Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 10
PÁFINN Á HEIMLEIÐ Benedikt XVI páfi sit-
ur um borð í flugvél á leið heim til Vatík-
ansins eftir heimsókn til heimalands síns,
Þýskalands. Meira en milljón manns komu
saman í Köln til þess að hlýða á messu
páfa á sunnudag.
10 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Hollendingar óttast fuglaflensusmit frá Rússlandi:
Loka alla hænsnfugla inni
FUGLAFLENSA Yfirvöld í Hollandi
ætla að leggja bann við því að
bændur hafi hænsnfugla sína
utandyra, í því skyni að sporna
gegn útbreiðslu á fuglaflensu.
Óttast er að hollensk hænsni
smitist af fuglaflensu komist þeir í
snertingu við farfugla frá Rúss-
landi þar sem vart hefur orðið við
vírusinn, að því er skýrt er frá á
fréttavef BBC.
Sérfræðingar Evrópusam-
bandsins í dýralækningum hittast í
vikunni til að ræða úrræði Hollend-
inga. Þjóðverjar hafa lýst því yfir
að þeir hyggi á viðlíka viðbrögð.
Frá og með gærdeginum eru
því fimm milljónir hænsna, sem
áður fengu að valsa um úti, komn-
ar undir þak ásamt þeim áttatíu
milljónum fugla sem áður voru
geymdar í búri.
Hollendingar eru einn stærsti
útflytjandi kjöts í heiminum.
Fyrir tveimur árum þurfti að
slátra um fjórðungi allra hænsna í
landinu eftir að fuglaflensa kom
þar upp. - sda
Íslandsbanki spáir frekari hækkun íbúðaverðs:
Hækkar fram á næsta ár
HÚSNÆÐISMARKAÐUR Íbúðaverð á
höfuðborgarsvæðinu hækkar enn
þótt veltan sé minni en undan-
farið. Alls hækkaði verðið um 3,4
prósent í júlí. Þetta kom fram í
morgunkornum Íslandsbanka í
gær. Einbýlishús og raðhús hækk-
uðu mest, eða um 3,9 prósent.
Þá er því spáð að íbúðaverð
haldi áfram að hækka fram á
næsta ár, þrátt fyrir að nýbygg-
ingum sé að fjölga og framboð að
aukast.
„Íbúðaverð hefur hækkað um
tæp 40% á sama tíma og bygging-
arkostnaður hefur hækkað um
tæp 4%. Hagur byggingaraðila
hefur því vænkast umtalsvert á
skömmum tíma, sem kallar á auk-
ið framboð,“ segir Ingvar Arnar-
son, sérfræðingur hjá greiningar-
deild Íslandsbanka. „Framboð af
íbúðum er vaxandi um þessar
mundir en það er fremur hæpið að
það leiði til mikillar lækkunar á
íbúðaverði. Þvert á móti teljum
við að íbúðaverð muni áfram
hækka fram á næsta ár. Þá gæti
tekið við stöðnun og lækkun að
raunvirði,“ segir Ingvar. - grs
SKÓGARELDAR Illa hefur gengið að
ráða niðurlögum skógareldanna í
Portúgal og sendi ríkisstjórn lands-
ins út hjálparbeiðni til nágranna-
þjóða sinna um helgina. Nokkrar
Evrópuþjóðir hafa þegar brugðist
við ákallinu og sendu Frakkar og
Spánverjar hvorir um sig tvær
flugvélar til Portúgal, sem nota má
til slökkvistarfa. Ítalir sendu eina
vél í gær. Þjóðverjar hafa sagst
munu senda þrjár lögregluþyrlur
með sérfræðingum sem aðstoða
eigi portúgalska slökkviliðsmenn.
Alls berjast 2.700 slökkviliðs-
menn við eldana sem geisa á 27
stöðum víðs vegar um Portúgal.
Fimmtán manns hafa látið lífið og
140 þúsund hektarar lands orðið
eldinum að bráð. Mið- og norður-
hluti Portúgal hafa orðið verst úti í
eldunum og hefur þurft að rýma
fjölda þorpa. Alvarlegustu skógar-
eldarnir um helgina voru í Coimbra
héraði tæplega 200 kílómetra
norður af höfuðborginni Lissabon.
Skógareldarnir nálgast nú stærstu
borgar héraðsins úr tveimur áttum
og þegar hafa yfir tíu hús skemmst
í úthverfi borgarinnar. Nokkur
hverfi hafa verið rýmd, en íbúar
eru um 100 þúsund og er borgin hin
þriðja stærsta í Portúgal. Reykur
og eldtungur sjást alla leið til Lissa-
bon.
Mestu þurrkar frá upphafi mæl-
inga eru nú í Portúgal og gífurlegir
hitar hafa verið að undanförnu.
Miklir vindar blésu að nýju í glæð-
ur skógareldanna um helgina sem
slökktir höfðu verið um miðja
síðustu viku. Skilyrði til slökkvi-
starfa næstu daga eru erfið því
áfram er spáð miklum hita og roki
fram á miðvikudag þegar vonast er
eftir úrkomu. sda@frettabladid.is
Kaþólska kirkjan á Spáni:
Fyrsti kvænti
presturinn
SPÁNN Kaþólski biskupinn á
spænsku eyjunni Tenerife hefur
skipað kvæntan, tveggja barna
föður í embætti prests á eyj-
unni. Þetta er í fyrsta sinn sem
giftum manni er veitt prests-
embætti á Spáni og sagði bisk-
upinn að skipunin væri algjör
undantekning innan spænsku
kirkjunnar.
Samkvæmt reglum kirkjunn-
ar ber prestum að stunda skír-
lífi. Páfinn veitti undantekningu
fyrir ráðningunni sem er ekki
sögð marka stefnubreytingu hjá
kaþólsku kirkjunni um skírlífi
presta. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
BORVÉLUM OG SÖGUM STOLIÐ
ÚR VINNUSKÚR Brotist var inn
í vinnuskúr á Lindargötu í
fyrrinótt. Þjófarnir höfðu á
brott með sér borvélar og
sagir. Skúrinn er í eigu verk-
taka sem vinna við nýbygg-
ingar á svæðinu. Ekki er vitað
hverjir voru að verki, að sögn
lögreglu í Reykjavík.
TVÖ UMFERÐARÓHÖPP Á SAMA
STAÐ Tveir bílar ultu á nær
sama stað á Þverárfjallsvegi á
Skagaheiði, milli Blönduóss og
Sauðárkróks, um helgina.
Minniháttar meiðsl urðu á
fólki. Í öðru óhappinu voru
tveir erlendir ferðamenn í bíln-
um og í hinu þrír Íslendingar.
Óhöppin urðu að sögn lögreglu
vegna þess að ökumenn bif-
reiðanna misstu stjórn á þeim
er farið var frá malbiki yfir á
malarveg.
VELTU BÍL Á MÖÐRUDALS-
ÖRÆFUM Tveir erlendir
ferðamenn sluppu með skrekk-
inn þegar þeir veltu bílaleigu-
bíl á Háreksstaðaleið á Möðru-
dalsöræfum í fyrradag. Bíla-
leigubíllinn skemmdist um-
talsvert en talið er að öku-
maðurinn hafi misst stjórn á
bílnum í lausamöl.
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning
2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
Stundaskrá
The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur
skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars
tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám
fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf
(fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi
og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn
með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í
Reykjavík einu sinni í viku frá 18-21.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN
Kristín, ráðgjafi
Ég hef mikin áhuga á að
starfa með fólki, veita
ráðgjöf varðandi fatnað,
liti og förðun sem hentar
hverjum og einum. Mér
finnst námið bæði lifandi
og skemmtilegt sem einnig hefur opnað margar
dyr til frekari náms á þessu sviði.
Ragnheiður, ráðgjafi
Ég hef alltaf haft áhuga
á tísku og útliti. Námið
opnaði mér nýja sýn á
þetta áhugamál mitt.
Auk þess er það mér
mikils virði í tengslum við starf mitt.
Birna,
verslunareigandi -
Stílistinn
Það hefur alltaf verður
draumur hjá mér að
stofna verslun með
fatnað. Námið gaf mér það sjálfstraust sem ég
þurfti til að fara út í reksturinn. Einnig nýti ég
námið til þess að ráðleggja viðskiptavinum mínum
hvaða snið og litir hentar þeim í val á fatnaði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
NÝBYGGING Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Nokkuð hefur verið um nýbyggingar á höfuð-
borgarsvæðinu undanfarið, en greiningardeild Íslandsbanka telur þær ekki leiða til lækk-
unar íbúðaverðs á þessu ári.
HÆNUR Í HÚSI Hænur í Hollandi fá ekki lengur að valsa um utanhúss því yfirvöld hafa
skyldað kjúklingabændur til að loka fugla sína inni í von um að sporna gegn
fuglaflensusmiti.
BARIST VIÐ SKÓGARELDA Í PORTÚGAL Kona reynir að slökkva skógareld með vatni úr fötu
nálægt borginni Coimbra, 200 kílómetrum norður af Lissabon. Skógareldar nálgast borg-
ina úr tveimur áttum og þegar hafa 10 hús í útjaðri hennar brunnið. Borgin er hin þriðja
stærsta í Portúgal, með 100 þúsund íbúa.
Eldar ógna
borg í Portúgal
Hundra› flúsund manna borg er í hættu vegna
skógarelda sem geisa í nágrenni hennar og ríkis-
stjórnin hefur be›i› nágrannafljó›ir um hjálp.