurnar að því að leyfa veiði- mönnum að skjóta hóflegt magn en sporna gegn atvinnuveiðum. Endanlegrar reglugerðar um- hverfisráðherra um rjúpnaveiðar er að vænta um næstu mánaða- mót. Umhverfisstofnun leggur til að sett verði sölubann á rjúpur og rjúpnaafurðir og veiðitímabilið verði stytt úr 69 dögum í 28 daga. Samkvæmt tillögunum hefst veiðitímabilið 19. október og stendur til 3. desember en ekki má veiða á sunnudögum, mánu- dögum og þriðjudögum. Enn fremur leggur Umhverfis- stofnun til að hrint verði af stað hvatningarátaki svo veiðimenn gæti hófs og skjóti ekki meira en tíu til fimmtán rjúpur á veiðitíma- bilinu, og rjúpa verði áfram frið- uð á Reykjanesskaga. - kk Óhæfur til yfirheyrslu Ekki liggur enn fyrir hvort ma›urinn sem gruna›ur er um a› hafa or›i› tví- tugum manni a› bana í húsi vi› Hverfisgötu á laugardag hafi játa› verkna›- inn. Ástand hans er me› fleim hætti a› ófært hefur veri› a› yfirheyra hann. LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heima- húsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknað- inn. Hinn grunaði var úrskurðað- ur í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laug- ardag og ætlar ekki að kæra úr- skurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrsl- ur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rann- sóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugar- dagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífg- unartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maður- inn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annar- legu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úr- skurðaður í gæsluvarðhald síð- degis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnar- lambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðs- ins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfir- heyrð nánar um tildrög atburðar- ins. hjalmar@frettabladid.is RANNSAKA DAUÐA MENEZES Ráðgjafar brasilísku ríkisstjórnarinnar komu til Lund- úna í gær. Embættismenn til Lundúna: Yfirheyra rann- sóknarnefnd LUNDÚNIR, BBC Tveir háttsettir brasilískir embættismenn komu til Lundúna í gær til að yfirheyra rannsóknarnefndina sem rannsak- ar drápið á Jean Charles de Menezes. Lögreglumenn skutu hinn 27 ára Brasílíumann til bana á lestarstöð í Lundúnum í júlí því þeir héldu að hann væri hryðjuverkamaður. Skýrsla sem rannsóknarnefndin hefur unnið lak í fjölmiðla fyrir skemmstu en í henni kom fram að fullyrðingar lögreglu um tildrög málsins væru ekki í samræmi við framburð vitna og myndir úr eftir- litsmyndavélum. ■ HÁTÍÐLEG ATHÖFN Á BESSASTÖÐUM Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti, Václav Klaus, forseti Tékklands, og Livia Klausová og Dorrit Moussaieff forsetafrúr ræða við börn á Bessastöðum. Forseti Tékklands: Kynnti sér orkusöguna STJÓRNMÁL Václav Klaus, forseti Tékklands, byrjar daginn í dag á því að funda með Halldóri Ás- grímssyni forsætisráðherra áður en haldið verður til Nesjavalla- virkjunar og Þingvalla klukkan tíu. Opinber heimsókn Klaus og eiginkonu hans, frú Liviu Klausová, hófst í gærmorgun með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum. Í gær ræddi Klaus við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís- lands, átti fund með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgar- stjóra Reykjavíkur, og kynnti sér áfanga í orkusögu þjóðarinnar auk hugmynda um nýtingu vetnis á fundi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. - óká Ertu hungraður í breytingar SPURNING DAGSINS Georg, eru› fli› papparassar? „Ef það hentar okkur þá getum við vel verið það.“ Starfsmaður Landhelgisgæslunnar ljósmyndaði varðskip á tökustað Flags of Our Fathers við litla hrifningu kvikmyndagerðarmannanna. Pappa- rassar (paparazzi) eru ljósmyndarar sem leitast við að mynda frægt fólk án samþykkis þess. Georg Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar. VETTVANGUR MORÐSINS Tuttugu ára gömlum manni var ráðinn bani í þessu húsi við Hverfisgötu á laugardagsmorgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Morðið á Gísla Þorkelssyni: Réttarhöldum fresta› DÓMSMÁL Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron, 28 ára, og Desiree Oberholzer, 43 ára, eiga að mæta aftur fyrir rétt 5. september. Þetta kemur fram á suður- afríska vefritinu Independent Online. Þar kemur einnig fram að Theron mun fara fram á að vera sleppt úr varðhaldi gegn tryggingu. Lík Gísla fannst 10. júlí falið í tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. Hann hafði verið skotinn í höfuðið. - ss FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BRAK KÝPVERSKU FLUGVÉLARINNAR SEM FÓRST Á GRIKKLANDI Talið er að fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur hafi vald- ið því að flugvélin hrapaði með þeim af- leiðingum að 121 farþegi og áhöfn létu lífið fyrr í mánuðinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN RJÚPUR Í KJARNASKÓGI Í rjúpnatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands síðastliðið vor kom í ljós að stofninn hefur meira en þrefaldast að stærð á undanförnum tveimur árum. NOREGUR STJÓRNIN FALLIN Þegar þrjár vikur eru til kosn- inga benda sumar skoðanakann- anir í Noregi til þess að stjórnin sé fallin. Ný könnun sjónvarps- stöðvarinnar TV 2 sem birt var í gærkvöldi leiðir í ljós að Kristi- legi þjóðarflokkurinn er að bæta við sig mestu fylgi, um tveimur prósentum, meðan vinstriflokkar missa mest. Landnemabyggðir Ísraela: Brottflutningi loki› á Gaza ÍSRAEL, AP Brottflutningi landnema gyðinga á Gaza lauk í gær, en Ísra- elsher mætti ekki andstöðu þegar farið var inn í Netzarim, síðustu landnemabyggðina, síðdegis í gær. Landnemarnir kvöddu með tár- um og voru svo fluttir á braut í brynvörðum bílum. Þar með lauk um fjörutíu ára landnámi á svæð- inu, en byggðirnar hafa verið taldar draga úr friðarhorfum í Miðaustur- löndum. Í tilefni dagsins hringdi Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu- manna, í Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, og ræddust þeir við í um fimm mínútur. Samtal þeirra er það fyrsta í tvo mánuði. Báðir hétu þeir því að vinna áfram að friði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.