Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 76
FÓTBOLTI Aðeins kraftaverk getur
bjargað Þrótturum eftir 0-1 tap
gegn KR í Laugardalnum. Með
þessum úrslitum eru KR-ingar
endanlega lausir úr fallslagnum og
eru farnir að blanda sér í barátt-
una um þriðja sætið eftir þriðja
sigurinn í röð.
KR-ingar komu mjög ákveðnir
til leiks og sóttu stíft fyrstu mínút-
urnar. Þeir fengu hvert færið af
öðru og áttu Þróttarar í mestu erf-
iðleikum með að verjast snöggum
sóknum þeirra. Þróttarar stóðu af
sér sóknarþungann á fyrsta
korterinu og tókst að loka á sókn-
armennina að mestu. Grétar
Hjartarson var sérlega skæður í
liði KR en Fjalar Þorgeirsson varði
nokkrum sinnum frábærlega frá
honum. Þróttarar skoruðu mark
sem virstist vera fullkomlega lög-
legt en það var dæmt af vegna
rangstöðu. Á 2. mínútu í síðari
hálfleik kom eina mark leiksins
þegar Dalibor Pauletic skoraði af
stuttu færi eftir að skalli KR-inga
hafði verið varinn. Leikurinn var
tíðindalítill eftir þetta, KR-ingar
sóttu meira án þess að ógna marki
Þróttara að ráði. Þróttarar færðu
sig framar undir lokin en KR-ingar
voru mjög öflugir í vörninni og
Þróttarar voru aldrei líklegir til
þess að jafna. -hrm
29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR
> Við tökum hattinn ofan ...
... fyrir Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem
hefur sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju
í sumar og haldið ótrauður áfram
með Skagamönnum þrátt fyrir
að fá ekki mörg tækifæri.
Sigurður hefur síðan nýtt
tækifærin frábærlega í
síðustu tveimur leikjum
þar sem hann hefur
tryggt Skagamönnum sex
dýrmæt stig í baráttunni
um Evrópusætið.
Valsmótinu lokið
... Grindvíkingar unnu sitt annað mót í
röð í gærkvöldi þegar þeir lögðu nýliða
Þórsara í úrslitaleik Valsmótsins í
körfubolta sem fór fram um þessa helgi í
Kennaraháskólanum. Grindavík vann
einnig Bílavíkurmótið á dögunum og
mætir því greinilega vel undirbúið til leiks
í körfuboltanum.
sport@frettabladid.is
20
> Við hrósum ...
... íslenska kvennalandslið-
inu í knattspyrnu sem gerði
2-2 jafntefli við Svíþjóð í
gær í undankeppni heims-
meistaramótsins. Landslið
Svíþjóðar hefur verið eitt það
besta í heimi um árabil og
því er það frábær árangur hjá
íslenska liðinu að halda jöfnu.
Sigur›ur Ragnar Eyjólfsson skora›i tvö mörk fyrir Skagamenn sem ur›u fyrst-
ir til a› vinna Íslandsmeistara FH í Landsbankadeildinni sí›an í maí 2004.
FH stoppað á Skipaskaga
FÓTBOLTI „Það var greinilegt á FH-
ingunum að þeir voru nýbúnir að
vinna titil,“ sagði Ólafur Þórðarson
þjálfari ÍA eftir sigur liðsins á
heimavelli gegn FH í gær. Þetta
var fyrsti tapleikur FH-liðsins í
deildinni í sumar og draumarnir
um að fara ósigraðir í gegnum
mótið hurfu því út í veður og vind
á Skaganum í gær.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson sá
um að skora en hann gerði bæði
mörk heimamanna. Það fyrra var
einkar glæsilegt, óverjandi fyrir
Daða í marki Íslandsmeistarana.
Fyrir hálfleik náði Atli Viðar
Björnsson að jafna metinn fyrir
FH en sigurmarkið skoraði Sigurð-
ur þegar um hálftími var eftir.
„Hann kom inn sem varamaður
gegn Keflavík og skoraði og fékk
því tækifæri frá byrjun að þessu
sinni. Hann hefði vel getað skorað
fleiri í kvöld en þetta tryggði okk-
ur sigurinn,“ sagði Ólafur Þórðar-
son,
„Það var mjög gott að ná að
stöðva sigurgöngu FH og fá um
leið þrjú kærkomin stig í barátt-
unni um þriðja sætið. Þá var þetta
400. sigurleikur ÍA og það er merk-
ur áfangi. Ég lagði upp með það að
reyna bara að skemma spil FH-
liðsins í leiknum og það tókst.
Þetta hefur gengið betur og betur
hjá okkur eftir því sem liðið hefur
á sumarið og við getum lítið kvart-
að yfir árangrinum undanfarið.
Við höfum mikið af ungum strák-
um og erum að byggja upp lið,
sagði Ólafur en Skagamenn eru
sem stendur í þriðja sæti deildar-
innar og stefna á Evrópukeppni
næsta ár. FH-ingar voru langt frá
sínu besta í gær og greinilegt að Ís-
landsmeistaratitillinn var enn of-
arlega í huga leikmanna í leiknum.
elvar@frettabladid.is
LEIKIR GÆRDAGSINS
Landsbankadeild karla:
ÍA–FH 2–1
GRINDAVÍK–FRAM 3–1
ÞRÓTTUR–KR 0–1
STAÐAN:
FH 16 15 0 1 47–8 45
VALUR 15 10 1 4 27–11 31
ÍA 16 8 2 6 20–19 26
KEFLAVÍK 15 5 6 4 24–28 21
KR 16 7 1 8 19–22 22
FYLKIR 15 6 2 7 25–26 20
FRAM 16 5 2 9 17–25 17
ÍBV 15 5 1 9 17–26 16
GRINDAVÍK 16 4 3 9 19–37 15
ÞRÓTTUR 16 2 4 10 16–29 10
NÆSTU LEIKIR:
Valur–ÍBV Í kvöld kl. 18.00
Fylkir–Keflavík Þri. Kl. 18.00
MARKAHÆSTIR:
Tryggvi Guðmundsson, FH 13
Allan Borgvardt, FH 13
Garðar Gunnlaugsson, Val 8
Hörður Sveinsson, Keflavík 8
Matthías Guðmundsson, Val 7
Hjörtur Hjartarson, ÍA 6
Björgólfur Takefusa, Fylki 6
Viktor Bjarki Arnarsson, Fylki 5
Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 5
Guðnundur Steinarsson, Keflavík 5
Staða Fram í Landsbankadeild karla versnaði til muna eftir annað tapið í röð:
FÓTBOLTI Framararar töpuðu sín-
um öðrum leik í röð í Lands-
bankadeildinni í gær gegn bar-
áttuglöðu liði heimamanna í
Grindavík sem varð að vinna
leikinn.
Þrátt fyrir að vera 2-0 undir í
hálfleik þá voru gestirnir ekkert
lakari aðilinn. Framarar voru
meira með boltann en skorti
kraft og áræðni til þess að skapa
sér alvöru færi. Á meðan lágu
Grindvíkingar til baka en
skoruðu engu að síður þrjú
mörk, það þriðja kom á 79.
mínútu með fyrsta skoti liðsins í
seinni hálfleiknum.
„Þetta var ekki toppfótbolti
sem var boðið upp á í dag enda
mikið í húfi. Við lögðum upp með
það að verjast vel og beita
skyndisóknum. Þrátt fyrir að það
hafi gengið misjafnlega þá skor-
uðum við þrjú mörk og það höf-
um við ekki gert oft í sumar,“
sagði Óli Stefán Flóventsson en
félagi hans Eyþór Atli Einarsson
lét Gunnar Sigurðsson verja frá
sér vítaspyrnu á 27. mínútu
leiksins. -gjj
Grindvíkingar eru ekki farnir ni›ur ennflá
Þorsteinn Ingvarsson, efnilegur frjáls-
íþróttamaður úr Bárðardal í Suður-Þing-
eyjarsýslu, vann um helgina keppni í
langstökki á Norðurlandameistaramóti
unglinga sem fram fer í Kristiansand í
Noregi. Sigurstökk Þorsteins var
upp á 7,11 metra en hann á
best 7,38, en því náði hann í
fyrra aðeins sextán ára gam-
all. Þorsteinn var að von-
um ánægður með árang-
urinn og vonast til þess
að bæta árangur sinn
enn frekar á þessu
ári. „Ég vissi að ég
ætti góðan mögu-
leika á því að kom-
ast í verðlaunasæti
ef ég næði að
stökkva eins vel og ég get. Þó ég hafi
verið töluvert frá mínu besta þá dugði
þetta til sigurs og það var auðvitað
ánægjulegt.“
Þorsteinn hefur æft frjálsar íþróttir frá tíu
ára aldri undir stjórn Jóns Benónýs-
sonar. Jón er ekki í nokkrum
vafa um að Þorsteinn getur
náð langt ef hann æfir sam-
viskusamlega. „Ég held að
það sé ekki nokkur vafi á
því að Þorsteinn getur náð
langt. Hann er þegar farinn að
vekja athygli þjálfara í banda-
rískum háskólum, þrátt fyrir að
vera ennþá aðeins sautján ára
gamall. Það er magnaður ár-
angur hjá honum að verða
Norðulandameistari í þessum
aldurshópi, því hann er í raun einn af
yngstu keppendunum. Hann á tvö ár
eftir í þessum flokki og því er þetta enn
athyglisverðara fyrir vikið. Framfarir hans
hafa verið með ólíkindum því hann
bætti sig um hálfan metra í langstökki á
hverju ári í fjögur ár. Að auki er hann vel
frambærilegur spretthlaupari og stekkur
tvo metra í hástökki. Hann hefur því alla
burði til þess að verða góður tugþrauta-
kappi í framtíðinni en hann einbeitir sér
fyrst og fremst að langstökki og þrístökki
þessa dagana.“
Þorsteinn æfði inni á Akureyri á síðasta
ári en hann er nemandi í Menntaskól-
anum á Akureyri. „Ég stefni að því að ná
sem lengst en er meðvitaður um að
það gerist ekki nema með miklum æf-
ingum.“
ÞINGEYINGURINN ÞORSTEINN INGVARSSON: NORÐURLANDAMEISTARI UNGLINGA Í LANGSTÖKKI
Er í hópi fleirra efnilegustu í Evrópu
*MAÐUR LEIKSINS
ÍA 4–5–1
Bjarki 7
Kári Steinn 7
Reynir 7
Gunnlaugur 8
Guðjón Heiðar 5
(46. Andrés 6)
Ellert Jón 5
Martin 6
Helgi Pétur 6
Pálmi H. 6
Jón Vilhelm 6
(77. Þorsteinn G. –)
*Sigurður Ragnar 8
(90. Andri –)
FH 4–3–3
Daði 5
Guðmundur S. 6
Auðun 5
Ármann Smári 5
Freyr 6
Ásgeir Gunnar 6
Baldur 5
(75. Jón Þorgrímur –)
Davíð Þór 5
Ólafur Páll 5
Atli Viðar 6
Tryggvi 6
*MAÐUR LEIKSINS
ÞRÓTTUR 4–4–2
Fjalar 8
Freyr 4
(55. Erlingur 6)
Eysteinn 6
Jens 6
Ingvi 5
Halldór 7
Kristinn H. 5
(63. Magnús Már 5)
Haukur Páll 4
(63. Hallur 5)
Ólafur T. 5
Þórarinn 4
Páll E. 5
KR 4–4–2
Kristján 6
Gunnar E. 5
(46. Kristinn M. 6)
Pauletic 7
Tryggvi 7
Bjarni 7
Sigmundur 5
(79. Sölvi D. –)
Bjarnólfur 6
Ágúst Þór 6
Garðar 7
*Grétar 8
(87. Sigurvin –)
Rógvi 7
*MAÐUR LEIKSINS
GRINDAVÍK 4–4–2
Savic 6
Óðinn 5
*Óli Stefán 7
Kekic 6
(87. Alfreð –)
Eyþór Atli 5
Niestroj 6
Eysteinn 5
Guðmundur A. 5
McShane 6
Óskar Örn 6
Ahandour 5
(74. Magnús –)
FRAM 4–4–2
Gunnar 5
Eggert 4
(85. Heiðar Geir –)
Þórhallur Dan 6
Kristján 6
Gunnar Þór 6
Karlefjard 4
Mathiesen 7
Ingvar Þór 5
Víðir 5
(42. Ómar 6)
Andri Fannar 5
(68. Þorbjörn Atli 5)
Henriksen 6
0-1
Laugard.v., áhorf: 1025 Erlendur Eiríksson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 3–16 (0–7)
Varin skot Fjalar 6 – Kristján 0
Horn 7–17
Aukaspyrnur fengnar 15–18
Rangstöður 4–0
0–1 Dalibor Pauletic (47.)
Þróttur KR
2-1
Akranesv., áhorf: 1036 Gylfi Þór Orrason (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–11 (5–4)
Varin skot Bjarki 3 – Daði 3
Horn 5–8
Aukaspyrnur fengnar 9–11
Rangstöður 4–2
1–0 Sigurður Ragnar Eyjólfsson (34.)
1–1 Atli Viðar Björnsson (39.)
2–1 Sigurður Ragnar Eyjólfsson (61.)
ÍA FH
LA
N
DS
BA
N
K
AD
EI
LD
IN
Þróttur í vondum málum í Landsbankadeild karla:
Sæti KR-inga loksins tryggt
HART BARIST KR-ingurinn
Sigmundur Kristjánsson
og Þróttarinn Ingvi Sveins-
son berjast hér um bolt-
ann á Laugardalsvellinum
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BER NAFN MEÐ RÉTTU
Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son skoraði bæði mörk
ÍA í 2-1 sigri á FH í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
3-1
Grindavík, áhorf: 730 Kristinn Jakobsson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–13 (4–4)
Varin skot Savic 3 – Gunnar 1
Horn 2–9
Aukaspyrnur fengnar 12–13
Rangstöður 2–0
1–0 ÓIi Stefán Flóventsson (13.)
2–0 Óskar Örn Hauksson (45.)
2–1 Hans Mathiensen, víti (52.)
3–1 Paul McShane (79.)
Grindavík Fram