Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 4
4 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR BRETLAND Stjórnvöld í Bretlandi voru vöruð við tengslum milli aukinnar öfgastefnu breskra múslima og stríðsins í Írak fyrir einu ári síðan. Þetta kemur í ljós í bréfi sem breska dagblaðið Observer hefur undir höndum og var skrifað í maí árið 2004 af hátt settum embættismanni í utan- ríkisráðuneyti Breta til Andrew Turnbull ráðuneytisstjóra. Þar segir meðal annars að ut- anríkisstefna Breta sé einn aðal- hvati íslamskra öfgahópa til að fá nýtt fólk til liðs við sig. Í bréfinu segir enn fremur: „Bresk utanríkisstefna og hvernig hún virðist hafa neikvæð áhrif á múslima um allan heim eykur á reiði og tilfinningu fyrir vanmætti, sérstaklega hjá yngri kynslóð breskra múslima.“ Þá væri stefna Breta í utanríkismál- um, sérstaklega í tengslum við friðarferlið í Mið-Austurlöndum og Írak, ein af aðalástæðum öfga- stefnu í samfélagi múslima í Bretlandi. Yfirmenn í utanríkisráðuneyt- inu vilja ekki tjá sig um málið þar sem bréfið lak úr ráðuneyt- inu. ■ Gísli Marteinn sækist eftir fyrsta sætinu Fjölmenni var á fundi stu›ningsmanna Gísla Marteins Baldurssonar í I›nó í gær flar sem hann tilkynnti um ákvör›un sína a› gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæ›ismanna. Hann segist finna fyrir miklum stu›ningi. PRÓFKJÖR Gísli Marteinn Baldurs- son, varaborgarfulltrúi og sjón- varpsmaður, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í haust vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Stuðn- ingsmenn Gísla Marteins boðuðu til fundar í Iðnó í gær þar sem Gísli Marteinn tilkynnti þessa ákvörðun sína. Húsfyllir var á fundinum. „Ég hef rætt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson um þá ákvörðun sem ég er hingað kominn til að tilkynna ykkur og hann tók erindi mínu eins og sá heiðursmaður sem við vitum öll að hann er. Við vorum sammála um að hvernig sem prófkjörið færi, væru það kosningarnar í vor sem augu okkar ættu að beinast að,“ sagði Gísli Marteinn í tölu sem hann hélt á fundinum. „Ég er snortinn af því að sjá hvað það komu margir. Upphaf- lega átti þetta að vera fámennur fundur fyrir mína helstu stuðn- ingsmenn en hér eru yfir tvö hundruð manns og það er ég held- ur betur ánægur með,“ sagði Gísli Marteinn eftir fundinn. Hann sagðist finna fyrir miklum stuðn- ingi. „Ég finn hér í dag að ég er að fá mikinn meðbyr og er afar ánægður með það. Ef þessi stemning helst í prófkjörinu og þetta verður með svona jákvæð- um og uppbyggilegum hætti þá verður þetta afar skemmtilegt og mun enda vel,“ sagði Gísli Mart- einn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist eiga von á skemmtilegu prófkjöri. „Ég býð Gísla Martein velkominn í kosningabaráttuna,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að í prófkjörinu taki menn tillit til þess hvaða þekkingu og reynslu menn hafa á borgarmálum og möguleika til þess að koma festu á stjórn borgarinnar. Ég fullyrði að Sjálfstæðisflokkurinn undir minni forystu muni stuðla að verulega miklum og góðum breytingum í Reykjavík.“ hjalmar@frettabladid.is Bæjarstjóraskipti á Álftanesi: Gu›mundur tekinn vi› SVEITASTJÓRN Guðmundur G. Gunn- arsson tók á föstudag við embætti bæjarstjóra Álftaness af Gunnari Val Gíslasyni sem verið hefur bæjarstjóri í rúm þrettán ár. Guð- mundur hefur verið oddviti hreppsnefndar og síðar forseti bæjarstjórnar Álftaness um ára- bil og því flestum hnútum kunn- ugur í málefnum sveitarfélagsins. Við bæjarstjóraskiptin þakkaði Guðmundur Gunnari vel unnin störf í þágu Álftaness og sagði það skarð fyrir skildi að missa hann til annarra starfa. - bþs JARÐSETTUR Á NÝ Ættingjar gráta yfir gröf gyðingsins Nehemia Vinter sem jarðsettur var á ný í gær í kirkjugarði við bæinn Nitzan. Brottflutningar halda áfram: Grafir fær›ar frá Gaza GAZA Ísraelski herinn hófst í gær handa við að grafa upp 48 grafir gyðinga á Gaza-svæðinu. Hinir látnu verða síðan fluttir til Ísrael og jarðsettir á ný. Þetta er hluti af brottflutningi landtökumanna af Gaza en vika er liðin frá því að lokið var við að rýma 21 byggð landtökumanna á Gaza-svæðinu. Gert er ráð fyrir að mannlegar leifar hinna látnu gyðinga verði jarðsettar sama dag og þær eru teknar upp en aðgerðinni á að ljúka í lok vikunnar. ■ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Stein- unn Valdís kippir sér ekki upp við gagnrýni Össurar. Borgarstjóri Reykjavíkur: Er fáor› um gagnr‡ni STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, segist ekki mikið hafa að segja um gagnrýni Össurar Skarphéðinsson- ar, fyrrum formanns Samfylking- arinnar, á hennar orð í gær. „Össur Skarphéðinsson hefur í gegnum tíðina haft sínar skoðanir bæði á mönnum og málefnum, bæði utan og innan Samfylkingar- innar. Hann má hafa allar þær skoðanir sem hann vill á mér og því sem ég segi,“ sagði hún. Össur gagnrýndi orð sem hún lét falla í fréttaviðtali um að Stefán Jón Haf- stein hafi „gengið með borgar- stjórann í maganum“ og þótti um virðingarleysi að ræða hjá forystu- manni til samflokksmanns. -óká VEÐRIÐ Í DAG KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,13 63,43 114,02 114,58 77,71 78,15 10,416 10,476 9,793 9,851 8,329 8,377 0,5754 0,5788 92,8 93,36 GENGI GJALDMIÐLA 26.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,63 -0,34% SORG Lundúnarbúar leggja blóm við lestarstöðvar til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkunum þann 7. júlí. Stjórnvöld í Bretlandi vissu af tengslum milli öfgastefnu múslima og Íraksstríðsins Utanríkisstefnan hvetur öfgamenn áfram GÍSLI MARTEINN ÁSAMT STUÐNINGSMÖNNUM Frá fundi Gísla Marteins í Iðnó í gær þar sem hann tilkynnti um þá ákvörðun sína að sækjast eftir forystusæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Stuðningsmenn hans boðuðu til fundarins sem var afar vel sóttur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Blaðamenn í Írak: Fleiri drepnir en í Víetnam BLAÐAMENN Fleiri blaðamenn hafa verið drepnir frá upphafi stríðsins í Írak en á þeim tuttugu árum sem átökin í Víetnam stóðu yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sam- tökunum Blaðamenn án landamæra. Sextíu og sex blaðamenn og að- stoðarmenn þeirra hafa látist í Írak frá 20. mars árið 2003 en til samanburðar létust 63 blaðamenn í Víetnam á árunum 1955-1975. Samtökin segja Írak vera hættulegasta stað fyrir blaðamenn að starfa á en fyrir utan þá sem hafa dáið hefur 22 verið rænt. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.