Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 73
Samfylkingin á leikinn í næstu kosningum Nú er ljóst að Reykjavíkurlistinn býður ekki fram með sama hætti og gert hefur verið í þrennum undangengnum kosningum. List- inn hefur staðið fyrir stórstígum framförum, en nú vilja ýmsir fara aðrar leiðir í pólitísku starfi. Það ber þó að undirstrika að R-listinn hefur lyft Grettistaki í leikskóla- málum, komið á einsetningu skóla, bætt félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa, umhverfi og að- stöðu fyrir tómstundastarf. Reyk- vískar fjölskyldur hafa á síðasta áratug fundið fyrir stórbreytingu til batnaðar. Það er hins vegar ekki pólitísk samstaða um að bjóða fram sameiginlega á svipuð- um nótum og áður. Ný staða krefst nýrra leiða. Samfylkingin hefur verið trú stefnu sinni, nafni og uppruna, en stjórnmálin þurfa að þróast áfram og taka mið af breyttum aðstæðum. Við viljum samfylkja áfram öllu fé- lagslega sinnuðu fólki í baráttunni fyrir betra samfélagi. Nú ætlum við í Samfylkingunni að einhenda okkur í að fara ítarlega yfir borgarmálin fyrir komandi kosningar og við hvetjum flokksmenn sem og aðra sem vilja fylkja liði með okkur til að taka þátt í mótun stefnu fyrir fram- tíð borgarbúa. Á grundvelli þeirrar stefnu munum við bjóða fram sigur- stranglegan lista í kosningunum að vori. Af þeim stefnumiðum sem koma munu til sérstakrar skoðunar eru skipulags- og samgöngumál, efling skóla- og menntastarfs á öllum stig- um, þróun velferðarþjónustu og íþrótta- og tómastundastarfs og efl- ing umhverfisvaktar. Endurmennt- un og endurhæfing mun verða fyr- irferðarmeiri á næstu áratugum og málefni aldraðra krefjast nýrra og bættra úrræða. Við viljum lýðræð- islegt samfélag, þar sem allir eiga möguleika á þátttöku í samfélags- þróuninni. Flugvallarsvæði og innanlands- flug hafa verið til umræðu þessa dagana. Borgin þarf núverandi flug- vallarland undir íbúabyggð og þró- un háskólasvæðis. Niðurstaða kosn- inga meðal borgarbúa var sú að flugvöllurinn skyldi fara að ákveðn- um tíma liðnum. Það þarf bara að finna þann kost sem hagkvæmastur er og sem best sátt getur skapast um. Þar eru nokkrir staðir nefndir og þá þarf að skoða fordómalaust. Hér er um stórt mál að ræða sem krefst vandlegrar yfirlegu, en hafa ber í huga að þótt enn sé nokkur tími til stefnu áður en endanlega ákvörðun um staðsetningu verður að taka verður að undirbúa ákvörð- un í tíma. Því er mikilvægt að fram- tíðarhorfur og þróun séu metnar af sem mestri kunnáttu. Um þessi mál og fleiri verður fjallað í málefnastarfi Samfylking- arinnar næstu vikurnar. Þau verða síðan borin fram af fulltrúum okkar í komandi kosningum sem valdir verða á lýðræðislegan og opinn hátt. Þar eigum við öfluga fulltrúa og sjálfsagt munu fleiri borgarbúar óska eftir því að koma til liðs við okkur. Samfylkingin á samleið með borgarbúum. Það mun verða öflug og lýðræðisleg hreyfing okkar sem býður fram til borgarstjórnarkosn- inga í vor. Þá mun nýr kafli hefjast í pólitískri sögu borgarinnar. Höfundur er formaður Hverfa- félags Samfylkingar í Breiðholti. 17MÁNUDAGUR 29. ágúst 2005 Algjör misskilningur Daglega vekja fréttir eða fréttaskýringar í fjölmiðlum hugleiðingar um eitthvað, sem kannski væri tilefni til að ræða í dag- bókinni. Í dag, laugardaginn 27. ágúst, sé ég til dæmis, að Guðmundur Magnússon leitast við að gera mér upp þá skoðun í Fréttablaðinu, að mér finnist eitthvað óeðlilegt við, að eigendur fjölmiðla hafi skoðanir á efni þeirra og láti þá skoðun í ljós við þá, sem annast ritstjórn miðl- anna. Þetta er algjör misskilningur hjá Guðmundi. Mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta. Hitt er síðan annað mál, hvort ritstjórar og blaðamenn fara eftir slíkum ábendingum og hvað gerist, ef það er ekki gert. Björn Bjarnason á bjorn.is Ungir kjósendur Framboð Gísla Marteins ber ekki síst að meta í því ljósi að mjög stór hópur kjós- enda er undir 35 ára aldri og væntir þess að eiga öfluga fulltrúa á þingi og í bæjar- stjórnum sveitarfélaga. Þessa fulltrúa hef- ur vantað hin síðari ár í öllum flokkum og því gæti skapast mikil stemmning fyrir framboði Gísla innan Sjálfstæðisflokksins um leið og andstæðingar hans munu að öllum líkindum taka höndum saman og fylkja sér um framboð Vilhjálms og mun hann eflaust leita eftir bandalögum við ýmsa í því sambandi. Það gæti þýtt hrein- ar átakalínur hjá sjálfstæðismönnum næstu tvo mánuðina og verður spenn- andi að fylgjast með. Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is Ekki lúta að smáu Flokkssystir mín Steinunn Valdís sagði í RÚV að framboð Stefáns Jóns Hafstein í fyrsta sæti á borgarstjórnarlista Samfylk- ingarinnar kæmi sér ekki á óvart því hann væri búinn að ganga lengi með borgar- stjórann í maganum. Mér fundust þetta heldur óviðkunnanleg ummæli hjá borg- arstjóranum. Í stjórnmálum er það yfirleitt óskrifuð regla að menn fá að vera í friði þegar þeir tilkynna framboð í embætti al- veg einsog stjórnmálaforingjar láta aðra flokka í friði með stórfundi einsog lands- þing. Foringjar eiga ekki að lúta að smáu. Össur Skarphéðinsson á ossur.hexia.net Færi létt með það Það verður einnig hart barist í Samfylk- ingunni. Steinunn Valdís er sitjandi borgarstjóri og getur því ekki annað en boðið sig fram í fyrsta sætið. Stefán Jón er núverandi oddviti listans og ætlar að bjóða sig fram í það sæti áfram. En áætlanir þeirra beggja gætu runnið út í sandinn ef Össur lætur slag standa og gefur kost á sér sem borgarstjóraefni. Össur hefur staðið sig feikilega vel eftir að hann tapaði formannsslagnum fyrir svilkonu sinni. Flokksmenn eru honum þakklátir fyrir það og velviljaðir. Er viss um að hann færi létt með að ryðja þeim báðum úr vegi. Eiríkur Bergmann Einarsson á eirik- urbergmann.hexia.net AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN KOMANDI KOSNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.