Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 12
23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR ÍSAFJARÐAR 4.799kr. Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 4.999kr. Verð miðast við flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is EGILSSTAÐA 5.699 Milli Reykjavíkur og kr. HORNAFJARÐAR 5.899 Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 3.499kr. Milli Akureyrar og GJÖGURS 4.999kr. Milli Reykjavíkur og SAUÐÁRKRÓKS 4.999kr. Milli Reykjavíkur og BÍLDUDALS 4.999 Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 4.499 Milli Akureyrar og kr. kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 93 14 08 /2 00 5 flugfelag.is 4.399kr. Milli Reykjavíkur og VESTMANNAEYJA 24. - 30. ágúst BANDARÍKIN Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, hefur komið upp um par í Ohio-ríki sem ætlaði að selja fimmtán ára stúlku í skipt- um fyrir pakka af krakki. Nota átti stúlkuna í vændi. Parið keyrði um hundrað kílómetra leið frá heimili sínu til að afhenda stúlkuna eitur- lyfjasala í Pittsburgh í Pennsyl- vaníu. Parið, sem er á fimm- tugsaldri, var handtekið í bíl sínum í Pittsburgh snemma morguns á þriðjudag í síðustu viku. Fórnarlambið fannst einnig í bílnum, og auk hennar þrettán ára stúlka. Parið hafði þegar misnotað báðar stúlkurn- ar kynferðislega. Stúlkurnar höfðu báðar hlaup- ist að heiman, önnur hafði strokið úr unglingafangelsi í Ohio. Skötuhjúin eiga yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangavist verði þau fundin sek um að ætla að fá einstakling undir lögaldri til að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi. Stúlkunum hefur verið komið fyrir á fósturheimilum en parið mætti fyrir rétt í gær. - sda Par í Ohio í Bandaríkjunum á yfir höfði sér þrjátíu ára dóm verði það sakfellt: Hug›ust selja stúlku fyrir eiturlyf UNGLINGSSTÚLKUR Í VÆNDI Í BANDARÍKJUNUM Par í Ohio í Bandaríkjunum er nú fyrir rétti fyrir áform um að selja fimmtán ára stúlku í vændi í skiptum fyrir skammt af krakki. NAUTAKJÖT Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sig- urður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigð- isástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upp- lýsingadeildar stofnunarinnar seg- ir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Al- þjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem sett- ar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutn- ing á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru ann- að hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vís- indalegu áhættumati. „Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu,“ segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrð- ingar Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra ekki réttar að því leyti. „Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóða- samningum,“ segir Sigurður. „En þá vaknar spurningin: „Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nauta- kjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú?“ Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. „Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð,“ bætir hann við, „þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta.“ jss@frettabladid.is Hægt a› fá gott ós‡kt nautakjöt frá Argentínu Samtök verslunar og fljónustu hafa fengi› svar vi› fyrirspurn um heilbrig›i naut- gripa í Argentínu. Samkvæmt Alfljó›ad‡raheilbrig›isstofnuninni er nautakjöt fla›an í lagi. Forma›ur samtakanna gagnr‡nir landbúna›arrá›herra. NAUTGRIPIR Í ARGENTÍNU Þessa myndarlegu hjörð ræktunargripa er að finna á búgarði ríflega 100 kílómetra frá Buenos Aires. Þar eru 2.700 nautgripir haldnir undir beru lofti. Stofninn, sem heitir AnGus, er útbreiddur í Argentínu og þekktur fyrir að gefa af sér einstaklega ljúffengt kjöt og vera afurðamikill. Landbúnaðarráðherra um argentíska nautakjötið: Höfum varú›ina a› lei›arljósi NAUTAKJÖT Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra segir að í svari Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunar- innar til Samtaka verslunar og þjónustu um heilbrigði nautakjöts í Argentínu sé ekkert nýtt. „Við höfum varúðina að leiðar- ljósi og margar þjóðir sem fara eftir WTO-samningum og SPS- reglunum setja alls konar fyrir- vara, vilja rannsaka lönd betur og skoða nánar áður en þær opna löndin,“ segir ráðherra. „Þetta er réttur okkar, en snýr hvorki að verði né skorti. Fyrirtæki eru að flytja víða annars staðar að þar sem bæði gott og ódýrt nautakjöt er framleitt.“ Guðni sagðist ítreka að Argent- ína væri tvískipt land. Fyrir lægi að gin- og klaufaveiki hefði verið í öðrum hlutanum fyrir tveimur árum. Einnig lægi fyrir að enn væri verið að sprauta dýrin í þeim hluta við veikinni. „Ég er með mestu sérfræðinga WTO-samninganna mér við hlið þegar ég tek þessa ákvörðun,“ sagði Guðni. Hann bætti við að eitt stærsta mál neytandans í dag væri það að ekki væri verið að nota lyf í dýrin. - jss GUÐNI ÁGÚSTSSON Segir stærsta mál neyt- andans í dag að ekki sé verið að nota lyf í dýrin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.