Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 4
STJÓRNMÁL Kjördæmasambönd
Framsóknarflokksins í suður- og
norðurkjördæmum Reykjavíkur
undirbúa sameiginlegan fund þar
sem endanlega verður ákveðið
hvernig staðið verði að sjálfstæðu
framboði Framsóknarflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
næsta vor. Fundurinn verður hald-
inn innan tíðar.
Á félagsfundi Framsóknar-
flokksins í Reykjavík í fyrrakvöld
var samþykkt að flokkurinn skyldi
bjóða fram eigin lista líkt og aðrir
R-listaflokkar hafa þegar ákveðið
að gera.
Samþykktin felur að minnsta
kosti í sér að öllum flokksbundnum
framsóknarmönnum í Reykjavík
verði gefinn kostur á að taka þátt í
vali fulltrúa og uppröðun á fram-
boðslistann. Kjördæmasamböndin
ráða því hins vegar hvernig að því
verður staðið.
Alfreð Þorsteinsson, borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins, fagnar
þessari samþykkt. „Flokksbundnir
framsóknarmenn eru yfir tvö þús-
und í höfuðborginni og fram kom
ótvíræður vilji fundarins til þess að
hafa þetta val sem opnast.“
Alfreð Þorsteinsson hefur
ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta
sæti listans. Anna Kristinsdóttir
varaborgarfulltrúi hefur ekki
ákveðið hvort hún sækist einnig
eftir fyrsta sætinu. Fréttablaðinu
hefur ekki tekist að fá staðfestar
fregnir um breiðan og almennan
stuðning framsóknarmanna í
Reykjavík við framboð Önnu í
fyrsta sætið.
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, játar því
hvorki né neitar að hann hafi hug á
að sækjast eftir efsta sæti listans.
Fleiri gætu bæst í hópinn.
Talið er að sjötíu til níutíu manns
hafi sótt félagsfund framsóknar-
manna í fyrrakvöld. Auk þess sem
samþykkt var að bjóða fram eigin
lista Framsóknarflokksins og heim-
ila sem flestum flokksmönnum að
taka þátt í vali efstu manna á lista
voru samninganefnd flokksins um
áframhaldandi samstarf innan R-
listans færðar þakkir enda hefði
hún unnið af heilindum og teygt sig
langt til frekara samstarfs.
johannh@frettabladid.is
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
63,13 63,43
114,02 114,58
77,71 78,15
10,416 10,476
9,793 9,851
8,329 8,377
0,5754 0,5788
92,8 93,36
GENGI GJALDMIÐLA 26.08.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
108,63 -0,34%
4 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Leigubílstjórar í Keflavík ósáttir við umgengni viðskiptavina af Vellinum:
Segir varnarli›smenn ganga berserksgang
LÖGREGLUMÁL „Það fer ekkert á
milli mála að framkoma þessara
manna hefur versnað til muna síð-
ustu misserin,“ segir Magnús Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri Öku-
leiða í Keflavík.
Tvívegis á stuttum tíma hafa
bandarískir hermenn gengið ber-
serksgang í bílum fyrirtækisins
með þeim afleiðingum að eigendur
þeirra urðu fyrir allmiklu tjóni.
Varnarliðsmenn hafa þannig oft-
ar en einu sinni skorið með hníf í
sæti bílanna í vetur og einn leigubíl-
stjóri lenti í því að þurfa að greiða
200 þúsund krónur fyrir hreinsun á
bíl sínum eftir að einum hermanni
blæddi heiftarlega í aftursætinu án
þess að láta vita af því.
Magnús telur að utanríkisráðu-
neytið beri ábyrgð á gerðum varn-
arliðsmanna utan vallarmarka en
þar er vísað á bug öllum tilraunum
til að fá tjón bætt.
Hann kann enga skýringu á
þessu háttalagi varnarliðsmann-
anna en segir athugavert að svo
virðist sem flestir þeirra gangi um
með stóra hnífa. „Þetta var ekki
vandamál hér áður en það er til
staðar nú og á því verður að taka.
Hin leigubílastöðin í Keflavík þjón-
ar ekki lengur varnarliðinu og við
viljum ekki loka á þá því aðeins er
um lítinn fjölda þeirra að ræða en
stjórnvöld þurfa að axla sína
ábyrgð.“
- aöe
2000 framsóknarmenn
fá a› velja efstu menn
Framsóknarmenn í Reykjavík vilja opi› val á efstu mönnum frambo›slista.
Alfre› fiorsteinsson hefur einn l‡st yfir a› hann sækist eftir efsta sætinu.
Anna Kristinsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson eru líklegir keppinautar hans.
Vesturbakkinn:
Landnemum
hefur fjölga›
JERÚSALEM, AP Ísraelskum land-
tökumönnum á Vesturbakkanum
hefur fjölgað umtalsvert undan-
farin misseri.
Eftir vel heppnaðan brottflutn-
ing Ísraela frá Gaza-ströndinni
bjuggust margir við að svipuð
þróun væri í bígerð á Vesturbakk-
anum. Nýjar tölur frá ísraelska
innanríkisráðuneytinu sýna aftur
á móti að landnemum þar hefur
fjölgað um fimm prósent á einu
ári og eru þeir nú 246 þúsund. Bú-
ist er við að hluti þeirra 8.500 sem
bjuggu á Gaza muni flytjast á
Vesturbakkann og því muni fjöldi
landtökumanna þar aukast enn
meira. ■
SÍÐASTI STÖÐUMÆLIRINN Þóra Ákadóttir,
forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Jó-
hannsson fjarlægja síðasta mælinn.
Bílastæðaklukkur á Akureyri:
Sí›asti mælir-
inn fjarlæg›ur
BÍLASTÆÐI Allir stöðumælar á
Akureyri hafa verið fjarlægðir og
heyra nú sögunni til. Í stað stöðu-
mælanna verða bílastæðaklukkur
teknar í notkun og er búið að
dreifa þeim í öll hús á Akureyri.
Bíleigendum er skylt að stilla
klukkuna samviskusamlega þegar
bíl er lagt í stæði í miðbænum.
Mismunandi er eftir svæðum
hversu lengi bílar mega standa
óhreyfðir í stæði, frá fimmtán
mínútum upp í tvær klukkustund-
ir, en stöðuverðir fylgjast með að
tímamörk séu virt og sekta þá
sem fara fram yfir. - kk
FAGNAÐARFUNDIR Systurnar Yoo Moo-un
og Yoo Soon-bok hafa ekki sést í áratugi.
Endurfundir í Kóreu:
Hittust eftir
hálfa öld
SEÚL, AP Um 150 Suður-Kóreumenn
hittu í fyrsta skipti í gær ættingja
sína sem búa í Norður-Kóreu eftir
rúmlega hálfrar aldar aðskilnað.
Á mánudag er svo ráðgert að 430
aðrir Suður-Kóreumenn fari norð-
ur að hitta ættingja.
Aldraðir Suður-Kóreumenn
sækjast mjög eftir að komast
norður yfir landamærin í nokkra
daga til að hitta ættingja sem þeir
skildu við fyrir hálfri öld. Þetta er
í ellefta skipti sem slíkar ferðir
eru farnar. Þá hefur einnig verið
komið á fjarfundum með þar til
gerðum tölvubúnaði. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
VEÐRIÐ Í DAG
BÍLVELTA Í SKAGAFIRÐI Bílstjóri
slapp án meiðsla að ráði þegar bíll
hans fór út af veginum við Silfra-
staði í Blönduhlíð í Skagafirði um
þrjúleytið í fyrrinótt. Bílstjórinn
var einn í bílnum, sem er töluvert
skemmdur.
MEIDDUST LÍTILLEGA Fjórir voru
fluttir með minniháttar meiðsl á
sjúkrahús á Selfossi eftir bílveltu í
fyrrinótt á Biskupstungnabraut til
móts við Vaðnesafleggjara. Fimm
voru í bílnum, sem var dreginn á
brott.
TRILLU LEITAÐ TF-SIF, þyrla Land-
helgisgæslunnar, var send til leit-
ar að trillu sem datt úr talstöðvar-
sambandi við tilkynningarskyldu í
gærmorgun. Trillan fannst um 50
sjómílur suðvestur af Reykjanesi
klukkan rúmlega eitt eftir hádegi.
HNÍFAR ALGENGIR Leigubílstjórar í Keflavík
segja áberandi hve margir varnarliðsmenn
fari ekki út af vellinum án þess að bera
hnífa á sér og noti þá jafnvel til að valda
skemmdum á bílunum.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/KR
ISTJÁN
ALFREÐ ÞORSTEINSSON Ákveðinn í að
bjóða sig fram í efsta sæti listans og
treystir á fjöldafylgi.
ANNA KRISTINSDÓTTIR Hefur ekki gert
upp við sig hvort hún leggur í slag við
Alfreð Þorsteinsson.
BJÖRN INGI HRAFNSSON Játar hvorki
né neitar áhuga á efsta sæti lista
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Stefán Jón Hafstein:
Vill skipa
fyrsta sæti
STJÓRNMÁL Stefán Jón Hafstein
hefur ákveðið að sækjast eftir
fyrsta sæti á framboðslista Sam-
fylkingar.
„Ég hef ákveðið að gefa kost á
mér í fyrsta sæti á framboðslista
Samfylkingarinnar í komandi
borgarstjórnarkosningum. Ég
hlaut mjög afgerandi og mikinn
stuðning í það sæti í prófkjöri
fyrir síðustu kosningar, og í kjöl-
farið hef ég gegnt mörgum
ábyrgðarstöðum í borgarstjórn,“
segir Stefán Jón.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri sækist einnig eftir
fyrsta sæti á listanum. - bþg