Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 16
Í mínu ungdæmi upp úr miðri síð- ustu öld var talað um málfar fólks eins og veikindi. Málnotkun fólks - beygingar þess, orðfæri og með- ferð á sérhljóðum og lokhljóðum - flokkaðist undir heilbrigðismál; sá einstaklingur var fárveikur sem átti kannski bæði við flámæli og linmæli að stríða og var jafn- vel að auki haldinn þágufallssýki - ekkert annað en tafarlaus með- ferð gat læknað fólk af slíkum kvillum, gat jafnvel þurft að skera... En fyrst og fremst þurfti að gæta þess að hlífa samborgur- um hins helsjúka einstaklings við því að þurfa að heyra hann opin- bera raunverulegt ástand sitt; öll- um ráðum var beitt til að fá þetta málveika fólk til að tjá sig ekki undir nokkrum kringumstæðum... Rétt mál og rangt, heilbrigt mál og sýkt, hreint mál og meng- að: í mínu ungdæmi voru skýrar línur; íslenskan var göfugt hljóð- færi og einungis þrotlaus lestur á verkum Brands ábóta eða áralöng vist í afdölum hjá þeim körlum og kerlingum sem fyrir sakir nátt- úruvals höfðu varðveitt íslensk- una eins og hún var í eðli sínu gat gert mann verðugan þess að taka sér þetta mál í munn nokkurn veginn kinnroðalaust. Þetta var sem sé öld málóttans. Frá því að börnin stigu inn í skólann í fyrsta sinn var þeim innrætt að þau kynnu ekki það tungumál sem þau höfðu numið við móðurkné, og að notkun þeirra á þessu tungumáli væri svo ábótavant að til tafar- lausra ráðstafana þyrfti að grípa. Þeir dagar eru liðnir - liðnir eru tímar umvöndunarmálfræð- innar og upp er runnin öld mann- úðarmálfræðinnar, svo gripið sé til orðs sem Megas bjó til í öðru samhengi. Maður sér ekki lengur fyrir sér málfræðinga á hvítum sloppum með samanbitnar varir að reyna að þrífa dönskuslettur af villuráfandi einstaklingi eða að lækna hljóðvilltan einstakling heldur eru málfræðingarnir orðn- ir eins og hverjir aðrir sveppa- fræðingar sem kunna skil á eitr- uðum sveppum og ofskynjunar- sveppum og átsveppum en telja ekki í sínum verkahring að hlut- ast til um það hvaða sveppir fá að vaxa. Sjálfsagt er lítil eftirsjá að þeim tímum þegar litið var á það sem ógnun við íslenska tungu þegar almenningur vogaði sér að opna munninn - og umvandanir um málfar hafa í seinni tíð tekið að snúast fremur um óskýra hugs- un en misgöfugan uppruna orða. En ég get samt ekki stillt mig um að hreyfa hér undarlegri mál- breytingu sem farið hefur sigur- för um samfélagið undanfarin misseri. Breytingin er þessi: þeg- ar sögninni „að spá“ fylgir for- setningin „í“ er hún allt í einu far- in að taka þágufall með sér í stað þolfalls eins og fyrr. Unnvörpum spáir fólk nú í „einhverju“ í stað þess sem áður var, að það spái í „eitthvað“. Hvað er hér á seyði? Er þetta þágufalls - uh - hneigð? Ný birt- ingarmynd á þeirri tilhneigingu þágufallsins að ryðja út þolfall- inu? Kannski. En hér er þágufall ekki bara að ryðja út þolfalli held- ur ryðst sögnin „að spá“ hér inn á svið systursagnar sinnar „að pæla“ og virðist jafnvel á góðri leið með að útrýma henni: eða haf- ið þið, kæru lesendur, nýlega heyrt einhvern tala um að pæla í einhverju? Eins og kunnugt er þá tekur sú sögn einmitt með sér þágufall, enda er þágufallið fall aðgerðanna, virkninnar, hreyfing- arinnar en þolfallið er fall kyrr- stöðu, óvirkni, dáðleysis, þess sem skoðað er. Það er þetta óvirka horf þolfallsins sem veldur því að fólk á erfitt með að nota það með sögnunum „að vilja“ og „langa“ og hyllist til að nota þar þágufallið sem gefur meira til kynna virkan vilja og löngun. Báðar gengu þessar gömlu og virðulegu sagnir „að spá og pæla“ í endurnýjun lífdaganna á svipuð- um tíma og voru mikið notaðar í unglingamáli á sjöunda og átt- unda áratug 20. aldarinnar. Þær komust þaðan inn í almenna mál- notkun og urðu tískuorðfæri við nokkra velþóknun málfræðinga. Einkum þótti nútímanotkun á sögninni „að pæla“ til marks um endurnýjunarmátt íslenskrar tungu. Það er eitthvað mjög þjóð- legt og hrjóstrugt við þessa sögn sem merkir að grafa í gróður- snauðum jarðvegi með sérstökum spaða - páli - við skynjum í sögn- inni púlið við að hugsa; hér er eng- inn óbærilegur léttleiki, engin auðkeypt viska, heldur kostar sér- hver niðurstaða umþenkinganna ómælda fyrirhöfn... En nú virðist þessi fallega og sérkennilega sögn allt í einu í bráðri útrýmingarhættu og spurning hvort ekki þurfi að setja hana í einhvers konar gjörgæslu... Ég leyfi mér hér með að gera dálitla uppreisn gegn ríkjandi reiðareksstefnu í málfarsefnum og nota hér gamalt form við mál- farsábendingar: Heyrst hefur: ég er að spá í því að fara í föt. Rétt væri: ég er að spá í það að fara í föt. Enda pæli ég mikið í fötum. E rfitt ástand ríkir víða á leikskólum og frístundaheimilumvegna manneklu. Þetta ástand kemur upp á hverju haustiþegar skólafólk hverfur af vinnumarkaði til síns náms. Vandinn er mismikill eftir atvinnuástandinu í þjóðfélaginu. Í ár er hann í meira lagi vegna þess að mikið framboð er af atvinnu. Skýringin liggur ekki í því að störf með börnum séu óvinsæl. Þessi störf eru hins vegar illa metin til launa og þar af leiðandi ekki eins eftirsóknarverð og þau ættu að vera. Vissulega eru launin ekki það eina sem máli skiptir við starfsval en laun sem eru undir þeim mörkum að fólk geti framfleytt sér með sæmilegri reisn eru eng- um bjóðandi. Hjá faglærðum stéttum hefur ástandið heldur skánað á umliðn- um árum, kennaraskortur er að minnsta kosti ekki eins áberandi og var um árabil. Hins vegar er hlutfall leikskólakennara á leikskólum langt undir því sem eðlilegt getur talist. Ástandið er verst þegar lit- ið er til þeirra stétta sem sinna aðstoðarstörfum á uppeldisstofnun- um enda eru launin þar undir velsæmismörkum hjá þjóð sem þyk- ist byggja velferðarsamfélag. Störf að uppeldi og aðhlynningu hljóta að teljast hornsteinar í þróuðu velferðarsamfélagi. Það er hluti af sjálfsvirðingu þróaðrar þjóðar að í skólum og uppeldisstofnunum sé stundað faglegt starf af vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki sem er stolt af starfi sínu og uppsker laun sem hægt er að lifa af með reisn. Störf þessa fólks leggja grunninn að allri framtíð. Með breyttu samfélagi hefur mikilvægi starfa á uppeldisstofn- unum aukist enn. Samvistir barna á virkum dögum eru jafnvel meiri við þá sem annast þau í skólum og á frístundaheimilum en við foreldrana, enda vinnuálag á foreldrum ungra barna óvíða jafn- mikið og hér á landi. Þetta þýðir að kennarar, þar með talið leik- skólakennarar, og samstarfsfólk þeirra eru áhrifaríkir uppalendur og fyrirmyndir í lífi barna og því lykilatriði að í þessi störf veljist hæft fólk sem sinnir þeim af alúð, áhuga og fullri reisn, af því að það hefur valið að gera uppeldis- og kennslustörf að ævistarfi sínu. Sama máli gegnir vitaskuld um umönnunarstörf þar sem laun eru einnig skammarlega lág. Mannekla sú sem ríkir á öldrunar- stofnunum á áreiðanlega að minnsta kosti að hluta rætur í lágum launum. Það hlýtur að vera metnaðarmál að hlúa að veikum, fötluð- um og öldruðum þannig að þessir hópar búi við það öryggi að hafa við hlið sér gott starfsfólk og stöðugt. Mikill fjöldi fólks, aðallega kvenna, hefur vissulega gert uppeld- is- og umönnunarstörf að ævistarfi og sinnir störfum sínum af kostgæfni. Þess vegna eigum við til dæmis góða skóla. Hins vegar er sá óstöðugleiki sem reglulega kemur upp vegna manneklu óboð- legur börnum okkar og öðrum þeim sem njóta þjónustu uppeldis- og umönnunarstarfsmanna. Starfsfólk í uppeldis- og umönnunarstörfum er nánast allt í vinnu hjá ríki eða sveitarfélögum. Aldrei hafa skatttekjur verið meiri en nú þegar góðærið hefur skilað sér til stórs hluta lands- manna. Því hlýtur að vera lag að færa laun þessara starfshópa til þess horfs að mannsæmandi teljist, strax í næstu kjarasamningum. 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Óstöðugleiki í starfi uppeldisstofnana er óþolandi. Launin ver›a a› hækka FRÁ DEGI TIL DAGS Ástandi› er verst flegar liti› er til fleirra stétta sem sinna a›sto›- arstörfum á uppeldisstofnunum enda eru launin flar undir vel- sæmismörkum hjá fljó› sem flykist byggja velfer›arsamfélag. Í DAG DAGLEGT MÁL GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Breytingin er flessi: flegar sögninni „a› spá“ fylgir for- setningin „í“ er hún allt í einu farin a› taka flágufall me› sér í sta› flolfalls eins og fyrr. Spá›u í mér? Ekki að hætta „Er ekki á leið út úr pólitík“ er fyrirsögnin á viðtali við Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra hér í Fréttablaðinu í gær. Kannski er tímasetning þessara ummæla hrein tilviljun. Nema ráðherrann sjái ástæðu til að ítreka þetta í tengslum við þrálátar umræður um hugsanlegt brott- hvarf annars manns úr stjórnmálum. Ekki er útilokað að þau mál skýrist á fundi fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík síð- degis í dag. Björn Ingi fram Slagurinn um forystusætin á framboðslistum flokkanna við næstu borgarstjórnar- kosningar er hafinn af fullum þunga. Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra mun staðráðinn í því að verða oddviti flokks- ins. Halldór Ásgrímsson stendur að sjálf- sögðu á bak við sinn mann. En til þess verður Björn Ingi að velta Alfreð Þor- steinssyni úr sessi. Nema Alfreð víki að eigin frumkvæði eins og ýmsir í flokkn- um telja líklegra. Glaðværð er kostur Gísli Marteinn Baldursson ætlar að reyna að ná oddvitasæti sjálfstæðismanna af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Mikið er í húfi því oddviti Sjálfstæðisflokksins er hugs- anlega næsti borgarstjóri í Reykjavík. Framboð Gísla Marteins er með velþókn- un margra helstu ráðamanna flokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar. Það má Gísli eiga að hann er glaðvær og alúðleg- ur, en það eru eiginleikar sem ýmsir stjórnmálamenn hafa ýmist aldrei tileink- að sér eða glatað á valdastólum. Fátt er hvimleiðara í fari valdsmanna en önug- lyndi og yfirlæti. Viðbrögðin verri Ummæli Sigmundar Sigurgeirssonar svæðisstjóra RÚV á Suðurlandi um Baugsfeðga og stjórnendur KB-banka eru honum ekki til álitsauka. Verri eru þó við- brögð yfirmanna hans. Þeir hóta að reka hann úr starfi fyrir þessi orð sem skrifuð voru utan vinnutíma á bloggsíðu á net- inu. Í tjáningarfrelsi felst réttur til að segja meiningu sína, jafnvel þótt hún virðist bersýnilega vanhugsuð eða ósmekkleg. Vonandi hafa einhverjir vit fyrir stjórnendum Ríkisútvarpsins áður en þeir misstíga sig í þessu máli. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.