Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2005 29 „Yfirskriftin á tónleikunum er Stríð og friður,“ segir fiðluleikarinn Auð- ur Hafsteinsdóttir en hún og píanó- leikarinn Anna Guðný Guðmunds- dóttir leiða saman hesta sína í sum- artónleikaröð á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Yfirskrift tón- leikanna vísar í sögulegan bak- grunn verkanna sem tónlistakon- urnar koma til með að flytja. Áhorfendum gefst kostur á að hlýða á tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó aðra í dúr og hina í moll eftir þá Edward Grieg og Sergej Prokofi- ev. „Sónata númer eitt eftir Prokofi- ev hefur lengið verið draumasónata hjá mér. Verkið var samin á stríðs- árunum og eftir stríð og innihaldið er eftir því,“ en Prokofiev samdi sónötuna á árunum 1938-1946 og þykir verkið undir áhrifum stríðs- hörmunga og þeirri kúgun og von- leysis sem gætti í Rússlandi Stalíns. „Ég valdi því bjartsýnissónötu Griegs sem mótvægi við verk Prokofie,“ en sónata Griegs númer eitt er full af æskufjöri. Tónleikarnir og óður Auðar og Önnu Guðnýjar til stríðs og friðar hefst klukkan 20.30 í kvöld. ■ Don Cheadle heimsótti í fyrsta skipti Hótel des Milles í Rúanda. Það var gert ódauðlegt í kvikmynd- inni Hótel Rúanda þar sem leikar- inn fór á kostum sem hótelstjórinn Paul Rusesabagina en hann bjarg- aði meira en þúsund manns frá þjóðarmorðunum þar í landi árið 1994. Cheadle hafði aldrei séð sögu- staðinn þar sem Hótel Rúanda var að mestu leyti tekin upp í Suður- Afríku. „Ég hef sogast að þessu svæði og mig langar að beina at- hygli umheimsins að aðstæðum þessarar heimsálfu,“ sagði leikar- inn en hann var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í mynd- inni. Cheadle hitti forseta Rúanda Paul Kagame þegar myndin var frumsýnd í Úganda. Hann heimsótti einnig flóttamannabúðir í norður- hluta Úganda en talið er að tæplega ein og hálf milljón Úgandabúa séu á flótta undan morðum og nauðgun- um Uppreisnarhers Drottins. Chea- dle ræddi enn fremur við ungar stúlkur sem hafði verið þröngvað í hjónaband og sagðist ekki geta ímyndað sér hörmungarnar sem fólkið gengi í gegnum. Cheadle er að skrifa bók í sam- starfi við John Prendergast um ástandið í Afríku. Hann sagðist vona að bókin varpaði ljósi á hvað Bandaríkjamenn geti gert í málefn- um Afríku. Það kom honum á óvart hversu sterkt von lifir í hjörtum íbúanna þrátt fyrir hrikalegar að- stæður. „Það er hún sem heldur þeim á lífi“. ■ Poppsöngkonan Ashlee Simpson,sem hefur um nokkurn tíma átt í hatrömmum deilum við leikkonuna Lindsay Lohan, hefur nú gefið út nýtt lag sem ber nafnið I didn’t steal your boyfriend, eða „Ég stal ekki kærastanum þínum“. Mörgum finnst textinn ansi persónulegur þar sem eitt helsta deiluefnið var einmitt að Lindsay fannst Ashlee stela af sér kærastanum sínum, Svona var það ‘76 leik- aranum Wilmer Vald- errama. Ashlee og Wil- mer hafa sést mikið saman undanfarið en þrátt fyrir það neitar hún því að nokkur rómantík sé í loftinu. Will & Grace-leikkonan DebraMessing stefnir nú ótrauð að því að styrkja feril sinn sem kvik- myndaleikkona. Það er þó eitt ljón í veginum og það er Jennifer Ani- ston. „Debra er meira en til- búin að snúa sér að kvik- myndaleik og kom sterklega til greina fyrir tvö góð hlutverk nýlega. Jennifer Aniston hreppti hins vegar bæði hlutverki og Debra óttast að þessi samkeppni verði henni að falli í framtíð- inni,“ sagði vinkona leikkonunnar. „Debra er samt ekki stressuð enn og segist vona að Jenni- fer finni sér kærasta og taki sér frí - í eitt ár eða svo!“ Það gengur þó ekki alltsvo vel hjá Jennifer Aniston, sem er miður sín yfir hegðun brátt fyrr- verandi eiginmanns síns Brads Pitt. „Daginn sem þau skrifuðu yfir- lýsingu um skilnað sinn, ákváðu þau að byrja ekki opinberlega með neinum í hálft ár,“ sagði vinur leikkon- unnar. „Jen finnst Brad hafa brotið þetta sam- komulag með miklum samvistum sínum við Ang- elinu Jolie.“ Jennifer hefur lítið tjáð sig um skilnaðinn en lét þó hafa eftir sér í viðtali við Vanity Fair að hún væri afar sár og niður- brotin yfir þessu öllu saman. „[Brad] hlýtur að vanta nærgætnishlutann í heilann,“ sagði hún þegar blaða- maður tímaritsins spurði hana um allar þær myndir sem birst hafa af Brad og Angelinu. American Pie-leikkonan Tara Reidhefur loks viðurkennt að hafa farið í brjóstastækkun. Mikið hefur verið rætt um gífurlega stækkun barms hennar á stuttum tíma en hingað til hefur hún neitað því að hafa farið í aðgerð. „Já, ég fór í brjóstastækkun! Ég meina, allir gera það. Ég skil ekki af hverju ég fæ svona mikla athygli út á það?“ Tara sem undanfarið hefur verið þekktari fyrir að skemmta sér á börum en nokkuð ann- að vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þeg- ar hún missti niður hlýra á kjól sínum og beraði annað brjóstið en þá sáust augljós ör eftir inn- grip skurðað- gerðar. FRÉTTIR AF FÓLKI Cheadle í Rúanda HÓTEL RÚANDA Paul Rusesabagina bjargaði þúsund íbúum Rúanda frá þjóðar- morðunum í landinu. Don Cheadle, sem túlkaði hótelstjórann í kvikmyndinni, heim- sótti hótelið fræga og kynnti sér aðstæður flóttafólks í Úganda. Strí› og fri›ur í Sigurjónssafni TÓNLEIKAR Anna Guðný Guðmundsdótt- ir og Auður Hafsteinsdóttir leika sónötur eftir Grieg og Prokofief í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.