Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 62
Dansleikhúsverkið, No,
he is white, verður sýnt
á opnunarhátíð Reykjavík
Dance Festival í kvöld.
Höfundar og flytjendur
verksins vinna með ólík
tungumál, sækja
innblástur í sígarettu-
pásur og segjast vilja
brjóta múra milli
listgreina.
„Við höfum unnið að dansverkinu
í þrjár vikur uppi í Borgarleik-
húsi,“ segir þýska leikkonan Anne
Tismer en hún er mjög þekkt í
heimalandi sínu enda á hún að
baki tuttugu ára farsælan leik-
hússferil í Þýskalandi. Anne
kynntist íslenska dansaranum
Margréti Söru Guðjónsdóttur í
Berlín þar sem Margrét hefur
starfað með framúrstefnu-
hópnum Dorky Park. Margrét
leiddi Anne og svissnesku
leikkonuna Rakel Svaoldelli til
fundar við dansarann Svein-
björgu Þórhallsdóttur til að semja
opnunarverk á Reykjavik Dance
Festival.
Stelpurnar segja að ekki sé að
finna hefðbundinn söguþráð í
verkinu No, he is white og að í
raun sé best að reyna að skilja
sem minnst í því sem fyrir augu
ber. „Hugmyndirnar fáum við
héðan og þaðan en sýningin
verður enn í þróun þegar við
flytjum hana á opnuninni í
kvöld.“
Innblásturinn sækja listakon-
urnar meðal annars í skrafið í
kaffipásum. „Við fáum okkur oft
ferskt loft fyrir utan leikhúsið,“
segir Rakel Savoldelli. „Þá höfum
við meðal annars komið auga á
starfsmenn verslunarinnar Bónus
þegar það fer út í sígarettupásu.
Þar eru bæði Íslendingar og Kín-
verjar sem reyta af sér brandara
og hlæja mikið saman en við höf-
um haft gaman af að fylgjast með
því hvernig þau tjá sig við hvert
annað.“
„Við erum að vinna mikið með
ólík tungumál,“ útskýrir Anne.
„Fyrir utan það að hópurinn okkar
samanstendur af þýskri og sviss-
neskri leikkonu sem tala á ensku
við íslenska dansara þá er tungu-
mál dansarans og leikarans líka
mjög ólíkt. Dansarar nálgast hlut-
ina út frá ryþma og hreyfingu en
leikarinn nálgast hlutverkið oft út
frá sálfræðilegum þáttum. Í þessu
verkefni erum við ekki síst að
kanna hvað við getum lært hver
af annarri.“
Stelpurnar að baki No, he is
white taka vinnuaðferðir Dorky
Park-listahópsins sér til fyrir-
myndar. Stærstu leikhúsin í
Berlín berjast nú um að fá að
vinna með Dorky Park en stefna
hópsins er að brjóta niður múra
milli ólíkra listgreina. „Í Dorky
Park eru tónlistarmenn fengnir
til að dansa og dansarar fengnir
til að tala. Þetta er mjög nútíma-
legt form og í raun mótmæli við
hefðbundinni verkaskiptingu í
leikhúsinu,“ segir Rakel.
„Í No, he is white blöndum við
líka saman ólíkum stílum í söng,
dansi, tali og tónlist,“ segir Anne
en blústónlist skipar til dæmis
veigamikinn sess í dansleikhús-
verkinu. „David Kiers hefur
samið fyrir okkur tónlist og á
mikinn þátt í að skapa undirtón
verksins. Við höfum hins vegar
ekkert vit á blústónlist og vísar
titillinn No, he is white í þrætur
okkar um hvort blússöngvarinn sé
svartur eða hvítur. Fólk á það til
að tala um eitthvað sem það skilur
ekki og það getur verið mjög
fyndið að hlusta á þess konar sam-
ræður.“
Aðeins ein sýning hér á landi
verður á verkinu No, he is white
en hún verður á Nýja sviði Borg-
arleikhússins í kvöld klukkan 20.
Að því loknu halda listakonurnar
með verkið til Berlínar. Opnunar-
hátíð Reykjavík Dance Festival
hefst í kvöld klukkan 19 en sjálf
hátíðin stendur yfir dagana 1-4.
september í Borgarleikhúsinu.
thorakaritas@frettabladid.is
42 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
> Ekki missa af ...
...djasshátíðinni Jazz undir fjöllum
sem hefst á Skógum undir Eyjafjöllum
klukkan 15 í dag.
...opnun á myndlistarsýningu sex
ungra myndlistarmanna í húsnæði
Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs í Hafnarstræti 98 á Akureyri klukk-
an 15 í dag.
...tónleikum hljómsveitanna Norton,
Sex, Funk og Spilabandsins Runólfs á
Grand Rokk klukkan 23 í kvöld.
Á vordögum voru tólf listamenn sendir út af
örkinni í pörum, sviðslistamaður með mynd-
listarmanni, að kanna landamæri listgrein-
anna og sækja innblástur til samstarfs. Í
fimm daga návígi í óbyggðum Íslands unnu
listamannapörin drög að samstarfsverkum.
Nú er komið að því að sýna afraksturinn.
Verkefnið kallast Break the Ice og er alþjóð-
legt norrænt menningarverkefni.
Dagskráin hefst klukkan 18 í kvöld í Borgar-
leikhúsinu þar sem Jaanis Garancs, Kelly
Davis og Peder Bjurman munu sýna verk
sitt.
Klukkan 20 í Klink og Bank er svo komið að
Catherine Kahn og Lise Skou. Dagskránni í
dag lýkur svo klukkan 21 á verki Söndru
Jogeva, performanslistakonu frá Eistlandi.
Dagskrá uppskeruhátíðarinnar heldur svo
áfram á morgun, sunnudag og hefst klukkan
18 í Öskjuhlíð og stendur fram eftir kvöldi. menning@frettabladid.is
Uppskeruhátí› Break the Ice
Blaðrað af fáfræði um blús
!
STÓRA SVIÐ
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í dag kl 14, Su 28/8 kl 14,
Lau 3/9 kl 14, Su 4/9 kl 14, Su 11/9 kl 14
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON
Stórtónleikar
Fö 2/9 kl 20 - UPPSELT
Fö 2/9 kl 22:30 - UPPSELT
KYNNING LEIKÁRSINS
Leikur, söngur, dans og léttar veigar
Su 11/9 kl 20
Opið hús og allir velkomnir
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
REYKJAVIK DANCE FESTIVAL
Nútímadanshátíð 1.-4. september
Í kvöld kl. 20 No, he was white (forsýning)
höf: Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Margrét Sara Guðjóns-
dóttir, Anne Tismer og Rahel Savoldelli
Videoverk Jared Gradinger
Lau 27/8 kl 20.
10 verk eftir 14 höfunda
Miðaverð kr 2000
Passi á allar sýningarnar kr 4000
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Lau 3/9 kl 20, Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20, Lau
10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20, Fi 15/9 kl. 20
Miðasölusími 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20
miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
Endurnýjun áskriftarkorta
er hafin!
Sala nýrra áskriftarkorta hefst
laugardaginn 3. september
- Það borgar sig að vera áskrif-
andi
10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus
11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus
12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 sæti laus
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
GOETHE ZENTRUM
www.goethe.is
551 6061
Kabarett
í Íslensku óperunni
Næstu sýningar
Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00
Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus
Föstudaginn 2. september
Laugardaginn 3. september
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
Hamrahlíðarkórinn frumflytur
þrjú verk hér á landi á tónleikum
sínum á Kirkjulistahátíð í dag.
Tónleikarnir hefjast í Hallgríms-
kirkju klukkan 18. Verkin sem
frumflutt verða eru eftir finnska
tónskáldið Olli Kortekangas, Þor-
kel Sigurbjörnsson og Atla Heimi
Sveinsson.
Olli Kortekangas er meðal
þekktari samtímatónskálda Finna.
Kortekangas óskaði eftir að semja
verk fyrir Hamrahlíðarkórinn í
tilefni af Soundstreams-tónlistar-
hátíðinni í Toronto 2005. Divinum
mysterium er tileinkað Hamra-
hlíðarkórnum og Þorgerði Ing-
ólfsdóttur, stjórnanda kórsins.
Verkið Á raupsaldrinum eftir
Þorkel Sigurbjörnsson var sumar-
kveðja til Þorgerðar vorið 2005.
Ljóðið er eftir Þorgeir Svein-
bjarnarson (1905-1971) og er í
ljóðabók hans Vísum jarðarinnar
(1971). Hamrahlíðarkórinn frum-
flutti verkið á tónlistarhátíðinni
Soundstreams Northern Voices í
Toronto í Kanada í júní 2005.
Atli Heimir samdi tvo söngva
við ljóð Stefáns Harðar Grímsson-
ar (1920-2002) fyrir Hamrahlíðar-
kórinn og Grím Helgason klar-
inettleikara vorið 2005. Grímur og
kórinn frumfluttu tónverkið í júní
á tónlistarhátíðinni í Toronto. Húm
I er upphafsljóð og Húm II er loka-
ljóð í ljóðabók Stefáns Harðar,
Tengslum, sem kom út 1987.
Auk ofantalinna verka syngur
kórinn Fjögur íslensk þjóðlög í
útsetningu Hafliða Hallgrímsson-
ar, tvö íslensk þjóðlög, Úr Lilju og
Heilagi Drottinn himnum á í
útsetningu Þorkels Sigurbjörns-
sonar, Kveðið í bjargi og Vor-
kvæði um Ísland eftir Jón Nordal,
Vikivaka eftir Atla Heimi Sveins-
son, Vorið það dunar eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og Fögnuð eftir
Hauk Tómasson auk verks eftir
eistneska tónskáldið Arvo Pärt.
HAMRAHLÍÐARKÓRINN Söngvarar Hamrahlíðarkórsins, sem eru á aldrinum 16-22 ára,
hafa verið glæsilegir fulltrúar íslenskrar kórtónlistar á söngmótum víða um heim, nú síð-
ast á Soundstreams Northern Voices tónlistarhátíðinni í Toronto í sumar. Kórinn frumflytur
þrjú verk í Hallgrímskirkju klukkan 18 í kvöld.
UPPSKERUHÁTÍÐ Sandra Jogeva og Þórunn Arna
Þorgrímsdóttir á fyrsta fundi Break the Ice í vor.
Þrjátíu höfundar taka þátt í Bókmennta-
hátíðinni í Reykjavík sem verður haldin í
sjöunda sinn dagana 11.-17. september.
Hátíðin fagnar jafnframt 20 ára afmæli
sínu í ár. Höfundar munu lesa úr verkum
sínum í Iðnó á hverju kvöldi klukkan 20 á
meðan á hátíðinni stendur og verða ís-
lenskar og enskar þýðingar aðgengilegar
þar sem við á. Flesta daga vikunnar verð-
ur dagskrá í Norræna húsinu klukkan 12
og 15 þar sem spjallað verður við erlenda
rithöfunda um verk þeirra. Þess má geta
að fjölmargar þýðingar á verkum erlendu
höfundanna verða gefnar út á næstunni.
Vefsíða hátíðarinnar er á slóðinni
www.bokmenntahatid.is
NO, HE IS WHITE Stelpurnar segja verkið meðal annars lýsa því hvernig fólk á til að
skeggræða um hluti sem það hefur alls ekkert vit á.
Hamrahlí›arkórinn á Kirkjulistahátí›