Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 70
Að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Það er mikill og góðurkostur að geta haft húmor fyrir sjálfum sér því eins og flestir vita er gagnrýni bara eitt form hróss. Það er ekkert smart að verða brjálaður ef bent er á eitthvað sem betur mætti fara því oftast er það gert með góðum ásetningi eða til að slá á létta strengi. Það ber vott um það hversu fólk er öruggt með sig og sitt athæfi ef það tekur gagnrýninni vel og hlær bara að öllu saman. Töskuskraut. Nú er ekki málið að hengja nælur og auka-hluti á sjálfan sig heldur á að skreyta töskuna sína með öllu mögulegu og ómögulegu. Gamlir stakir eyrnalokkar, sniðugar lyklakippur og ýmislegt annað er kjörið sem tösku- skraut. Síðan eiga örugglega allar konur á Íslandi stóra nælu eftir þá tískubólu, svo nú er um að gera að losa hana úr peysunni og næla henni í töskuna. Stórir treflar. Risastórir, prjónaðir treflar eru algjörlegainni. Það er strax byrjað að kólna ískyggilega í veðri og þá getur stór trefill verið algjör bjargvættur. Þá er líka hægt að vera í létta jakkanum örlítið lengur og fresta því þannig að draga fram dúnúlpuna. Góður ullartrefill er eins og notalegt og móðurlegt faðmlag. Að vera góður með sig. Einu sinni þótti voða flott að láta rignaaðeins upp í nefið á sér til að sýna og sanna stöðu sína. En nú þegar stærstu Hollywood-stjörnurnar eru alveg orðnar lausar við alla stjörnustæla og vilja ekkert fremur en að vera eins og hver annar meðaljón, þá eru egótripp almúgans alveg úti á túni! Barmnælur. Nælur geta verið óskaplegafallegar en þegar allar konur eru farnar að ganga með eins nælur í barminum eru þær bara úti. Hvert sem litið er eru konur með stórar semalíunælur festar í sig. Nælurnar virka þó í einstaka tilvikum þegar þær passa inn í heildar- myndina en þær eru ekkert flottar við einlita pólyesterboli eins og flestar konur nota þær. Örmjóir pallíettutreflar. Þessar glitrandi ræmur sem hvereinasta manneskja og hundurinn hennar líka hafa verið með um hálsinn undanfarið eru úti. Þær veita enga vörn móti nístandi kuldanum og eru heldur ekkert svo smart. Eini til- gangurinn með því að vera með svona pallíetturæmu er að skreyta sig en þá er bara miklu flottara að fá sér fínt hálsmen. INNI ÚTI 50 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Það styttist óðum í að Bachelor-þáttur Skjás eins fari í loftið en miðað er við dagsetninguna 13. október. Þessa stundina er verið að leita að heppilegu húsnæði fyrir tökur. Á vef Víkurfrétta kemur fram að aðstandendur þáttarins hafi tekið glæsilegt íbúðarhúsnæði á leigu við Bakkaveg í Reykjanesbæ. Um er að ræða 270 fermetra hús með fimm svefnherbergjum og stofu með arin sem myndi væntanlega henta vel undir rósaafhendinguna. Þá er víst einnig búið að koma fyrir risastórum heitum potti sem ætti að rýma allar skvísurnar og hinn heppna pipar- svein. Samkvæmt mjög áreiðanleg- um heimildum blaðsins á íbúi húss- ins að vera fluttur út en ekki hefur verið gefið upp hver leigan er, þar sem það er trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Frétta-blaðsins var unnið við húsið í gær og það standsett undir tökur. Talsmenn þáttarins neituðu að stað- festa nokkuð og vildu ekkert tjá sig. Þeir vonast eftir vinnu- friði þar sem vinnsla við slíkan þátt sé mjög flókin og við- kvæm. Þeir munu einnig leita til verðandi nágranna piparsveinsins um að halda framvindu þáttanna leyndri. Miklar vangaveltur hafa verið umhverjir séu í fjögurra manna piparsveinahópnum. Mörg fræg andlti hafa verið dregin fram við mis- jafnar undirtektir. Samkvæmt heim- ildum blaðsins er enginn þeirra þekkt andlit og því ljóst að ný stjarna mun fæðast á næstu misserum. LÁRÉTT 1 örvun 6 skýra frá 7 þurrka út 8 skyldir 9 dýrahljóð 10 ái 12 stykki 14 skjól 15 tveir eins 16 sem 17 þangað til 18 íþróttafé- lag. LÓÐRÉTT 1 kolvetnistegund 2 gil 3 gelt 4 umorðun 5 lík 9 þakbrún 11 brak 13 ryk 14 bý til voð 17 kringum. LAUSN 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa t r r Fréttablaðið greindi frá því í gærað Barði Jóhannsson tónlistar-maður hefði fengið sig fullsaddan af spurningum Guðmundar Stein- grímssonar í Kvöldþættinum á Sirkus á miðvikudag og gengið á dyr áður en þættinum lauk. Viðskiptum þeirra Guðmundar og Barða var þó hvergi nærri lokið og þeim lenti saman á Öl- stofunni á fimmtudagskvöldið. Barða virtist vera meinilla við Guðmund og ýtti við honum nokkrum sinnum. „Svo kom bjór- glas fljúgandi á eftir mér úr þeirri átt sem hann stóð,“ segir Guð- mundur, sem skilur hvorki upp né niður í hegðun Barða. „Hann hefur kannski ofmetnast á því að syngja í einhverjum frönskum spurningaþáttum og útsetja cover-lög,“ bætir hann við. Guðmundur segir að þeir hafi rætt saman um kvöldið þar sem Barði hafi haldið áfram að gagn- rýna sig. „Hann ætti kannski að rifja upp þáttinn sem hann var í sjálfur, Gnarrenburg, margir fengu bjánahrollinn þá. Barði eins og freðin ýsa, minnti dálítið á Teletubbies,“ segir Guðmundur. Barði var mjög ósáttur við þær spurningar sem hann fékk í þætt- inum. „Hann vildi ræða um tón- listina og hvernig hefði gengið að blanda saman ólíkum tónlistar- stefnum,“ segir Guðmundur. „Ég veit ekki betur en að ég hafi spurt hann að þessu í þættinum. Svörin hans bentu þó til þess að hann væri enn á máltökuskeiðinu vegna þess hann virðist eiga í erfiðleikum með að mynda fleiri en tvær setningar samfleytt,“ segir Guðmundur. Hann býður Barða þó hjartanlega velkominn aftur í þáttinn hvenær sem er. „Hann má ganga inn og út úr þættinum eins oft og hann vill enda hefur hann svo litla nær- veru að það myndi enginn taka eftir því hvort sem er.“ Ekki náðist í Barða vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Kvöldfláttardeilan har›nar GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Spark- ar frá sér og vandar Barða Jóhannssyni tónlistarmanni ekki kveðjurnar eftir stymp- ingar á Ölstofunni. Stærsta verkefnið sem sjónvarps- stöðin Sirkus ætlar að ráðast í í haust er raunveruleikaþáttur sem ber nafnið Ástarfleyið. Mikil leynd hefur ríkt yfir þættinum en sögusvið hans verður lúxus- snekkja við strendur Tyrklands. „Við erum búin að taka upp kynn- ingarefni en keppendurnir hafa enn ekki verið valdir,“ sagði ást- arkafteinninn Valdimar Örn Flygenring, sem hefur tekið að sér þáttarstjórnunina. Sjö strákar og sjö stelpur verða valin til þátttöku og er eitt skilyrðanna að þau séu á lausu svo það má búast við miklum tilfinn- ingum og dramatík. „Þættirnir eru eftir erlendri fyrirmynd [Love Boat] svo þetta er allt unnið eftir ákveðinni for- múlu. Við höldum utan um mán- aðamótin september/október,“ sagði Valdimar dularfullur. „Ég verð hálfgerður siðameistari á staðnum og kem til með að halda utan um þetta. Ég leiði hópinn og stjórna því ef farið verður í ein- hverja leiki eða fólk sent á stefnu- mót. Svo verð ég þeim bara innan handar ef eitthvað kemur upp á.“ En af hverju verður hópurinn við strendur Tyrklands þegar nóg er af sjó í kringum okkar fallegu eyju? „Það er miklu exótískara að vera í þrjátíu til fjörutíu stiga hita en að vera í gamla vindbelgnum,“ segir Valdimar. „Þetta er svona sæt og falleg veröld sem flesta Ís- lendinga dreymir um. Svo er auð- vitað skemmtilegra að horfa á fallegt fólk í sól og hita en í kulda- göllunum,“ segir hann kíminn. Sirkus tekur á móti umsóknum frá ungmennum sem vilja taka þátt í ævintýrinu frá og með 30. ágúst en umsóknarfrestur rennur út um miðjan september. Ætlast er til þess að þátttakendur séu á aldrin- um tuttugu til þrjátíu ára en áhuga- samir geta kynnt sér málið á vef- síðunni www.astarfley.is sem opn- uð verður í næstu viku. Ekki hefur verið staðfest hvenær útsendingar hefjast en ljóst er að þátturinn mun vekja mikla athygli þegar þar að kemur. soleyk@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær Vala Matt fyrir að vera alltaf jafn fersk og frábær. HRÓSIÐ VALDIMAR ÖRN FLYGENRING: VERÐUR KAFTEINN Á ÁSTARFLEYINU Fjórtán ástleitin ungmenni við strendur Tyrklands LÁRÉTT: 1 Eggjun, 6 Tjá, 7 Má, 8 Aá, 9 Urr, 10 Afi, 12 Stk, 14 Var, 15 Uu, 16 Er, 17 Uns, 18 Fram. LÓÐRÉTT: 1 Etan, 2 Gjá, 3 Gá, 4 Umritun, 5 Nár, 9 Ufs, 11 Marr, 13 Kusk, 14 Vef, 17 Um. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.