Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 12
Það má hafa nokkuð gaman af
þessum undanfara prófkjara
vegna komandi sveitarstjórnar-
kosninga sem við upplifum
þessa dagana. Sveitarstjórnar-
menn – og þeir sem vilja verða
sveitarstjórnarmenn – eru allt í
einu eitthvað svo hugmyndarík-
ir og frjóir. Einn vill landfyll-
ingu út í Akurey, annar tennis-
völl á Klambratún, þriðji flug-
völl út á Löngusker og fjórði
kaffihús niður í Hljómskála-
garð. Og svo hefur hjartað í
þessu fólki skyndilega stækkað.
Það finnur til með gæslukonum
sem missa vinnuna, útigangs-
mönnum sem eru svangir og
barnmörgum fjölskyldum. Það
vill öllum vel. Er ráðdeildar-
samt og réttsýnt. Glaðlegt en
alls ekki kærulaust. Lífsglatt en
ábyggilegt og traust. Alveg eins
og við hin en samt tilvalið til að
leiða okkur og hjálpa, stýra
okkur og stjórna.
Ég skal alveg viðurkenna að
ég hef fyrir löngu síðan misst
þráðinn í íslenskri pólitík. Ég
hef ekki hugmynd um það leng-
ur hvað þetta fólk er að selja
mér. Ég veit það vill geisla af
trausti, en ef stjórnvöld, sveit-
arstjórnir og stjórnmálamenn
vekja með mér einhverja til-
finningu er það nettur uggur um
að þessi fyrirbrigði muni gera
líf mitt erfiðara, leiðinlegra og
ruglaðra en það þyrfti að vera.
Og ég veit að ég verð blankari
eftir viðskipti við þetta fólk.
Æði stór hluti af innkomu minni
– og væn sneið af allri eyðslu
minni – fer til ríkis og bæjar, og
það verður að segjast eins og er
að þetta fé fer ekki allt til nýtra
verkefna heldur brennur að
mestu upp í bruðli og tilgangs-
leysi.
En þótt ég geti eins og aðrir
borgarar kvartað undan stjórn-
málamönnum held ég að það sé
eiginlega enn verra hlutskipti í
dag að vera stjórnmálamaður.
Sem kunnugt er skipa stjórn-
málamenn sér í flokka til að
standast betur samkeppni um
atkvæði almennings við aðra
flokka stjórnmálamanna. Þeir
reyna síðan í fjölmiðlum og á
öðrum vettvangi almennrar um-
ræðu að draga fram kosti sína
og síns flokks og ágalla annarra
flokka, tillagna þeirra og fram-
bjóðenda. Stjórnmálavettvang-
urinn er því ekki ólíkur annarri
samkeppni; viðskiptum eða
íþróttum – svo dæmi séu tekin.
Munurinn er helstur sá að í við-
skiptum þykir ekki góð latína að
eyða púðri í að sverta sam-
keppnisaðila en í stjórnmálum
verja menn mestum tíma sínum
í þá iðju. Áður fyrr mátti heyra
á íþróttavöllum hrakyrði stuðn-
ingsmanna um andstæðinginn
til jafns við hvatningu til sinna
manna; en flestir áhugamenn
um íþróttir hafa aflagt slíkt –
nema allra verstu fótbolta-
bullur, sem af þeim sökum er
meinað að ferðast á milli landa
og jafnvel til næsta bæjar. En í
stjórnmálum þykir enn gott og
gilt að hreyta hnjóðsyrðum í
andstæðinginn og njóta þeir
stjórnmálamenn mestrar virð-
ingar kollega sinna sem leikn-
astir eru við þá iðju.
En þótt tilburðir og fram-
koma stjórnmálamanna sé
þannig æði hallærisleg og úr
tísku fallin er eiginlega enn
sorglegra að öll sviðsetning
stjórnmálanna, orðanotkun og
svipbrigði – allar þessar enda-
lausu áhyggjur, hneykslan og
vandlæting – virðist vera sótt í
átök sem eru löngu liðin og hug-
myndaheim sem er ekki bara
horfinn, heldur sem enginn
saknar. Stundum virka stjórn-
málin á okkur eins og sviðsetn-
ing á Skugga-Sveini eða leikriti
eftir Molière; leikarar að velkj-
ast um í hlutverkum sem þóttu
einu sinni fyndin en vekja
engum bros lengur – eins konar
fórn til menningararfsins.
Kannski höldum við stjórnmála-
umræðunni gangandi af virð-
ingu fyrir fólki fyrra tíma sem
gat tekist á um raunveruleg
verðmæti og glímt við raun-
verulegan vanda – stjórnmála-
menn sem tókst á við meira
krefjandi verkefni en kaffihús í
Hljómskálagarðinum eða tenn-
isvöll á Klambratúni.
Samfélagið tekur sífelldum
breytingum og ekki bara hegðan
manna á kappleikjum. Það sem
einu sinni þótti gott og gilt verð-
ur einn daginn óþarft og til-
gangslaust. Það hefur margt
breyst hjá okkur á undanförnum
árum og áratugum og flest til
nokkurs batnaðar. En það er
eins og stjórnmálin hafi setið
eftir. Og það er fyrir löngu orðið
tímabært að stjórnmálamenn-
irnir okkar, flokkarnir þeirra og
stefnumálin, verði líkari öðrum
þáttum samfélagsins og þjóni
þeim betur. ■
Hvernig má það vera að hundruð eða þúsundir bíla séu ótryggð og
óskoðuð í umferðinni hér á landi? Þetta er staðreynd sem ekki
verður vikist undan að taka til alvarlegrar athugunar. Það er eitt-
hvað brogað við bílatryggingakerfið og eftirlit með því. Hér áður
fyrr, þegar menn þurftu að mæta árlega með bíla sína í skoðun,
hvort sem þeir voru aðeins ársgamlir eða margra ára, var þetta
ekki vandamál, því bílarnir fengu ekki skoðun nema hægt væri að
framvísa kvittunum fyrir greiðslu ábyrgðartrygginga af þeim.
Eftir að skoðunarreglum var breytt og bíleigendur þurfa ekki að
koma með nýja bíla til skoðunar árlega virðist sem eftirlit með
greiðslu ábyrgðartrygginga hafi slaknað.
Eftir alvarlegt umferðarslys á fjölförnum gatnamótum í
Reykjavík á dögunum kom í ljós að stór og mikill vörubíll sem þar
átti hlut að máli var bæði óskoðaður og ótryggður. Með réttu átti
að skoða vörubílinn í vor og var því komið fram yfir þann tíma
sem bifreiðaeigendur hafa til að koma með bíla til skoðunar. Þegar
um stóra og mikla atvinnubíla er að ræða sem eru mikið í umferð-
inni er það lágmarkskrafa að eigendur þeirra láti skoða þá á rétt-
um tíma. Atvinnumenn ættu að vera fyrirmynd annarra í umferð-
inni hvað þetta varðar. Þeir geta með trassaskap sínum komið
óorði á aðra í stétt sinni, þannig að saklausir verði fyrir aðkasti.
Það var ekki nóg með að þessi stóri og mikli vörubíll væri
óskoðaður, heldur höfðu tryggingaiðgjöld ekki verið greidd á rétt-
um tíma. Í umræðu sem orðið hefur eftir þetta alvarlega slys, þar
sem strætisvagnabílstjóri missti báða fótleggi neðan við hné,
hefur komið í ljós að tryggingafélögin ætlast til þess að lögreglan
hafi uppi á bílum sem ekki eru með ábyrgðartryggingar í lagi. Þá
hefur það komið fram að þetta hlutverk lögreglunnar er ekki á
forgangslista í daglegum störfum hennar. Það er mikil spurning
hvort lögreglan á yfirleitt að sinna þessu, hvort kröftum hennar
er ekki betur varið við eitthvað annað, eins og aukið umferðar-
eftirlit í bæ og borg og úti á þjóðvegunum.
Ef tryggingafélögin myndu fela einhverjum öðrum að elta
uppi þá sem aka um á ótryggðum bílum þyrfti eflaust að breyta
lögum og reglugerðum, þannig að starfsmenn öryggisfyrirtækja
fengju heimild til að klippa númer af bílum sem væru ótryggðir í
umferðinni. Þetta yrði þá sambærilegt við það að nú annast mörg
einkafyrirtæki annast skoðun á bílum. Það fyrirkomulag hefur
gefist vel þótt margir spáðu ekki vel fyrir því þegar ríkið sleppti
hendinni af skoðun á bílum.
Í umfjöllun Fréttablaðsins um þetta mál hefur komið í ljós að
tryggingafélögin hafa í ár fellt niður ábyrgðartryggingar á
hundruðum eða þúsundum bíla. Þeir sem verða fyrir tjóni af bílum
sem þannig er ástatt um fá bætur hjá tryggingafélögunum, en þau
eiga svo endurkröfu á eigendur bílanna. Þar getur oft verið um
miklar upphæðir að ræða sem bíleigendur þurfa að greiða og því
eins gott fyrir þá að greiða tryggingar á gjalddaga. ■
27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Tryggingafélögin verða árlega að fella niður
ábyrgðartryggingar af fjölda bíla.
Ósko›a›ir og
ótrygg›ir bílar
FRÁ DEGI TIL DAGS
Ef tryggingafélögin myndu fela einhverjum ö›rum a› elta uppi
flá sem aka um á ótrygg›um bílum flyrfti eflaust a› breyta lög-
um og regluger›um, flannig a› starfsmenn öryggisfyrirtækja
fengju heimild til a› klippa númer af bílum sem væru ótrygg›ir í
umfer›inni. fietta yr›i flá sambærilegt vi› fla› a› nú annast
mörg einkafyrirtæki sko›un á bílum.
Stjórnmálin hafa seti› eftir
Sjálfstæði ritstjórna
Skiptar skoðanir eru um það, hvort
ástæða sé til að hafa áhyggjur af afskipt-
um eigenda fjölmiðla af ritstjórnarlegu
efni þeirra. Sumir telja að ritstjórnir eigi
að vera fullkomlega sjálfstæðar og starfa
á grundvelli opinberra siðareglna. Þetta
er sú lína sem yfirlýst er að Fréttablaðið
fylgi. Samfylkingin boð-
aði á sínum tíma laga-
frumvarp til að hnykkja á
þessari reglu, en til þess
hefur ekkert spurst. Aðrir
vara við því að of langt
sé gengið í þessu efni.
Það geti á sinn hátt takmarkað tjáningar-
frelsið. Eigendur fjölmiðla hljóti að mega
hafa áhrif á efni þeirra og efnistök á
sama hátt og gengur og gerist í fyrir-
tækjarekstri. Þá er spurningin hvort fjöl-
miðlun sé ekki annars eðlis þannig að
þessi samanburður eigi ekki við.
Áhrif eigenda
Í nýlegum pistli á heimasíðu sinni rekur
Björn Bjarnason ýmis afskipti eigenda af
ritstjórn fjölmiðla. Sjálfur segist hann hafa
kynnst því á Morgunblaðinu á sínum
tíma að menn úr hópi eigenda
blaðsins reyndu að tempra gagn-
rýnin skrif um Sovétríkin sálugu
vegna viðskiptahagsmuna sinna.
Björn virðist ósáttur við þessi af-
skipti og raunar öll afskipti
eigenda af fjölmiðlum sínum. Rekur hann
í nokkrum hneykslunartón fjölmörg
dæmi úr samtímanum þar sem hann tel-
ur að hagsmunir eigenda fjölmiðla ráði
ferðinni í fréttaflutningi.
Í eigin óþökk
Þessi skrif urðu til þess að minna einn af
lesendum okkar á eftirfarandi klausu úr
eldri pistli á vefsíðu ráðherrans. Hinn 13.
janúar 2001 stendur þar: „Í sömu andrá
og ég er að leggja síðustu hönd á þennan
pistil er viðtal í RÚV um fjölmiðla við Her-
dísi Þorgeirsdóttur, sem er að fjalla um þá
fræðilega við háskóla í Svíþjóð. Hún leggur
áherslu á, að starfsmenn fjölmiðla skuli
hafa frelsi til að vinna störf sín, hvað sem
eigendur þeirra segja, en umræður á þess-
um forsendum enda alltaf í öngstræti, eins
og sannast, þegar ætlunin hefur verið að
festa reglur um slíkt í alþjóðasamninga til
dæmis á vettvangi Evrópuráðsins. Verður
þess krafist af einhverjum, að hann verji
eigin fjármunum í eigin óþökk? Skyldu
þeir, sem þannig tala, vera tilbúnir til þess
sjálfir, væru þeir loðnir um lófana?“
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550
5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent-
smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Kannski höldum vi› stjórn-
málaumræ›unni gangandi af
vir›ingu fyrir fólki fyrra tíma
sem gat tekist á um raunveru-
leg ver›mæti og glímt vi›
raunverulegan vanda – stjórn-
málamenn sem tókust á vi›
meira krefjandi verkefni en
kaffihús í Hljómskálagar›inum
e›a tennisvöll á Klambratúni.
GUNNAR SMÁRI
EGILSSON
Í DAG
STJÓRNMÁLAUMRÆÐAN