Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 50
Ég fékk málin á aðalleikurun-um og þurfti að finna ein-hverja sem voru svipað byggðir og jafn háir og þeir,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir hjá Casting, en hún réðst í það verk- efni að finna menn sem gætu verið staðgenglar fyrir þá Ryan Phill- ippe, Jesse Bradford og Jamie Bell í kvikmyndinni Flags of Our Fathers á meðan tækniliðið gerði allt klárt fyrir tökur. „Til þess að hlífa aðalleikurunum er brugðið á það ráð að fá fólk sem líkist þeim að stærð og gerð til að leysa þá af þegar tæknifólkið þarf að stilla upp tækjum og tólum. Það getur til dæmis verið nauðsynlegt að hafa „stand in“ þegar verið er að stilla ljósin svo ekki sé verið að þreyta leikarana að óþörfu.“ Þrír íslenskir strákar, John Ingi Matta, Atli Þór Albertsson og Ragnar Snorrason, vinna nú við að setja sig (bókstaflega) í spor leikaranna Jesse Bradford, Ryan Phillippe og Jamie Bell. Þótt mikill tími fari, að þeirra sögn, í að sitja á stól og bíða er „stand in“-starfið gott tækifæri til að fræðast um allt sem tengist kvikmyndagerð. Þeir hafa húmor fyrir starfinu og kalla sig postu- línsdúkkur leikaranna en að öllu gamni slepptu fer „stand in“- starfið fram í návígi við tæknilið- ið, leikarana og síðast en ekki síst leikstjórann Clint Eastwood. Dýrasta Hollywood-mynd ársins „Þetta er dýrasta myndin sem er framleidd á þessu ári í Hollywood,“ segir John Ingi en hann hefur komið að leik í fjölmörgum inn- lendum og erlendum auglýsingum, meðal annars fyrir Sony á erlend- um markaði, og stefnir á nám í kvikmyndaleik eða kvikmynda- gerð í Bandaríkjunum. „Fyrir kvik- myndaáhugamann er ótrúlegt að fá tækifæri til að fylgjast með hvernig hlutirnir virka í svona stórri mynd.“ Atli Þór Albertsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands í vor. Hann tekur undir orð Johns Inga og segir það mjög fróð- legt að verða vitni að svona stórri framleiðslu. „Þó ég sé ekki að leika í myndinni er frábært að fá að skyggnast inn í þennan heim og fyrir gaurinn í mér er þetta toppur- inn. Þetta er allt svo mikið „mega“. Að vera inni í platheimi með skrið- dreka, sprengjum og vélbyssum er náttúrlega það sem maður þráði sem krakki,“ segir Atli af einlægri innlifun. „Mér finnst líka svolítið snið- ugt að bera þessa kvikmyndagerð við það sem ég hef kynnst af leik- listarheiminum hér heima. Það virðist vera mun skýrari verka- skipting og goggunarröð í svona stórum myndum. Til dæmis flæddi vatn yfir nokkrar töskur sem voru notaðar sem leikmunir. Einhverjar förðunarstelpur hlupu þá til, til að koma til aðstoðar, en þeim var sagt að skipta sér ekki af því að töskurnar væru á sviði bún- ingadeildarinnar.“ Bannað að reykja nálægt Eastwood Atli Þór og John Ingi eru sammála um að það geisli enn af gamla spagettívestrasjarmörnum Clint Eastwood. „Allir á settinu bera mjög mikla virðingu fyrir Clint, ekki síst aðalleikararnir. Meira að segja Ryan Phillippe talar um myndina sem tækifæri lífs síns,“ segir John Ingi. „Eastwood er al- gjör goðsögn í Hollywood og það sem hefur komið mér mest á óvart er í hversu góðu formi hann er. Þó hann sé 75 ára hefur hann kraft á við miklu yngri mann. Hann klifrar út um allt, er ofan í bátum klukkutímum saman og vill enga aðstoð við neitt. Hann er bara eins og hann birtist í bíó- myndunum, hefur þetta útlit og er í einu orði sagt töffari.“ „Maðurinn er eldri en afi minn,“ segir Atli Þór. „Þótt afi sé sprækur og elti kanínur út um allt tún er það afrek út af fyrir sig að Clint Eastwood standi í þessu öllu saman. Maður sér hann oft val- hoppa í Sandvíkinni en af því að hann er kominn vel á aldur sér maður hann stundum setjast þreyttan niður til að pústa.“ „Svo er hann líka hættur að reykja,“ bætir John Ingi við. „Maðurinn sem var með vindilinn saumaðan í kjaftinn fílar nú alls ekki að hafa sígarettureyk í kring- um sig. Hann reykti í fjöldamörg ár en nú er sagt í gríni að enginn megi reykja í 300 metra radíus frá honum.“ Slúðrað um stjörnurnar Töluvert slúður hefur verið birt í íslensku blöðunum að undan- förnu um stjörnurnar í Flags of Our Fathers. Fylgst er með hvert leikararnir fara út til að skemmta sér og kenningar hafa verið í blöðunum um að Ryan Phillippe hafi látið taka til sín í kvennamálunum. „Þetta er allt saman kjaftæði,“ segir John Ingi. „Það stóð til dæmis í einu blaðinu að Ryan Phillippe hefði verið að reyna við einhverja gellu á Kaffi Óliver á laugardagskvöldið en hann fór ekki einu sinni þangað þetta kvöld.“ Á settinu er hins vegar banda- rískur maður að nafni Sean Michael Gross sem gæti tengst því máli því hann þykir ansi líkur Ryan Phillippe. „Við höfum ekki hitt tví- farann en líklegast er að þetta sé áhættuleikarinn hans,“ segir John Ingi. „Þetta gæti líka verið einhver Sauðkræklingur með amerískan hreim,“ leggur Atli Þór til. „Annars virðast þessir strákar ekki hafa neinar áhyggjur af kjaftasögunum. Þeir reyna ekkert að fylgjast með því hvað er skrifað um þá en stund- um er komið að máli við þá og lesið upphátt fyrir þá hvað stendur í blöðunum,“ segir John Ingi. „Það er þó satt sem sagt er að þeir hafa tekið ástfóstri við Prikið.“ Venjulegir töffarar eins og við „Það sem hefur komið mér hvað skemmtilegast á óvart við að fylgjast með gerð þessarar mynd- ar er að hvort sem þú ert leikari á Íslandi, í London eða Hollywood virðist þetta alltaf ganga út á það sama,“ segir leikarinn Atli Þór. „Sumir í Flags of Our Fathers eiga ekki enn fyrir salti í grautinn og fyrir marga sem eru hér er þessi mynd ansi stórt tækifæri. Maður les oft um það í blöðunum að fólk virðist verða hissa á því þegar það kynnist stórstjörnum og fattar að það er bara venjulegt fólk. En við hverju býst það? Það erum við hin sem hefjum þau upp til skýjanna en ekki þau sjálf,“ segir Atli Þór. Jafnvel þó að stór nöfn úr kvik- myndaheiminum séu í þessari mynd eru þessir strákar ekkert öðruvísi en Björn Hlynur eða Björgvin Franz. Þó þetta séu töffarar sem eru fyrir löngu búnir að hasla sér völl eru þetta líka bara gæjar í harkinu eins og við hinir.“ Alexía hjá Casting segir stór- stjörnurnar vera mjög ánægðar með lífið og tilveruna á Íslandi og ekki síst í höfuðborginni Reykja- vík. „Þetta er mikið ævintýri fyrir þá og þeir eru svaka glaðir. Hér fá þeir að vera óáreittir og líður vel á litlu krúttlegu kaffistöðunum þar sem enginn er að bögga þá.“ Áætlað er að tökunum hér á landi ljúki 8. september. „Um helgina eru stórar tökur í Sandvík og Krýsuvík og hingað til hefur allt gengið glimrandi vel og allir eru glaðir.“ fiegar áhorfandinn hallar sér aftur me› poppkorni› og kóki› í bíó lei›ir hann sjaldnast hugann a› öllu umstanginu sem fylgir kvikmyndager›inni. Fjöldamörg störf eru unnin aftan vi› tjöldin og eru algjörlega ós‡nileg áhorfandanum, flar á me›al starf sem kallast á tungumáli kvikmyndanna „stand in“. fióra Karítas ræddi vi› flá Atla fiór Albertsson og John Inga Matta, sem eru sta›genglar í Hollywood og segjast vera postulínsdúkkur leikaranna. 30 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Í FÓTSPORUM HOLLYWOOD-STJARNANNA Innritun í málmiðndeild kvöldskóla Borgarholtsskóla Síðasti innritunardagur í dag Sími: 535-1716 í málmdeild www.bhs.is Kvöldskóli BHS RAGNAR SNORRASON Aðstoðar Jamie Bell á settinu en er á leið til Prag í tungu- málanám og kvikmyndagerð. JOHN INGI MATTA Er sláandi líkur Jesse Bradford og því ekki að undra að hann hafi verið valinn til verksins. ATLI ÞÓR ALBERTSSON Fer beint úr leiklistarskólanum í spor Ryan Phillippe. CLINT EASTWOOD Það er af sem áður var því nú má ekki reykja neins staðar nálægt spagettívestra- sjarmörnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.