Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 12
„Það nærtækasta er að hér er norðanátt ríkj-
andi, golan er köld en það er bjart,“ svarar
Grímur Gíslason, fréttaritari Ríkisútvarpsins á
Blönduósi, aðspurður um helstu tíðindi.
Grími er náttúran hugleikin og fylgist vel
með áhrifum hennar á mannanna verk.
„Bændur hafa verið að hirða hána sína enda
nota þeir til þess hverja stund þegar ekki
rignir.
Greinargóðar fréttir Gríms af aflabrögðum í
húnvetnskum laxveiðiám eru mörgum kunn-
ar en hann hefur verið fréttaritari Ríkisút-
varpsins um langt árabil. „Ég sendi fréttir
tvisvar í mánuði og fer í það um næstu helgi
að taka saman nýjar tölur,“ segir Grímur en
að hans sögn hefur veiðin almennt verið
góð þótt árnar hafi verið svolítið seinar til.
„Svo gerðist það reyndar að Blöndulón fyllt-
ist upp úr miðjum mánuðinum og þá beljaði
jökulvatnið niður Blöndu. Þá reyndist erfitt
að veiða í ánni.“
Grímur stundar ekki laxveiðar sjálfur en
gerði það fyrir áratugum þegar hann var
stráklingur.
Það hvítnaði í fjöllum í Húnavatnssýslunum
um helgina og segir Grímur þau fögur
ásýndar. „Það er ákaflega fallegt að horfa á
fjöllin með þessar hvítu húfur. Hér er að
verða haustlegt og töluvert lauffok var á
dögunum.“
Göngur eru að hefjast í sýslunum og lögðu
menn af stað inn á Hveravelli í þeim er-
indagjörðum í gær. Grímur fylgist
vitaskuld með þeim eins og
öðru markverðu sem gerist í
Húnavatnssýslu.
12 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR
Nor›anáttin ríkjandi og fjöllin me› hvíta kolla
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GRÍMUR GÍSLASON FRÉTTARITARI
nær og fjær
OR‹RÉTT„ “
Íslandsmótið í kranastjórnun:
Ver›launahafarnir vinna saman
Þau undur og stórmerki urðu á Ís-
landsmótinu í kranastjórnun á
föstudag að þeir þrír sem unnu til
verðlauna vinna allir hjá sama fyr-
irtækinu. Heitir það Feðgar ehf og
sinnir alhliða byggingaverktöku.
Ingi Björnsson hafnaði í fyrsta
sæti en það voru faðir hans og afi
sem stofnuðu fyrirtækið. Er Ingi
smiður að mennt og þriðji smiður-
inn í beinan karllegg í fjölskyld-
unni. Ingi er sonur Björns Bjarna-
sonar sem aftur er sonur Bjarna
Björnssonar.
„Þetta var mjög gaman og ég er
ánægður með sigurinn,“ sagði Ingi
þegar Fréttablaðið náði af honum
tali í gær. Hann hefur gaman af að
stjórna krana og segir starfið ekki
einmanalegt eins og sumir kunna að
halda. „Það er liðin tíð að
menn fari upp í kranana,
nema kannski þá allra
stærstu,“ segir hann. „Mað-
ur er bara niðri með strák-
unum og stjórnar með fjar-
stýringu.“
Feðgar hafa yfir fimm
krönum að ráða, eiga þrjá
og leigja tvo. Í flotanum er
meðal annars Liebherr 42
K1 krani en á slíkum verður
keppt á Evrópumeistara-
mótinu í kranastjórnun sem
fram fer í Þýskalandi í
haust. Ingi Íslandsmeistari
verður vitaskuld okkar full-
trúi þar og sú keppni leggst
vel í hann. „Ég hef komið til bæjar-
ins þar sem mótið verður og þekki
því aðstæður. Svo erum
við með 42 K1 krana
þannig að ég get æft mig á
honum.“
Ómar Theodórsson,
samstarfsmaður Inga hjá
Feðgum, varð annar og
vakti árangur hans tals-
verða athygli þar sem
Ómar hefur aðeins sinnt
kranastjórnun í fimm
mánuði. Í þriðja sæti hafn-
aði svo Bjarni Bjarnason
en hann er einmitt föður-
bóðir Inga Íslandsmeist-
ara.
Yfir 40 keppendur tóku
þátt í þessu fyrsta Íslands-
móti í kranastjórnun, meðal annars
einn frá Akureyri. bþs
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
YS
TE
IN
N
S
IN
D
R
I E
LV
AR
SS
O
N
„firátt fyrir flessi or›
er fletta hinn sami
Sacranie og sag›i,
ári› 1989, a› „dau›i
væri hugsanlega of
væg refsing“ fyrir höf-
und „Söngva Satans“.
SALMAN RUSHDIE RITHÖFUNDUR Í
FRÉTTABLAÐINU.
„fia› er óskrifu›
regla a› stjórnmála-
menn fá a› kynna
frambo› sín til emb-
ætta í fullkomnum
fri›i.“
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ÞING-
MAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU.
Steingrímur
Njálsson í
Vesturbæinn
Foreldrar í
KR-hverfinu
varaðir við
Landsmót hagyrðinga:
Kristján Bersi
hei›ursgestur
Kristján Bersi Ólafsson, fyrrver-
andi skólameistari Flensborgar-
skólans í Hafnarfirði, verður
heiðursgestur á Landsmóti hag-
yrðinga á Hótel Sögu á laugardag.
Veislustjóri verður annar gamall
skólamaður, Þór Vigfússon, fyrr-
verandi skólameistari Fjölbrauta-
skóla Suðurlands, sem helst hefur
helgað líf sitt draugum síðustu ár.
Skráning á landsmótið er í
síma 824 5311 eða í netfanginu
landsmot@hotmail.com.
Að sögn Sigrúnar Haralds-
dóttur, sem situr í undirbúnings-
nefnd mótsins, er mikill hugur í
hagyrðingum og útlit fyrir góða
þátttöku. Má vænta fjörugrar og
glaðlegrar samkomu enda segir
máltækið: „Þar sem tveir eða
fleiri hagyrðingar koma saman -
þar er gaman.“ - bþs
Í STUÐI MEÐ GUÐI Hindúatrúaðir Bangla-
desh-búar héldu helgina hátíðlega og
fögnuðu fæðingu guðs síns, Krisna.
Vefverslunin portus.is tók nýlega
til starfa en í gegnum hana er
hægt að kaupa hljómtæki af ýms-
um stærðum og gerðum. Eigend-
ur portus.is eru kærustuparið
Drengur Óla Þorsteinsson og Jóna
Benný Kristjánsdóttir sem búsett
eru á Höfn í Hornafirði. Þaðan er
Jóna Benný en Drengur Óla er
ættaður frá Þórshöfn á Langanesi.
„Ég bjó í Svíþjóð og fylgdist
með miklum uppgangi í allri vef-
verslun, ekki síst með hljóm-
tæki,“ segir Drengur Óla sem
lengi hefur haft áhuga á allra
handa græjum. Þegar hann flutt-
ist til Íslands á ný kannaði hann
hvernig ástatt væri á net-hljóm-
tækjamarkaðnum og afréð í fram-
haldinu að opna vefverslun með
Jónu Benný. „Ég varð mér úti um
tölvukerfi og hafði samband við
framleiðendur og úr varð port-
us.is,“ segir Drengur Óla. Vöru-
merkin sem þau skötuhjúin bjóða
til kaups eru fæstum Íslendingum
vel þekkt en þau eru til dæmis
kínversku tækin CAV og Xindak,
Yamakawa frá Þýskalandi og
MarcusCables og Dynavoice frá
Svíþjóð. Drengur Óla efast ekki
um gæði þessara tækja og fullyrð-
ir að í sumum tilvikum sé um
sömu vöru að ræða og seld er í
verslunum á Íslandi undir öðrum
vörumerkjum. „Kína er að verða
helsta framleiðsluland heimsins
og næstum öll raftæki eru fram-
leidd þar. Og oft eru sömu tæki
smíðuð fyrir mismunandi vöru-
merki.“
Drengur Óla segir þau Jónu
Benný geta boðið mjög hagstætt
verð því vörurnar fari til kaup-
anda nánast milliliðalaust frá
verksmiðjunni. Þau taka þó sitt
eins og gengur.
Vörunum verður dreift með
Póstinum og segist Drengur Óla
verða mjög svekktur ef þær ber-
ast ekki kaupendum einum til
tveimur sólarhringum eftir við-
skiptin.
bjorn@frettabladid.is
Kærustupar í Hornafir›i
selur hljómtæki á netinu
Ungt fólk á Hornafir›i hefur hleypt af stokkunum vefverslun me› hljómtæki
og b‡›ur upp á vörur á bor› vi› CAV, Xindak og Yamakawa.
DRENGUR ÓLA OG JÓNA BENNÝ Höfuðstöðvar portus.is eru á Höfn í Hornafirði en lagerinn er á Akureyri.
KRANI Starf krana-
stjórans er ekki jafn
einmanalegt og
margur kann að
halda.