Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 18
Það sem af er árinu hafa sex menn verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna hnífstungumála í Reykjavík. Nú síðast var grunað- ur hnífamaður úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í Hér- aðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa stungið annan í bakið aðfaranótt sunnudags. Á laugardagsmorgun var framið morð við Hverfisgötu þar sem ungur karlmaður var stunginn í brjóstið í samkvæmi í íbúðarhúsi. Sá sem grunaður er um verknað- inn var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald. Lögregla hefur áhyggjur af þeirri þróun að nú virðist færast í aukana að menn gangi með eggvopn og barefli á sér. Í fimmta kafla vopnalaga er eftirfarandi setning: „Vopnaburður á almanna- færi er bannaður. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara.“ Þar kemur einnig fram að blátt bann er við því að ganga með bitvopn ef blaðið er lengra en tólf sentimetrar, fjaðra- hníf, fjaðrarýting, fallhníf, fall- rýting, stunguvopn eða önnur slík vopn. Brot gegn þessum reglum geta varðað sektum eða fangelsis- vist í allt að fjögur ár, þá fyrir það eitt að eiga eða bera slík vopn. Alvarlegri afleiðingar ofbeldis- verka Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að ef litið sé til síðustu ára sé ekki að merkja neina umtalsverða fjölgun ofbeld- isbrota. Hitt sé þó verra að brotin verði sífellt alvar- legri. Menn noti í átök- um ýmiss konar eggvopn, hnífa og jafnvel skrúfjárn. Svo virð- ist ein- n i g s e m brotin séu oftast framin af litlum ástæðum. Þá má segja að oft sé það samnefnt með þessum alvar- legu brotum að þau séu framin undir áhrifum áfengis eða ólög- legra vímuefna. Mikið haldlagt af vopnum Sigurbjörn Víðir vill ekki meina að vopnaburður sé orðinn viðtekin venja í undirheimum Reykjavíkur þó að verulega aukningu megi merkja á því að menn gangi með eggvopn og barefli. Fólk beri því við þegar það er tekið vopnað af lögreglu að vopnin séu borin til að verja sig og það óttist mjög að á það verði ráðist. Hann segir það alveg hreint ótrúlegt hversu mikið sé haldlagt af ólöglegum vopnum. Ekki er mikið um það enn að menn gangi með skotvopn á sér úti á götu en þrátt fyrir það legg- ur lögregla hald á nokkuð magn ólöglegra skotvopna í húsleitum. Vopnin eru þá stolin og ólögleg af þeirri ástæðu. Ekki virðist þó vera til í dæminu að skotvopn séu flutt ólöglega hingað til lands. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru það karlmenn sem teknir eru með ólögleg vopn. Oftast er það þá ungt fólk sem á í hlut. Morðið sem framið var á laug- ardagsmorgun var annað morðið sem framið er með eggvopni í Reykjavík á þessu ári. Hitt málið var þegar Víetnaminn Vu Van Phong var stunginn til bana á heimili í Kópavogi um hvítasunn- una. Meintur banamaður Phong, Phu Tien Nguyen, situr enn í gæsluvarðhaldi en það rennur út nú á morgun. Að sögn Sigmundar Hannessonar, lögmanns hans, er málið enn í rannsókn og því búist við að gæsluvarðhaldið verði framlengt. Rannsóknin er þó á lokastigi og er búist við því að ákæra verði gefin út á næstunni. 10 63 83 3 10 47 10 85 11 26 20042003 2002 2001 2000 Vopnabur›ur eykst í borginni Tvö alvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur ma›ur myrtur í íbú›arhúsi vi› Hverfisgötu en fyrir snarræ›i lögreglumanna hélt ma›ur sem stunginn var í baki› í mi›bænum lífi. Lögreglan segir fla› færast í aukana a› menn séu handteknir me› eggvopn. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Borgarstjóri í Reykjavík. Umgjör› tókst vel MENNINGARNÓTT Í REYKJAVÍK SPURT & SVARAÐ 18 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Grunnskólar landsins hefja starf í þessari viku en skólasetningar voru víða í gær. Búist er við að svipaður fjöldi stundi nám við grunnskóla Reykjavíkurborgar og verið hefur undanfarin ár. Mikil áhersla verður lögð á einstaklingsmiðað nám og aukna samvinnu nemenda í grunnskólum borgarinnar. Hversu margir stunda nám við grunn- skóla? Alls stunduðu tæplega 45 þúsund nem- endur nám við grunnskóla landsins á síðasta skólaári. Örlítið fleiri drengir voru í grunnskólunum, þeir voru 22.093 tals- ins meðan stúlkurnar reyndust 21.716. Meðalfjöldi nemenda í bekkjardeild var 19,4. Tæplega 1.500 nemendur eiga sér annað móðurmál en íslensku. 26.690 nemendanna stunduðu nám við grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu, þar af rúmlega fimmtán þúsund í Reykjavík. Hversu margir kenna við grunnskól- ana? Tæplega fimm þúsund manns kenndu við grunnskóla landsins á síðasta skóla- ári og eru þar meðtaldir skólastjórar, að- stoðarskólastjórar, grunnskólakennarar og sérkennarar. Mikill meirihluti kennara eru konur, en 3.637 konur og 1.065 karlar kenndu við skólana. Flestir þeirra sem kenndu við skólana höfðu til þess kennsluréttindi, 3.837 manns saman- borið við 870 sem höfðu þau ekki. Stöðugildi við kennslu við skólana voru 4.458 talsins og við þau störfuðu 4.725 manns. Hversu margir grunn- skólar eru á landinu? Grunnskólar á Íslandi eru um 180 talsins og sjá sveitarfélögin um rekstur þeirra langflestra. Einka- skólar voru á síðasta starfsári grunnskólanna ellefu, en opinberir aðilar sáu um rekstur fjögurra þeirra. 430 nemendur stunduðu á síðasta ári nám við einkaskóla og 170 við sérskóla sem reknir eru af opinberum aðilum. 9 fimm ára nem- endur stunduðu nám við opinbera skóla og 117 við einkaskóla. Fimm flúsund manns kenna 45 flúsund nemendum FBL GREINING: GRUNNSKÓLAR HEFJA SKÓLASTARF ODDUR ÁSTRÁÐSSON oddur@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Fjöldi útgefinna ákæra hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík 2000-2004 Heimild: Lögreglustjórinn í Reykjavík Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík á Menningarnótt. Talið er að um 90 þúsund manns hafi sótt hátíðarhöldin. Borgarstjóri ætlar að fara vel yfir málin. Hefurðu áhyggjur af auknu ofbeldi á Menningarnótt? Ég get ekki séð að það tengist Menningarnótt sem slíkri. Þetta er eitthvað sem gerist um helgar í mið- borginni. Á það hefur verið bent að þetta var síðasta helgi fyrir skólabyrj- un og mikil spenna í loftinu. Það er leitt að heyra af þessu hnífs- tungumáli en það hefur ekki með umgjörð Menningarnætur að gera, hún tókst vel. Er breytinga að vænta? Við setjumst yfir málin í vikunni og það getur verið að eitthvað megi færa til betri vegar. Við förum yfir þetta í rólegheitunum. ÓDÝRT FERSKT GRÆNMETI OG ÁVEXTIR FRÁ TÆLANDI! Kynningarverð á Thai Heritage sósum. Langar þig til að elda tælenskan mat? Hafðu samband! Allt sem þarf til að búa til tælenskan mat. Nana-thai thailenskur veitinga- og matvörustaður SKEIFUNNI 4, BEINT Á MÓTI BT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.