Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 6
6 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR
KÖNNUN „Ég er mjög ánægður
með þær niðurstöður sem þessi
skoðanakönnun sýnir. Við sjálf-
stæðismenn munum áfram og
eftir næstu kosningar sýna borg-
arbúum að við stöndum undir
þeim væntingum sem til okkar
eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa
í huga að skoðanakannanir eru
fyrst og fremst vísbendingar en
ekki heilagur sannleikur,“ segir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn.
Vilhjálmur segir að borgar-
stjórnarflokkurinn hafi á undan-
förnum misserum heimsótt um
eitt hundrað og fimmtíu fyrir-
tæki, stofnanir og félagasamtök í
borginni til að kynnast þeirri
starfsemi sem þar fer fram og
ræða við starfsfólk. „Við höfum
lagt áherslu á að vera í góðu sam-
bandi við borgarbúa allt kjör-
tímabilið en ekki bara kortéri
fyrir kosningar. Við sjálfstæðis-
menn erum augljóslega að upp-
skera árangur af því mikla starfi
sem við höfum verið að inna af
hendi á undanförnum misserum
og ég er mjög þakklátur borgar-
búum fyrir það mikla traust sem
þeir sýna okkur,“ segir Vilhjálm-
ur. - hb
KÖNNUN „Það væri slæmt fyrir
borgarbúa ef úrslit kosninga yrðu
á þennan veg,“ segir Steinunn Val-
dís Óskarsdóttir, borgarstjóri og
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins
fengi Sjálfstæðisflokkurinn hrein-
an meirihluta ef kosið væri nú.
Steinunn Valdís segir útkomu
Samfylkingarinnar góða en telur
eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokks-
ins mælist sterk um þessar mundir.
„Mikið hefur verið fjallað um
framboðsmál sjálfstæðismanna að
undanförnu, fókusinn hefur verið á
þeim. En fyrir Samfylkinguna eru
þetta fínar niðurstöður og í sam-
ræmi við fylgi flokksins í borginni
í síðustu þingkosningum.“
Rúm fjörutíu prósent aðspurðra
tóku ekki afstöðu og telur Steinunn
Valdís líklegt að þar séu á ferðinni
kjósendur Reykjavíkurlistans sem
enn eru að átta sig á þeirri stöðu að
listinn býður ekki fram í næstu
kosningum.
Steinunn Valdís segir Samfylk-
inguna ekki líða fyrir neikvæða
umræðu í garð Reykjavíkurlistans
en greinilegt sé að samstarfsflokk-
arnir, Framsóknarflokkur og
Vinstri grænir gjaldi hennar.
„Þessar niðurstöður benda til þess
að slagurinn standi milli Samfylk-
ingarinnar og Sjálfstæðisflokks-
ins.“ - bþs
Vinstri grænir fengju einn
fulltrúa en Framsókn engan
Sjálfstæ›isflokkur fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn ef bo›a› yr›i til kosninga nú samkvæmt n‡rri
sko›anakönnun Fréttabla›sins. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa en Frjálslyndir engan.
SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk-
ur fengi hreinan meirihluta borg-
arfulltrúa ef boðað yrði til sveit-
arstjórnakosninga nú samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Frétta-
blaðsins. Af þeim sem tóku af-
stöðu í könnuninni sögðust 53,5
prósent myndu kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn. Samkvæmt því myndi
flokkurinn fá níu borgarfulltrúa.
Þegar kosið var til sveitarstjórna
árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn 40,2 prósent atkvæða og
sex borgarfulltrúa kjörna.
Samkvæmt sömu könnun
sögðust 29,7 prósent myndu
kjósa Samfylkingu og fengi hún
þar af leiðandi fimm borgarfull-
trúa. 8,8 prósent svarenda sögð-
ust myndu kjósa Vinstri hreyf-
inguna grænt framboð sem fengi
þá einn borgarfulltrúa. Fram-
sóknarflokkur og Frjálslyndi
flokkurinn fengju engan borgar-
fulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent
sögðust myndu kjósa Framsókn-
arflokkinn og 2,2 prósent sögðust
myndu kjósa Frjálslynda flokk-
inn. Tæpt prósent sagðist myndu
kjósa einhvern annan lista.
Þeir flokkar sem nú mynda
Reykjavíkurlistann hafa sam-
kvæmt könnuninni stuðning 43,3
prósenta svarenda sem tóku af-
stöðu, en fengu 52,6 prósent at-
kvæða í síðustu kosningum og 8
borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokk-
urinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í
síðustu kosningum og einn borg-
arfulltrúa.
Ef litið er til allra svarenda
höfðu 34,1 prósent þeirra sem
talað var við ekki gert upp hug
sinn og sögðust óákveðin. Mun
fleiri konur, segjast óákveðnar
en karlar, en 40 prósent kvenna
sögðust óákveðin en 28,3 prósent
karla.
Lítill munur er á afstöðu kynj-
anna til stjórnmálaflokkanna. Þó
segjast heldur fleiri karlmenn,
eða sex prósent þeirra sem taka
afstöðu, myndu kjósa Framsókn-
arflokkinn, en 3,4 prósent
kvenna. Þá eru konur aðeins lík-
legri til að kjósa Samfylkinguna
en karlar, en 30,9 prósent kvenna
sem tóku afstöðu sögðust myndu
kjósa Samfylkingu á móti 28,8
prósentum karla.
Könnun var gerð dagana 27.
og 28. ágúst. Hringt var í 800
Reykvíkinga, skipt jafnt milli
kynja og valið af handahófi úr
þjóðskrá. Spurt var: „Hvaða lista
myndir þú kjósa ef gengið yrði til
borgarstjórnarkosninga nú?“ og
tóku 56,8 prósent svarenda af-
stöðu til spurningarinnar.
svanborg@frettabladid.is
Ólafur F. Magnússon:
Afsönnum
kannanirnar
KÖNNUN „Þetta eru svipaðar tölur og
birtust manni lengi framan af kosn-
ingabaráttunni fyrir fjórum árum,“
segir Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Frjálslynda flokksins, um
niðurstöður skoðanakönnunarinnar.
Ólafur viðurkennir að hafa von-
ast eftir meira fylgi í könnuninni.
„Það er hins vegar ljóst að umræðan
í sumar hefur ekki snúist um borg-
armál heldur væntanlega frambjóð-
endur hinna flokkanna. Ég óttast
ekki að þegar við komumst meira
inn í umræðuna munum við lagfæra
okkar stöðu verulega. Við höfum í
þrennum kosningum sýnt að við
skákum skoðanakönnununum.“ -shg
Árni Þór Sigurðsson:
Hvergi
banginn
KÖNNUN „Þetta getur auðvitað verið
vísbending um stöðuna eins og hún
er núna og sýnir að við höfum mikið
verk að vinna. Ég tel hins vegar að
við eigum góða
möguleika þegar
við höfum unnið
okkar stefnuskrá
og er hvergi
banginn,“ segir
Árni Þór Sigurðs-
son borgarfulltrúi
Vinstri grænna.
S a m k v æ m t
könnun Frétta-
blaðsins fengi flokkurinn einn borg-
arfulltrúa ef kosið yrði nú.
Árna Þór kemur sterk staða
Sjálfstæðisflokksins ekki á óvart
enda hafi talsverð umræða verið um
flokkinn í borgarmálaumræðunni að
undanförnu. „Ég held hins vegar að
ekki séu öll kurl komin til grafar og
held að þetta verði ekki niðurstaðan
þegar upp verður staðið.“ - hb
Eiga borgaryfirvöld að taka í
notkun bílastæðaklukkur í stað
stöðumæla?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að herða refsingar við fíkni-
efnabrotum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
38%
62%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Alfreð Þorsteinsson:
Hef sé› fla›
svartara
KÖNNUN „Ég hef oft séð það svart-
ara en þetta,“ segir Alfreð Þor-
steinsson, borgar-
fulltrúi Framsókn-
arflokksins. „Þetta
eru ekki tölur sem
koma okkur fram-
sóknarmönnum á
óvart í upphafi
kosningabaráttu.
Vaninn hjá okkur
hefur verið sá að
vinna á þegar nær
dregur kosningum og kosningabar-
áttan er eiginlega ekki byrjuð,
þannig að ég þekki lægri tölur en
þetta í upphafi kosningabaráttu,“
segir Alfreð. Aðspurður um
hvenær svo hafi verið, segir Alfreð
að það hafi meðal annars verið í
kosningunum 1986. - hb
ALFREÐ
ÞORSTEINSSON
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
Niðurstöðurnar góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn:
Ver›ur a› halda vel á spilunum
KÖNNUN Sjálfstæðismenn mega
vel við una en samt er kálið
ekki sopið þótt í ausuna sé kom-
ið. Þetta segir prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands um niðurstöður skoð-
anakönnunar Fréttablaðsins á
fylgi reykvísku stjórnmála-
flokkanna.
„Fyrir Sjálfstæðisflokkinn
eru þetta jákvæð skilaboð,“
segir Gunnar Helgi Kristins-
son, prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands. „Á
svipuðum tíma fyrir síðustu
kosningar var flokkurinn hins
vegar líka með ágæta forystu
en það dugði þó ekki til. Þeir
þurfa því, ef maður dæmir af
reynslunni, að hafa býsna gott
forskot til að eiga möguleika á
að sigra á endanum.“ Hann bæt-
ir því við að svo virðist sem
fylgi flokksins sé oft ofmetið í
skoðanakönnunum.
Gunnar Helgi segir að afleið-
ingar þess að flokkarnir sem
áður mynduðu Reykjavíkurlist-
ann bjóði fram hver í sínu lagi
séu þegar að koma í ljós. „Í
borgarstjórn eru bara fimmtán
borgarfulltrúar og það er
óvenju lítið. Það er hins vegar
mikill þröskuldur fyrir litla
flokka að yfirstíga og skaðar þá
vinstri vænginn þegar þeir
bjóða fram hver í sínu lagi því
þá falla mörg atkvæði dauð.“
- shg
B D F S V
0
9
0
5
1
FJÖLDI BORGARFULLTRÚA
Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa,
Samfylkingin fimm og Vinstri grænir einn.
Framsókn og Frjálslyndir fengju engan.
„HVAÐA LISTA MYNDIR ÞÚ KJÓSA EF
GENGIÐ YRÐI TIL BORGARSTJÓRNARKOSN-
INGA NÚ?“
Könnun Fréttablaðsins 27. og 28. ágúst.
D: 53,5%F: 2,2%
S: 29,7%
Aðrir: 0,9%
B: 4,8%V: 8,8%
GUNNAR HELGI KRISTINSSON
STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Telur líklegt að margir óákveðinna séu kjósendur
Reykjavíkurlistans sem enn séu að átta sig á að listinn býður ekki fram í kosningunum í maí.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um niðurstöður könnunarinnar:
fiakklátur fyrir trausti›
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Þakklátur
borgarbúum fyrir traustið sem þeir sýna.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir um niðurstöður könnunarinnar:
Gó› útkoma Samfylkingarinnar