Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 6
6 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Sameining níu sveitarfélaga við Eyjafjörð: Sveitarstjórnarmönnum fækkar úr 65 í fimmtán KOSNINGAR Verði sameining níu sveitarfélaga við Eyjafjörð sam- þykkt í sameiningarkosningun- um 8. október næstkomandi mun sveitarstjórnarmönnum á svæð- inu fækka úr 65 í fimmtán. Í stað átta bæjar- og sveitarstjóra, auk eins starfandi oddvita, verður einn bæjarstjóri og nefndarsæt- um mun fækka um hálft fjórða hundrað. Töluverður fjárhags- legur ávinningur verður af fækkun kjörinna fulltrúa og fækkun nefndarsæta. Þó segir í skýrslu vinnuhóps um stjórn- sýslu í sameinuðu sveitarfélagi að fjarlægð milli íbúa og yfir- stjórnar muni aukast, bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu, og það geti skapað lýðræðishalla. Því sé nauðsynlegt að grípa til ráðstafana til að mæta auknum kröfum almennings um samráð og íbúalýðræði. Vinnuhópurinn leggur til ýms- ar leiðir til að ná fram íbúalýð- ræði og gagnvirkum samskipt- um og í því sambandi er meðal annars lögð áhersla á að nýtt sveitarfélag notfæri sér tækninýjungar til rafrænna sam- skipta. - kk F-listinn ályktar um flugvallarmálið: Ber a› athuga flugvöll á Lönguskerjum SAMGÖNGUR „Við telj- um að það sé hags- munamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því al- farið á móti því að flytja hann til Kefla- víkur,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum. „Hingað til hefur sjávarselta og sjávargangur verið talin hindrun fyrir flugvöll á Löngu- skerjum en ef svo er ekki væri af því mikill ávinningur að flytja völlinn þangað. Af því hlýst annars vegar að flug yfir miðborginni leggst af og svo verður til byggingarsvæði í Vatnsmýrinni. En þetta þarf að hugsa í samhengi við veg- samgöngur því það þurfa að fara saman samgöngur í lofti og á láði. Þannig kallar byggð í Vatnsmýri á vegtengingu til suðurs yfir Skerjafjörð sem líta mætti á sem nokkurs konar Sundabraut til suðurs,“ segir Ólafur. - hb Fræ›imenn sinna ekki rannsóknaskyldu N‡ úttekt lei›ir í ljós a› fjór›ungur fræ›imanna sem er í fullu starfi vi› Háskóla Íslands er nánast óvirkur í rannsóknum. Höfundur úttektarinnar telur ekki tiltökumál a› setja kröfur um lágmarksafköst flessara starfsmanna. RANNSÓKNIR Fjórðungur fræði- manna í fullu starfi við Háskóla Íslands er nánast óvirkur í rann- sóknum. Þetta kemur fram í út- tekt um gæði rannsókna við skól- ann. Launakerfi fræðimanna er afkastahvetjandi og þeir hafa skyldu til að verja 43 prósentum af tíma sínum til rannsókna en engar lágmarkskröfur eru gerð- ar um árangur. Elstu og yngstu fræðimennirnir eru síst virkir, en þeir síðarnefndu hófu margir hverjir störf meðan minni áhersla var lögð á rannsóknir. „Skólinn er með afar gott kerfi til að meta árangur í fræðastörfum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem er doktor í félagsfræði við Háskólann í Reykjavík og aðalhöfundur út- tektarinnar. „Það á vera auðvelt að setja kröfur um lágmarks- afköst,“ segir Inga Dóra. Hún getur ekki séð að það séu kennsla eða stjórnunarstörf fræðimanna sem taki tíma frá rannsóknum. „Þvert á móti. Þeir sem eru virkir í stjórnun og kennslu virðast oft vera með þeim virkustu í rannsóknum.“ Í skýrslunni er bent á fjölda- mörg fleiri atriði og ýmsar ábendingar og hugmyndir settar fram. „Það þarf að taka allt fjár- veitingakerfi til rannsókna í há- skólastarfi til endurskoðunar,“ segir Inga Dóra. Fastar fjárveit- ingar sem háskólinn fær til rann- sókna taka ekki mið af árangri. „Það vantar hvata fyrir stofnanir til að ná árangri í rannsóknum.“ Hún telur of mikið af rannsókn- arfé eyrnamerkt stofnunum eða verkefnum og segir að frekar ætti að notast við samkeppnis- sjóði. Í úttektinni er lagt til að kom- ið verði á einum rannsóknarsjóði fyrir alla háskóla, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga þar sem úthlutað yrði eftir gæðum rannsókna og frammistöðu um- sækjenda. „Samkeppni er holl og heilbrigð og kemur vísindastofn- unum og samfélaginu til góða. Við eigum að tryggja það að Háskólinn geti tekið þátt í henni. Háskólar ættu almennt að fá góða grunnfjármögnun frá ríkinu, en rannsóknarfjármagn umfram hana ætti fyrst og fremst að koma úr slíkum sam- keppnissjóðum.“ Ekki náðist í Kristínu Ingólfs- dóttur rektor. grs@frettabladid.is MINNIST STRÍÐSLOKA Karl Bretaprins legg- ur blómsveig við minnismerki um lok síð- ari heimsstyrjaldar í Whitehall í Lundúnum. Minningarathöfn í Lundúnum: Minntist loka heimsstyrjaldar MINNINGARATHÖFN Karl Bretaprins fór í fyrradag fyrir hátíðlegri at- höfn til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í síðari heimsstyrjöldinni en það markaði einnig lok hennar. Athöfnin var tileinkuð þeim her- mönnum sem börðust fyrir hönd Breta í Austurlöndum fjær. Hundruð uppgjafarhermanna fylgdust með þegar Karl lagði blómsveig að minnismerki um stríðslokin í miðborg Lundúna. Um þrjátíu þúsund breskir hermenn létust í átökum í Austur- löndum fjær í síðari heimsstyrj- öldinni og um hundrað þúsund til viðbótar í fangabúðum. - sgi SAMKOMUHÚSIÐ Skoðunarmenn Frum- herja töldu gamlan ljósabúnað á sviði Samkomuhússins varhugaverðan og því verður hann endurnýjaður. Húsnæði Leikfélags Akureyrar: Athugasemdir vi› rafmagn ÖRYGGI Stjórn fasteigna Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að ráðist verði í endurbætur á gömlum ljósa- búnaði á sviði Samkomuhússins á Akureyri í kjölfar athugasemda frá Frumherja skoðunarstofu. Áætlað- ur kostnaður er 1,5 milljón króna og segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyr- ar, að áhorfendur verði ekki varir við breytingarnar heldur sé ein- göngu um öryggismál að ræða er snúi að starfsmönnum hússins. „Engar athugasemdir voru gerðar við frágang rafmagns í húsinu að öðru leyti,“ segir Magnús. - kk Var Menningarnótt vel heppnuð? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er FH-liðið besta fótboltalið Íslandssögunnar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 41% 59% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN M YN D /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN Taílenskt grænmeti: Innflutnings- bann skolli› á HEILBRIGÐISMÁL Umhverfisráðu- neytið hefur tímabundið bannað innflutning á ákveðnum tegundum fersks og frosin grænmetis frá Taílandi. Um er að ræða nokkrar ferskar kryddjurtir, bananalauf, bambuslauf, rætur og aspas. Ákvörðunin kemur í kjölfar salmon- ellumengunar í vörunum. „Innflutningur á þessum vörum er þó heimill ef innflytjandi fram- vísar vottorði frá viðurkenndri rannsóknastofu til Umhverfisstofn- unar um að varan innihaldi ekki salmonellu og að örveruástand hennar sé að öðru leyti ásættan- legt,“ segir í tilkynningu umhverfis- ráðuneytisins. - óká HÁSKÓLI ÍSLANDS Skýrsluhöfundur telur að taka þurfi fjárveitingakerfi til rannsókna í háskólastarfi til endurskoðunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN FRÁ AKUREYRI Sameinist níu sveitarfélög við Eyjafjörð verða íbúar nýs sveitarfélags um 23 þúsund talsins og ríflega 70 pró- sent þeirra munu búa á Akureyri. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Borgarfulltrúi F-listans. Á SLYSSTAÐ Á REYKJANESBRAUT Blautur vegurinn var talinn hafa leitt til þess að ökumaður annars bílsins missti stjórn á honum. Árekstur á Reykjanesbraut: Stjórnlaus á blautum vegi LÖGREGLA Mildi þykir að fólk slapp lítið meitt eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Reykjanes- braut nokkru fyrir klukkan þrjú síðdegis í gær. Fólksbifreiðin fór nánast í tvennt við áreksturinn. Bílnum ók ung kona og í aftursæti var þriggja mánaða gamalt barn. Lögreglan í Keflavík segir öku- mann jeppans einnig lítið meidd- an, en bílarnir eru taldir ónýtir. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna slyssins. Lögregla segir ökumann fólksbifreiðarinnar hafa misst stjórn á henni í bleytu eftir að hafa farið út á vegöxlina fram- hjá kyrrstæðum bíl sem öku- maður ætlaði að beygja inn á Njarðvíkurveg. Fólksbíllinn lenti þversum framan á jeppanum, sem var á suðurleið. - óká M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R Svínapest í Kína: Hafa ná› tökum á sjúkdómnum KÍNA Yfirvöld í Kína segjast hafa náð stjórn á sjúkdómi sem dreg- ið hefur 38 til dauða í suðvestur- hluta landsins. Sjúkdómurinn, sem barst frá svínum, olli nokkrum heilabrot- um þegar hann kom fyrst fram. Talið er að baktería af streptó- kokkaætt hafi orsakað sýking- arnar en fyrir utan þá sem lét- ust sýktust um 200 af bakterí- unni. Í öllum tilfellum var hægt að rekja sjúkdóminn til þess að fólk hafði umgengist veik svín eða hrátt svínakjöt. Ekkert dæmi er um að veikin hafi borist á milli manna. - sgi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.