Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 20
Andleg heilsa Góð andleg heilsa er gulls ígildi og miklu skiptir að viðhalda henni. Vertu með- vituð/-aður um hvað gerir þig ánægða(n) og hvað ekki. Ekki stressa þig of mikið á því sem þú ræður ekki við og reyndu að halda í jákvæðnina.[ ] STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet/heilsuhorn.is Erum flutt að Skólavörðustíg 16 í stærra og glæsilegra húsnæði. Margar nýjar vörur og tilboð. *tilbúnir réttir beint í ofninn, *ekta ítalskur ís og margt fleira. Verið velkomin á Skólavörðustíginn Yggdrasill Lífrænt ræktaðar vörur frá 1986 • S: 562 4082 Byggir upp eðlilega flóru í maga og meltingarvegi Framúrskarandi fyrir MELTINGUNA Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Opið virka daga kl. 10-20 laugardaga kl. 10-17 Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n Hlaupa úti á aðfangadag Systurnar Bryndís og Martha Ernstsdætur komu, sáu og sigruðu á Reykjavíkurmaraþoninu síðustu helgi. Dagbjartur Daði sonur Mörthu er með þeim á myndinni. Systurnar Martha og Bryndís Ernstsdætur slógu heldur betur í gegn í Reykjavíkur- maraþoninu síðustu helgi þar sem Bryndís vann heilmara- þonið og Martha hálfmara- þonið. Bróðir þeirra Sveinn hljóp einnig og var annar í karlaflokki í hálfmaraþoninu. Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra systra. „Þetta er fjórða heilmaraþonið sem ég keppi í og ég er bara mjög ánægð með árangurinn, enda bætti ég tímann aðeins,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, sigurvegari kvenna í heilmaraþoni í Reykja- víkurmaraþoninu sem fram fór síðastliðinn laugardag. Systir hennar Martha hljóp hálfmaraþon og vann með glæsibrag, og ekki í fyrsta sinn. „Ég hef verið með í Reykjavíkurmaraþoninu frá 1984 og kannski sleppt því fjórum sinn- um, og ég er bara sátt miðað við undirbúning,“ segir Martha. Systurnar hlæja báðar þegar þær eru spurðar hvort þær séu með svona góð gen og segja það eflaust hafa eitthvað að segja. „Annars geta allir hlaupið,“ segir Martha. Bróðir þeirra Sveinn keppti einnig í hálfmaraþoninu og kom annar í mark. „Við erum nú ekki alin upp í neinu sérstöku íþróttaumhverfi, við yngri systk- inin höfum bara elt Mörthu. Fyrst var hún í sundinu og þá syntum við og svo fór hún að hlaupa og við bara eltum, ef hún færi í ballett þá færum við í ballett,“ segir Bryndís og hlær. Systurnar hlaupa mjög mikið saman og oft ásamt bróður sínum og jafnvel mökum og börnum. „Fólki finnst við mjög skrítin þegar við förum öll saman klukkan fjögur á aðfangadag, stór hópur út að hlaupa. En okkur finnst þetta æðislegt,“ segir Martha. Þær segja það mikla hvatningu að hlaupa saman og það hafi eflaust skipt sköpum hvað árangurinn varðar. „Það kemur sjaldan fyrir að við séum báðar svo latar að við förum ekki út að hlaupa, önnur dregur út hina sem er löt,“ segir Martha. Þær hafa báðar hlaupið erlend- is þótt Martha hafi sennilega hlaupið mun oftar en Bryndís. Ekki eru þær að baki dottnar og svara því játandi þegar þær eru spurðar hvort til standi að hlaupa annað maraþon á næstunni. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvert ég fer,“ segir Bryndís og tekur Martha í sama streng. „En það verður eitthvað með vorinu,“ segir Martha. Aðspurðar hvort í þeim sé mikið keppnisskap ber þeim ekki alveg saman. „Já ég held það sé ansi mikið,“ segir Martha, en Bryndís segir: „Ég er að æfa því það er svo gaman að hreyfa sig, því það er svo góður lífsstíll. Það er ekki árangurinn sem teymir mig áfram heldur leiðin,“ segir Bryndís. Báðar segjast þær hlaupa oft í viku og Martha segist jafnvel hlaupa átta sinnum í viku. „Já ég fer stundum tvisvar á dag, ég er líka að hlaupa með saumaklúbbn- um, og hittumst við tvisvar í viku og hlaupum áður en við förum í vinnuna,“ segir Martha og lætur augljóslega aldrei sleppa frá sér stund til að hlaupa. „Ég horfi bara ekki á sjónvarpið, þá hef ég tíma til að hlaupa,“ segir Bryndís. kristineva@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.