Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 33
21ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2005 Norska hátæknifyrirtækið Opera Software, sem er stofnað af Íslend- ingnum Jóni S. von Tetzchner, hagn- aðist um 76,4 milljónir króna fyrir skatta og fjármagnsliði á öðrum árs- fjórðungi. Er það rúmlega þrefalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. Tekjur félagsins námu tveim- ur milljörðum króna á fjórðungnum og er það 74 prósenta aukning frá því í fyrra. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að 6,7 milljónir farsíma styðjist við netvafra frá Opera og að fjöldinn hafi rúmlega tvöfaldast á einu ári. Í tilkynningu frá Opera segir að gert sé ráð fyrir því að afkoma félags- ins fyrir árið í heild verði sú besta frá upphafi. - jsk Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.541,11 Fjöldi viðskipta: 174 Velta: 1.225 milljónir +0,44% MESTA LÆKKUN Actavis 41,70 -0,71% ... Bakka- vör 41,30 +0,49%... Burðarás 17,40 +0,00%... FL Group 15,70 +1,95% ... Flaga 4,14 +0,00% ...HB Grandi 8,55 -1,16% ... Ís- landsbanki 15,00 +1,35% ... Jarðboranir 21,20 +0,47% ... KB banki 583,00 +0,34% ... Kögun 57,80 +0,17% ... Landsbankinn 21,10 +0,48% ... Marel 62,90 +0,00% ... SÍF 4,85 +0,21% ...Straumur 13,40 +0,00% ... Össur 88,50 -0,56% FL Group +1,95% Íslandsbanki +1,35% Bakkavör +0,49% HB Grandi -1,16% Actavis -0,71% Össur -0,56% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Hagna›ur Opera flrefaldast Alls sty›jast nú 6,7 milljónir farsíma vi› netvafra frá Opera. KEYPT Í MATINN Verðbólga mun aukast um 0,9 prósent í september gangi spá Greiningardeildar KB banka eftir. Ver›bólga eykst í september Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,9 prósent í septem- ber samkvæmt Greiningardeild KB banka. Gangi spáin eftir verð- ur tólf mánaða verðbólga 4,2 pró- sent. Á vef Greiningardeildarinnar segir að rætur verðbólgunnar megi nær eingöngu rekja til hækkunar á fasteignaverði. Neysluverð án húsnæðis hefur að- eins hækkað um 0,1 prósent síð- astliðið ár. Verðbólga í löndum Evrópska efnahagssvæðisins er lægst á Ís- landi. - jsk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A JÓN S. VON TETZCHNER, STOFNANDI OPERA SOFTWARE Hagnaður Opera nam á öðrum ársfjórðungi 76,4 milljónum króna. Er það þrefalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. ENN HÆKKAR FASTEIGNAVERÐ Fasteigna- verð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði ell- efta mánuðinn í röð. Það hækkaði um 3,4 prósent í júlí frá fyrri mánuði. Ellefu mána›a hækkun Sérb‡li hækkar meira en fjölb‡li. Fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu í júlí hækkaði um 3,4 pró- sent frá mánuðinum áður. Þetta var ellefti mánuðurinn í röð sem vísitalan hækkar, samkvæmt töl- um frá Fasteignamati ríkisins. Sérbýli hækkaði heldur meira en fjölbýli á milli mánaða eða um 3,9 prósent samanborið við 3,2 prósenta hækkun í fjölbýli. Undanfarna sex mánuði hefur fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu hækkað um rúman fimmtung og um tæp 40 prósent á liðnu ári. Sérbýli hefur hækkað um 48 prósent á einu ári en verð á fjöl- býli um 37,3 prósent. - eþa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HÆKKUN FASTEIGNAVERÐS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Mánuður Hækkun frá fyrra mánuði Febrúar 5,0 prósent Mars 2,4 prósent Apríl 3,9 prósent Maí 3,8 prósent Júní 0,7 prósent Júlí 3,4 prósent

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.