Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2005 13 ESB styrkir: Íslensk verkefni fá 80 milljónir STARFSMENNTUN Þrjú íslensk verk- efni fá samtals um áttatíu millj- ónir í styrk frá Leonardo Da Vi n c i - s t a r f s m e n n t a á æ t l u n Evrópusambandsins. Sjö íslenskir aðilar sóttu um. Þeir sem fá styrkina eru Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Markmið Leonardo-áætlunar- innar, sem fór af stað árið 1995, er að ýta undir ný viðhorf í stefnumótun og geta af sér nýj- ungar í starfsmenntun atvinnu- lífs og menntakerfis. - grs BASRA, AP Flugvél frá útlöndum lenti í fyrsta skipti í fimmtán ár í Basra, nærststærstu borg Íraks, í gær en þá komst millilandaflug á að nýju eftir langt hlé, við mikinn fögnuð heimamanna, að því er AP- fréttastofan skýrir frá. Flugsamgöngur hafa verið milli Basra og Bagdad, en 550 kílómetrar eru milli borganna. Vélin, sem er í eigu Phoenix Air-flugfélagsins, kom frá Dubai með 22 farþega en félagið áætlar að fljúga tvisvar í viku milli Dubai og Basra. Millilandaflug lagðist af 1990 eftir að Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptabann á Írak í kjölfar inn- rásar Íraka í Kúvæt. Stefnt hefur verið að því að opna að nýju milli- landaflugvelli víðs vegar um Írak eftir að ríkistjórn Saddams Hussein var komið frá. Stjórnend- ur flugfélaga hafa hins vegar verið hikandi við að fljúga til landsins vegna þess að árásir hafa verið gerðar á flugvélar sem taka á loft eða lenda á alþjóðlega flugvellin- um í Bagdad. Þá er tryggingargjald á flugvélum sem fljúga til og frá Írak í hærri kantinum. - sda Millilandaflug að nýju til Basra í Írak: Fyrsta farflegaflugi› flanga› í fimmtán ár FYRSTA MILLILANDAFLUGIÐ TIL BASRA Í 15 ÁR Farþegar ganga út úr fyrstu útlensku flugvél- inni sem lendir í Basra, næststærstu borg Írak, í fimmtán ár. Millilandaflug lagðist af 1990 eftir að Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptabann á Írak í kjölfar innrásar Íraka í Kúvæt. HANDRIT SNILLINGSINS Það ber heitið „Skammtafræði einatóma kjörgass“. Uppkast eftir Einstein: Stúdent fann handriti› AMSTERDAM, AP Handrit að ritgerð sem Albert Einstein birti árið 1925 fannst í skjalasafni Leiden-háskóla í Hollandi á dögunum. Titill handritsins er „Skammta- fræði einatóma kjörgass“, en þar er því haldið fram að við alkul minnki orka frumeinda sumra gas- tegunda svo mikið að þær þjappi sér saman í einn stóran klump. Handritið er vel með farið en meistaranemi í eðlisfræði við skól- ann fann það þegar hann leitaði að heimildum í ritgerð sína. Einstein kom oft til Leiden á þriðja áratugnum en þar bjó vinur hans Paul Ehrenfest eðlis- fræðingur. ■ Saklausir fangar: Fá engar bætur LOUISVILLE, AP Fangar í Bandaríkj- unum sem hafa ranglega verið dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki eiga í miklum erfið- leikum með að sækja bætur frá ríkinu. Um 160 föngum hefur verið sleppt úr haldi vegna nýrra DNA- rannsókna sem leiddu í ljós að þeir gátu ómögulega hafa framið glæpinn sem þeir voru dæmdir fyrir. Aðeins sautján þeirra hafa fengið greiddar bætur frá yfir- völdum vegna mistakanna. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR MEIDDIST Í BAKI Í BÍLVELTU Flytja þurfti bandarískan ferða- mann með sjúkrabíl til Reykja- víkur snemma í gærmorgun vegna bakmeiðsla sem hann hlaut þegar bifreið sem hann ók valt í Eldhrauni, skammt vestan Kirkjubæjarklausturs. Tveir voru í bifreiðinni, sem talin er ónýt eftir slysið. ÆÐARKOLLUR DREPNAR Í VOPNAFIRÐI Lögreglan á Akur- eyri yfirheyrði tvo menn sem grunaðir eru um að hafa drepið sjö æðarkollur við Straumeyrar- brú við Nípslón í Vopnafirði í fyrradag. Æðarvarpið er friðlýst og hafði bóndinn sem þar býr fyrr um daginn sleppt nokkrum ungum sem aldir höfðu verið heima. Urðu þeir fyrir barðinu á mönnunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.