Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 46
34 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Jón Karl Helgason, fræðimaður og for-leggjari hjá bókaútgáfunni Bjarti, bætt- ist nýlega í stöðugt stækkandi hóp Ís- lendinga sem úttala sig um allt og ekkert á persónulegum bloggsíðum. Jón Karl er lunkinn kenningasmiður og hefur meðal annars leitað að höfundi Njálu í víðu samhengi. Blogg sitt nefnir Jón Karl Gráa svæðið og birtir það á slóðinni http://tjonbarl.blogspot.com. Hann beinir ekki síst glöggu auga sínu að þjóðfélag- inu og les úr hinum ýmsu táknum sem birtast í umhverfinu og þannig varð hann fyrir hugljómun í biðröðinni við kassann í Bónus og setur fram áhugaverða kenn- ingu í nýjustu færslu sinni um það hvern- ig Jón Ásgeir Jóhannesson og félagar í Baugi geta grætt á Baugsmálinu. „Þegar eigendur Baugs sáu hvert stefndi settust þeir niður og spurðu sig sömu grundvall- arspurningar og Ragnar í Smára. Fram undan var lögreglurannsókn, ákærur, söguleg réttarhöld, pólitískar samsæris- kenningar; með öðrum orðum efni sem fjölmiðlar gætu gert sér stórkost- legan mat úr, efni sem ætti eftir að selja, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Já, spurningin var: Hvernig getum við grætt á þessu? Og svarið var einfalt: 365 miðlar“. Hollywood-sjarmörinn og leikarinnmeð barnsandlitið Ryan Phillippe er eins og alþjóð veit staddur á Íslandi við tökur á næstu mynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers. Þótt Eastwood sé þekktur fyrir að halda uppi heraga á tökustað hefur Ryan náð að djamma vel í Reykjavík og hefur síður en svo látið aftra sér í kvennamálum að hann sé gift- ur eðalleikkonunni Reese Witherspoon og eigi með henni tvö börn. Miklar sögur fara af afrekum Ryans á stúlkna- veiðum á börum borgarinnar og nú síð- ast fór hann mikinn á Café Oliver. Kapp- inn komst þó að því um helgina að það getur þurft meira en fríða snoppu og þekkt nafn til þess að táldraga íslenskar meyjar en ein þeirra sneri snarlega við honum bakinu eftir að hann hafði gerst svo djarfur að gefa henni upp númerið á hótelherberginu sínu. LÁRÉTT 1 skyndilega 6 matjurt 7 forfaðir 8 tímaeining 9 fornafn 10 ...faldur 12 ætt 14 leikföng 15 sjó 16 klaki 17 langar 18 dreifa. LÓÐRÉTT 1 ílát 2 lík 3 mjöður 4 óvar- kárni 5 að 9 pappírsblað 11 styrktartré 13 skartgripur 14 gyðja 17 hætta. LAUSN 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Frumkvöðullinn í gerð hljóðgervla, dr. Robert Moog, er látinn 71 árs að aldri. Á meðal þeirra hljómsveita sem notuðu hljóðfærin hans voru Bítlarnir, The Doors og Kraftwerk. „Hann og Don Buchla voru í þessu. Buchla var meira í til- raunapælingum og hippastemningu og vildi til dæmis ekki vera með nótur á sínum hljóðgervlum,“ segir listamaðurinn Birgir Örn Thorodd- sen, sem þekkir vel til dr. Moog. „Það er flott sánd í þessu. Þetta eru vel hannaðar græjur og músíkalsk- ar.“ Dr. Moog smíðaði sinn fyrsta hljóðgervil þegar hann var fjórtán ára og árið 1964 gerði hann Mini- Moog, fyrsta handhæga hljóð- gervilinn. Hljómsveitin The Beach Boys notaði hljóðgervil hans í lag- inu Good Vibrations árið 1966 en það var ekki fyrr en tveimur árum síðar sem dr. Moog varð þekkt nafn í tónlistarbransanum. Þá notaði Walter Carlos hljóðgervil hans á G r a m m y - v e r ð l a u n a p l ö t u n n i Switched-On Bach, sem ruddi veg- inn fyrir þróun raftónlistar. „Ef hann hefði ekki gert þessa minni hljóðgervla hefði raftónlist- arsenan þróast miklu seinna,“ segir Bibbi. Aðspurður segir hann að hljóðgervill hermi eftir hljóðum sem við þekkjum úr umhverfinu með rafmerkjum. „Þessir elstu hlið- rænu hljóðgervlar eins og dr. Moog bjó til unnu með rafmerkin fram og til baka. Það er auðvelt að búa til skrítin hljóð og eiginlega ótakmark- að hvað er hægt að gera með þessu. Núna eru komnir hljóðgervlar í tölvur sem eru að herma eftir þess- um gömlu græjum,“ segir hann. ■ Dr. Robert Moog bjó til skrítin hljóð BIBBI Birgir Örn Thoroddsen þekkir vel til dr. Robert Moog sem er nýlátinn. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Í Portugal og Spáni. Hannes Hlífar Stefánsson. 14 stiga forskot. Jón Ólafsson, sem borið hefur titil- inn kynþokkafyllsti karlmaður Ís- lands, og Hildur Vala, söngfugl og Idol-stjarna, eru að hittast. Ekki bara til að spila saman tónlist held- ur eru þau farin að rugla saman reytum. Jón vildi lítið um þetta mál tala en sagðist vera feginn að vera ekki lengur í felum með það. Hann vildi frekar tala um slakt gengi Þróttara í deildinni, en þeir töpuðu fyrir ÍBV á Íslandsmótinu á sunnu- daginn og eru í bullandi fallbar- áttu. „Hefði ég æft eins og maður væri ég örugglega á bekknum, 42 ára gamall,“ sagði hann og kenndi vindinum í Eyjum um úrslitin. „Þeir kunna að spila í svona roki. Sparka bara boltanum hátt upp í loftið og svo fýkur hann inn,“ út- skýrði Jón og hló. Hann bætti við að Köttarar, stuðningsmenn Þrótt- ar, hefðu þrátt fyrir úrslitin verið í miklu stuði úti í Eyjum. Talið barst þó snögglega aftur að þessu nýjasta pari í tónlistar- heiminum en Jón var ákaflega fá- máll. „Maður er ekkert að hugsa um svona hluti heldur gerast þeir bara,“ sagði hann. Mál Paulu Abdul, sem er dóm- ari í bandarísku Idol-keppninni, hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu í fjölmiðlum þar vestra. Hún var sökuð um að hafa átt í ástarsambandi við Corey Clarke, sem tók þátt í keppninni fyrir ári, og hafa aðstoðað hann með lagaval. Mikil rannsókn fór fram innan Fox-sjónvarpsstöðvar- innar og var Abdul hreinsuð af ásökunum. Blaðamanni lék því for- vitni á að vita hvort eitthvað slíkt væri fyrir hendi en Jón hló bara. „Það er svo langt síðan að Idol- keppnin var og þetta gerðist bara í sumar,“ sagði hann og þar við sat. Ástin og rómantíkin hefur heldur betur blómstrað í kringum Idol-keppni Stöðvar 2 síðan þátt- urinn hóf göngu sína fyrir þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Jón og Hildur Vala tíunda parið sem sprettur upp í kringum hana. Það gæti því allt eins verið að einhverjir af þeim rúmlega fjórtan hundruð sem skráðu sig í keppnina núna gætu átt eftir að finna ástina í sínu lífi. Hún er því orðin miklu meira en bara söngkeppni. freyrgigja@frettabladid.is JÓN ÓLAFSSON OG HILDUR VALA: MÚSÍKALSKT PAR Ást og hamingja í kring- um Idol- keppnina FRÉTTIR AF FÓLKI SEM ER? iPodinn er nánast orðinn almannaeign líkt og farsím- inn. Eina vandamálið er að þegar hann er tengdur við græjurnar er hann bara lítið og leiðinlegt tæki. Nú hafa hönnuðir hjá fyrirtækinu Speck hins vegar búið til umbúðir utan um þetta vinsæla tæki sem bæði vernda hann og eru mannsins gaman. Þetta er lítill skrýtin kall sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki og tekur við öllum gerðum af iPod-spilaranum. HVERNIG VIRKAR ÞAÐ? iPodinum er stungið ofan í iGuy og nýtur þannig verndar frá misvitrum vinum og handóðum börnum. Það sem er hins vegar aðalmálið hjá iGuy er að það er hægt að beygja hann á alla kanta og hafa hann í hvers kyns stellingum. Hann er því bæði ákaflega snið- ug lausn fyrir þá sem hafa lengi velt því fyrir sér hvern- ig er hægt að vernda iPodinn og gefur iPodinum nýtt skemmtanagildi. HVAR FÆST ÞAÐ? iGuy er hægt að panta á heimasíðu Speck, www.speckproducts.com. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ iGuy kostar rúmar tvö þúsund krónur án sendingar- kostnaðar. ... fá FH-ingar fyrir að næla sér í Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. HRÓSIÐ DÓTAKASSINN Eykur skemmtanagildi iPodsins GUY FYRIR IPOD FRÁ SPECK HILDUR VALA Hildur hefur sungið með Stuðmönnum í sumar en hún gaf út plötu undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar. JÓN ÓLAFSSON Jón var ánægður með lífið og tilveruna þrátt fyrir slakt gengi Þróttara í knattspyrnu. Hann vildi lítið tala um samband sitt og Hildar Völu. LÁRÉTT:1Snöggt, 6Kál,7Ái,8Ár, 9Öll, 10Þre,12Kyn, 14Dót,15Sæ,16Ís,17 Vil, 18Strá. LÓÐRÉTT:1Skál,2Nár, 3Öl,4Gáleysi, 5Til, 9Örk,11Póst,13Næla,14Dís,17 Vá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.