Fréttablaðið - 29.08.2005, Side 74

Fréttablaðið - 29.08.2005, Side 74
LEIKLIST Akureyringurinn og sósí- alistinn Þráinn Karlsson er að hefja sitt fimmtugasta leikár hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hef- ur ekki nákvæma tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur leik- ið en segir þau komin á annað hundrað, auk þess sem hann hef- ur leikstýrt á annan tug leiksýn- inga. Fyrsta hlutverkið er Þráni enn í fersku minni, sem og martröðin sem hann upplifði á leiksviði fyrir rúmum áratug. Þráinn er fæddur árið 1939 í gamla barnaskólanum á Akur- eyri; í húsinu við hliðina á Sam- komuhúsinu þar sem Leikfélag Akureyrar er með aðsetur. Hann kynntist eiginkonu sinni, Rögnu Garðarsdóttur, á Akureyri og saman eiga þau tvær dætur: Rebekku sem er rússneskufræð- ingur og þroskaþjálfi, og Hildig- unni en hún er bókmenntafræð- ingur og leikari. Auk þess á Þrá- inn eina stjúpdóttur, Kristínu Konráðsdóttur, en hún starfar á bókasafni Háskólans á Akureyri. Þráinn er ekki menntaður leik- ari en hefur komist í fremstu röð íslenkra leikara með því að vinna sjálfur úr þeim hæfileikum sem hann fékk í vöggugjöf og læra af góðu samstarfsfólki. Hann var fyrsti fastráðni starfsmaður Leikfélags Akureyrar árið 1971, tveimur árum áður en leikfélagið varð að atvinnuleikhúsi, og starf- aði þá við leikmyndagerð ásamt því að leika. „Ég er lærður járn- smiður og vann hjá Slippstöðinni á Akureyri allt þar til ég réði mig til Leikfélagsins, að undanskyld- um þremur árum þegar ég var til sjós.“ Þráinn segir margt hafa breyst í starfi og aðbúnaði leikara á þeirri hálfu öld sem hann hefur staðið á leiksviði. „Lengst af var maður á sultarlaunum og neydd- ist til að taka aukavinnu á sumrin, auk þess sem oft var æft á kvöld- in. Nú æfum við í sex tíma á dag og tvær stundir eru ætlaðar til heimavinnu en fyrir hverja frum- sýningu eru 10 kvöldæfingar. Eft- ir að Samkomuhúsið var tekið í gegn hefur aðbúnaður leikara batnað til muna og yfirbragð sýn- inga er allt annað í dag og tæknin mun fullkomnari,“ segir Þráinn. Eitt af því sem ekki hefur breyst er líðan Þráins fyrir leik- sýningar. „Ég steig í fyrsta sinn á leiksvið í mars 1956 og eflaust hef ég verið nokkuð taugatrekkt- ur. Enn þann dag í dag finn ég fyrir kvíða þegar líða tekur á sýn- ingardag en losna yfirleitt við hann fljótlega eftir að sýning hefst. Fyrir kemur að mér líður illa frá upphafi til enda sýningar en aðeins þegar sýning er illa heppnuð.“ Árið 1994 upplifði Þráinn sína verstu martröð á sviði. „Þá lék ég leikriti sem hét Óvænt heimsókn og var í góðu formi. Þegar ég horfi í ljósin á frumsýningu greip mig einhver hræðilegur ótti og ég vissi ekki til hvers ég var staddur á sviðinu eða hvað ég átti að segja. Þetta var skelfileg reynsla og mér leið illa alla sýninguna. Dóttir mín, sem stödd var í saln- um, hélt ég væri veikur og vinur minn Arnar Jónsson kom til mín að sýningu lokinni og sagði að nú væri kominn tími til að ég tæki mér frí. Svo vel vildi til að þá um vorið var ég útnefndur bæjar- listamaður á Akureyri og gat tek- ið mér frí í ár og komið svo tví- efldur til baka.“ Helstu áhugamál Þráins eru ferðalög og veiðar á Akureyrar- polli á litlum báti sem hann á. „Ef ég er ekki hryggbrotinn, rifbrot- inn eða rúmliggjandi af öðrum ástæðum þá nota ég sumarfríið til að ferðast með tjaldið mitt eða róa á bátnum og veiða í soðið. Sjó- bleikjan er besti fengurinn en ýsan svíkur heldur engan. Þegar maður er búinn að nota veturinn í að troða misgóðum textum inn í hausinn á sér þá þarf maður ekki nema einn ljúfan sólskinsdag út á Pollinum til að gleyma því öllu og koma endurnærður að landi.“ kk@frettabladid.is 18 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR INGRID BERGMAN (1915-1982) lést þannan dag. „Koss er yndisleg leið náttúrunnar til þess að stöðva tal þegar orð verða óþörf.“ Ingrid Bergman var sænsk leikkona sem hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í myndinni Casablanca þar sem hún lék á móti Hump- hrey Bogart. timamot@frettabladid.is Atahualpa, síðasti frjálsi konungur Inka í Perú, var þennan dag árið 1533 tekinn af lífi að skipun spænska landvinningamannsins Francisco Pizarro. Þjóðsögur Inka ná aftur til ársins 1200 þegar fyrsti konungurinn komst til valda. Þegar Spánverjinn Francisco Pizarro kom til sögunn- ar árið 1532 náði ríki Inka frá Kól- umbíu og Ekvador til Chile, Bólivíu og Argentínu. Pizarro kom að Inkaþorpinu Cajamarca árið 1532 og fann þar fyrir Atahualpa konung sem ný- lega hafði hrakið bróður sinn frá völdum. Pizarro bauð Atahualpa í veislu til heiðurs honum. Atahualpa hafði sér til halds og trausts 30 þúsund manna herlið. Hann taldi því ólík- legt að hann þyrfti að óttast þennan hvítskeggjaða mann og hans 180 menn. Þeg- ar Atahualpa mætti til veislunnar sendi Pizar- ro prest á móti hon- um til að fá hann til að lúta stjórn kristinn- ar kirkju og Spánar- konungs. Atahualpa neitaði og Pizarro fyrir- skipaði um leið árás. Konungurinn var handsamaður enda höfðu menn hans ekk- ert að segja gegn vopnabúnaði Spánverja. Atahualpa bauð Pizarro gríðarlegt lausnargjald. Pizarro tók boðinu og um 24 tonn af gulli og silfri voru borin til Spán- verja. Pizarro gekk hins vegar á bak orða sinna og lét dæma Atahu- alpa til dauða fyrir bróðurmorð. Hann fékk að velja milli þess að verða brenndur á báli eða kyrktur. Atahu- alpa kaus síðari kost- inn í þeirri von að varðveita líkama sinn fyrir smurningu. PIZARRO HITTIR ATAHUALPA INKA- KONUNG ÞETTA GERÐIST > 29. ÁGÚST 1533 MERKISATBURÐIR 1862 Akureyri fær kaupstaðar- réttindi. Í bænum bjuggu þá 286 manns. 1896 Kínverski rétturinn Chop Suey er fundinn upp af kokki sendiherra Kínverja í Bandaríkjunum. 1965 Mannaða geimfarið Gemini V lendir heilu og höldnu í Atlantshafi eftir átta daga á sporbaug um jörðu. 1971 Kirkjan á Breiðabólstað á Skógarströnd brennur til kaldra kola. Á sama tíma kemur upp eldur í bíl sóknarprestsins sem er á leið til kirkju. 1981 Útitaflið við Lækjargötu í Reykjavík er vígt með skák milli Tómasar Björnssonar og Þrastar Þórhallssonar. 2000 Fyrsta sólarhringsverslun 10 - 11 er opnuð í Lág- múla. Það er nýjung á ís- lenskum matvörumarkaði. Sí›asti keisari Inka tekinn af lífi www.steinsmidjan.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN ÞRÁINN KARLSSON Gamli barnaskólinn á Akureyri, fæðingarstaður Þráins, og Samkomuhúsið, vinnustaður hans, í baksýn. Í hálfa öld á leiksviði ÞRÁINN KARLSSON LEIKARI HJÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR ANDLÁT Steinunn Sigurðardóttir, Ránargrund 3, Garðabæ, lést þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Björg Sigurjónsdóttir andaðist á elli- heimilinu Grund fimmtudaginn 18. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Gísli Guðlaugur Gíslason andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, laugardaginn 20. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Ása Bjarney Ásmundsdóttir, Bjarnar- völlum 16, Keflavík, lést miðvikudaginn 24. ágúst. Matthildur Kristjánsdóttir, Sandholti 40, Ólafsvík, andaðist á St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 25. ágúst. Dagbjört Sigurðardóttir frá Stígshúsi, Stokkseyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt föstudagsins 26. ágúst. Maren Níelsdóttir Kiernan lést á dval- arheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, föstu- daginn 26. ágúst. JAR‹ARFARIR 13.00 Alda Sigurvinsdóttir, Barðastöð- um 11, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Björg Símonardóttir, áður til heimilis að Víðimel 53, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Ragnhildur Jónsdóttir, Norður- brún 1, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju. AFMÆLI Benóný Ægisson leikritaskáld er 53 ára. Herdís Hallvarðsdóttir útgefandi hljóðbóka er 49 ára Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræð- ingur er 48 ára Erpur Eyvindarson tónlistarmaður er 28 ára Manúela Ósk Harð- ardóttir fyrrverandi fegurðardrottning er 22 ára Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.