Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 22
Gjafir Margir gifta sig á miðjum aldri og eiga þá þegar allt sem þeir þurfa í búið. Sniðugt getur þá verið að afþakka gjafir en biðja gestina frekar að mæta með vín með matnum, eða leggja fé til styrktar góðu málefni. [ ] TILBOÐSVIKA 11.-18. MARS 10-40% afsláttur af öllum vörum að auki 5% staðgreiðsluafsláttur ÓKEYPIS NAFNGYLLING FYLGIR ATSON-LEÐURVÖRUM Leðuriðjan ehf. Brautarholti 4, 105 Rvk. S: 561 0060 • atson@atson.is Opið: mán.-fös. 10-18 TILBOÐSDAGAR 22. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER Piparsveinar vita meira en eiginmenn um konur. Þess vegna eru þeir piparsveinar. H.L. Mencken Hafðu augu þín vel opin á meðan þú giftir þig en hálf- lokuð eftir það. Benjamin Franklin Sá sem vill eiga gallalausa unnustu giftist ekki. Búlgarskur Hjónaband er eins og býflugnabú þar sem hvort hjón- anna verður að láta í té meira hunang en það þarf sjálft. Samúel Butler Að elska er að gera sáttmála við sársaukann. Höf. ók. List hamingjunnar er fólgin í því að gleðjast yfir hinu smáa. Kínverskur málsháttur Hjartað stjórnast af eigin rökum, rökum sem rökfræðin mun aldrei skilja. Blaise Pascal Ástin er fallegur garður, hjónabandið akur með netlum. Finnskur málsháttur. Kvæntur maður ætti að gleyma mistökum sínum. Það er engin þörf á að tvær manneskjur muni alltaf það sama. Dewal Ó, þú hjónaband. Enn einn sigur vonarinnar yfir reynsl- unni. Johnson Hjónabandið er eina lífstíðarrefsingin sem er ekki stytt þrátt fyrir góða hegðun. Enskur málsháttur Hvað sem menn kunna að segja vissi Adam harla lítið um hvað paradís var fyrr en Eva kom til sögunnar. S. E. Brenner Ó, þú hjónaband! SPEKI UM HJÓNABANDIÐ OG ÁSTINA. Hvítir brúðarkjólar eru spánnýtt fyrir- brigði. Kjólar á kjóla ofan Í HVERJU VORU BRÚÐIRNAR EINU SINNI? Hvítir brúðarkjólar eru í raun spánný tíska. Í gamla daga völdu brúðir sér kjóla í öllum regnbog- ans litum og vildu með því sýna hversu glaðar þær væru yfir að vera loksins að gifta sig. Hvíta brúðarkjólatískan kom ekki til sögunnar fyrir alvöru fyrr en Vikt- oría Bretadrottning klæddist ein- um slíkum í brúðkaupi sínu. Það var því kristin kirkja sem í seinni tíð stimplaði hreinleikatákn á hvíta brúðarkjólinn. Brúðarmeyjar í eins kjólum eru aftur á móti mjög gamall siður. Upphaflega var besta vinkona brúðarinnar ávallt í eins kjól og hún til þess að rugla illa anda sem vildu ná sér niður á brúðinni og spilla væntanlegri framtíð hennar. Þessi tilhögun reyndist líka vel þegar hryggbrotnir von- biðlar gerðu tilraunir til þess að ræna brúðinni áður en hún næði að ganga í hjónaband. Aringrind sem sniðugt er að nota sem gluggaskraut eða bara hafa frístandandi með logandi kertum á hráslagalegum vetrarkvöldum. 6.900 krónur í Borð fyrir tvo. Fondú er skemmtilegur og félagslegur matur. Fondúpottur 8.900 krónur í Duka. Rúmteppi á 14.900 úr Tékk-Kristal en með því fylgja tveir púðar í stíl. Fallegar og óvenjulegar brúðargjafir sem koma á óvart. Það getur verið snúið að velja brúð- argjöf, einkum ef brúðhjónin eru fjarskyldir ættingjar eða gamlir vinir sem sambandið hefur rofnað við. Sumir leysa málið með því að fara í verslanir og kaupa þar gjafir eftir pöntunarlistum frá brúðhjónun- um. Öðrum finnst það ópersónulegt og vilja frekar velja eitthvað sjálfir en fá ein- hvern veginn engar hugmyndir. En ekki örvænta - það er hægt að finna margt fag- urra og notadrjúgra gripa sem gaman er að gefa góðum hjónum. Þetta eru gripir sem þeim dettur kannski ekki í hug að þau langi í eða vanti en verða svo helsta heimilisprýðin. Persónulegir, fallegir – og kannski aðeins öðruvísi. Fallegar og óvenjulegar veggklukkur. 6.500 og 8.900 krónur í Borð fyrir tvo. Aðeins öðruvísi brúðargjafir Flottur kálfaskinnspúði úr Tékk-Kristal á 7.490 krónur. Fallegar myndir í öllum stærðum eftir ís- lenska listamenn frá 5.000 krónum. Þessi fæst í Gallerí Fold, er eftir Þórdísi Elínu Jóelsdóttur og kostar 5.300 krónur. Dekurkarfa úr Lush full af nautnavarningi, Kostar 4.970 krónur. Bítlavasar á 7.900 krón- ur stykkið og Bítla- diskur 11.900 í Duka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.