Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 78
29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR22 Wayne Rooney var enn einu sinni í a›alhlutverki hjá Man. Utd. á flessari leik- tí› flegar hann skora›i eitt mark og lag›i upp anna› í 2-0 sigri á Newcastle. Rooney réð úrslitum FÓTBOLTI Manchester United lagði Newcastle United að velli á St. James Park í Newcastle með tveimur mörkum gegn engu í gær, og er búið að vinna alla leikina í úrvalsdeildinni án þess að hafa fengið á sig mark. Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins um miðjan seinni hálfleikinn og holl- enski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy bætti svo öðru marki við á lokamínútunum. Lið Newcastle virðist heillum horfið en það hefur ekki ennþá náð að skora mark í fyrstu þremur leikj- um sínum í deildarkeppninni. Spænski landsliðsmaðurinn Al- bert Luque lék sinn fyrsta leik fyrir Newcastle og var líflegur á vinstri kantinum, en hann gekk til liðs við félagið fyrir skömmu. Souness undir mikill pressu Graeme Souness, knattspyrnu- stjóri Newcastle, er undir mikilli pressu þessa dagana og eru bresk- ir fjölmiðlar farnir að spá því að honum verði sagt upp störfum á næstunni, ef spilamennska liðsins skánar ekki. Leikmannahópur fé- lagsins er nokkuð sterkur en Sou- ness hefur ekki tekist af fá leik- mennina til þess að spila vel sam- an sem lið. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, var ánægður með sína menn að leik loknum. „Mér finnst liðið vera að spila góða knattspyrnu og það er ánægjulegt að sjá Ruud van Nistelrooy spila svona vel. Hann er magnaður framherji sem á eft- ir að skora mikið af mörkum fyrir okkur í vetur. Eins er Wayne Rooney búinn að vera stórkostleg- ur og hann átti góðan leik.“ Fergu- son sagði mun meira búa í liði Newcastle. „Newcastle lék ágætlega í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég hef trú á því að það muni spila betur eftir því sem líður á tímabilið.“ Charlton Athletic vann Midd- lesbrough 3-0 á útivelli, en fyrir- fram var búist við því að Middles- brough myndi fara með sigur af hólmi. Charlton lék vel í leiknum og þá sérstaklega Danny Murphy og Dennis Rommedahl sem voru aðalmennirnir í sóknarleiknum. Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék í stöðu miðvarðar í vörn Charlton og átti fínan leik. Hann meiddist lítillega undir lok leiksins en það er von- andi ekki alvarlegt þar sem framundan eru tveir leikir hjá ís- lenska landsliðinu. magnush@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin: MIDDLESBROUGH–CHARLTON 0–3 0–1 Dennis Rommedahl (38.), 0–2 Chris Perry (81.), 0–3 Darren Bent (90.). NEWCASTLE–MAN. UTD 0–2 0–1 Wayne Rooney (66.), 0–2 Ruud Van Nistelrooy (90.). STAÐA EFSTU LIÐA: CHELSEA 4 4 0 0 8–0 12 MAN. CITY 4 3 1 0 6–3 10 CHARLTON 3 3 0 0 7–1 9 MAN. UTD 3 3 0 0 5–0 9 BOLTON 4 2 1 1 6–4 7 TOTTENH. 4 2 1 1 4–2 7 ARSENAL 3 2 0 1 6–2 6 A. VILLA 4 1 2 1 4–4 6 WEST HAM 3 1 1 1 4–3 4 LIVERPOOL 2 1 1 0 1–0 4 Spænska úrvalsdeildin: ATLETIC BILBAO–REAL SOCIEDAD 3–0 Yeste (47.), Llorente (51.), Prieto (79.). ALAVES–BARCELONA 3–0 Yeste (47.), Llorente (51.), Prieto (79.). VALENCIA–REAL BETIS 1–0 Aimar (53.). ATH. MADRID–REAL ZARAGOZA 0–0 CADIZ–REAL MADRID 1–2 Pavoni (63.) – Ronaldo (5.), Raul (85.) CELTA VIGO–MALAGA 2–0 Lopéz (10.), Baiano (46.). ESPANYOL–GETAFE 0–2 Gavilan (54.), Riki (61.). OSASUNA–VILLARREAL 2–1 Romeo 2 (27., 61.) – Forlan (55.). REAL MALLORCA–DEPORTIVO 0–1 Juanma (18.). SEVILLA–RACING SANTANDER 1–0 Blanco (28.). Ítalska A. deildin: FIORENTINA–SAMPDORIA 2–1 Fiore (13.), Toni, víti (30.) – Diana (74.). LIVORNO–LECCE 2–1 Lucarelli (12.), Palladino (48.) – Pinardi, víti (39.). ASCOLI–AC MILAN 1–1 Cudini (58.) – Shevchenko (63.). INTERNAZIONALE–TREVISO 3–0 Adriano 3 (32., 68., 80.) JUVENTUS–CHIEVO 1–0 Trezeguet (36.) LAZIO–MESSINA 1–0 Pandev (21.). PARMA–PALERMO 1–1 Bresciano (48.) – Terlizzi (36.). REGGINA–ROMA 0–3 Mancini (30.), Rossi (46.), Nonda (90.). SIENA–CAGLIARI 2–1 Chiesa 2 (víti 45., 58.) – Esposito (9.). UDINESE–EMPOLI 1–0 Muntari (30.). HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Mánudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  18.00 Valur og ÍBV mætast að Hlíðarenda í Landsbankadeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  15.30 Leikur Juventus og Chievo úr ítalska boltanum endursýndur á Sýn.  15.40 Helgarsportið á RÚV.  15.55 Fótboltakvöld á RÚV.  16.10 Ensku mörkin á RÚV.  17.10 Landsbankamörkin Sýn.  17.40 Bein útsending frá leik Vals og ÍBV á Sýn.  20.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.00 Spænsku mörkin á Sýn.  21.30 Ensku mörkin á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Landsbankadeildin á Sýn.  23.10 Ensku mörkin á RÚV. Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð í gær: FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið gerði jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð. Hanna Ljungberg kom sænska liðinu yfir á 34. mínútu en Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir Ísland á 49. mínútu með góðum skalla af stuttu færi. Sænska liðið komst síðan aft- ur yfir á 73. mínútu og var þar að verki Lotta Schelin. Marka- drottninginn Margrét Lára Við- arsdóttir jafnaði síðan leikinn tveimur mínútum síðar með ágætu marki. Sænska liðið sótti síðan nokkuð stíft það sem eftir lifði leiks en sterk vörn íslenska liðsins varðist fimlega. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var að vonum ánægður með úrslitin. „Ég held ég geti fullyrt að þetta er með betri úrslitum sem íslenskt kvennalandslið hefur náð. Það var frábært að fylgjast með samheldninni og vinnusem- inni í stelpunum af hliðarlínunni. Það léku allir leikmenn íslenska liðsins frábærlega vel. Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði vel í stöðu sem hún er ekki vön að spila, en hún lék á vinstri kantinum. En annars var frábært að fylgjast með Ásthildi Helgadóttur í leiknum. Hún spil- aði eins og sannur fyrirliði og sýndi hversu frábær leikmaður hún er.“ Ásthildur sagði leik Svíþjóðar ekki hafa komið íslenska liðinu á óvart. „Þótt það sé virkilega gott að ná einu stigi gegn jafn frá- bæru liði og Svíþjóð, þá hefði verið virkilega gaman að vinna leikinn, því við fengum færi til þess. En nú þurfum við að ná okkur niður á jörðina og vera til- búnar fyrir næstu leiki í und- ankeppni heimsmeistaramóts- ins.“ -mh Frábært jafntefli gegn einu sterkasta li›i heims SNILLINGAR FAGNA Raúl skoraði sigur- mark Real Madrid í gærkvöldi. WAYNE ROONEY FAGNAR MARKI SÍNU Rooney hefur byrjað leiktíðina afar vel með Manchester United og hefur verið lykilmaðurinn í sóknarleiknum. 14 STIG OG 14 FRÁKÖST Hlynur Bærings- son var bæði langstigahæstur og lang- frákastahæstur hjá íslenska landsliðinu gegn Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Spænska knattspyrnan: Real byrja›i á sigurleik FÓTBOLTI Real Madrid og Barcelona lentu bæði í töluverð- um erfiðleikum í fyrstu umferð spænsku deildarkeppninnar um helgina. Barcelona sótti Alavéz heim, en það komst upp í efstu deild á síðustu leiktíð. Barcelona var mun betra liðið í leiknum en náði ekki að koma boltanum fram- hjá fyrverrandi markmanni Barcelona, Bonano, sem varði allt sem á markið kom. Leikurinn end- aði því 0-0 sem að sjálfsögðu olli deildarmeisturunum miklum von- brigðum. Real Madrid mætti öðru liði sem komst upp í efstu deild á síð- ustu leiktíð, Cadíz. Brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði glæsilegt mark eftir fimm mín- útna leik og kom Real Madrid yfir. Ronaldo fékk boltann fyrir utan teiginn, sneri auðveldlega af sér varnarmann og þrumaði boltan- um í netið. Cadíz tókst nokkuð óvænt að jafna leikinn í síðari hálfleik með marki frá Matíaz Pavoni. Fyrirliði Real Madrid, Raúl Gonzalez, skoraði svo sigur- markið fjórum mínútum fyrir leikslok. -mh NÝJA STJARNAN Á HLÍÐARENDA Nýi Frakk- inn í liði Vals, Mohamadi Loutoufi, vakti mikla athygli á Opna Reykjavíkurmótinu. Reykjavíkurmót í handbolta: Tvöfalt hjá Val HANDBOLTI Valsmenn byrja hand- boltatímabilið vel því meistara- flokkar félagsins tryggðu sér báð- ir Reykjavíkurmeistaratitil um helgina. Strákarnir unnu Fram með einu marki, 32-31, í sínum úr- slitaleik og stelpurnar unnu Stjörnuna, 27-23, eftir framlengd- an leik. Nýi Frakkinn í liði Vals, Mohamadi Loutoufi, vakti mikla athygli á mótinu en þessi 169 sm háa skytta hefur yfir miklum hraða og gríðarlegum stökkkrafti að ráða. Loutoufi var markahæst- ur í Valsliðinu í úrslitaleiknum með 8 mörk líkt og Baldvin Þor- steinsson en Fannar Þór Frið- geirsson kom þeim síðan næstur með sex mörk. Hjá Fram varði Egidijus Petkevicius frábærlega í markinu en markahæstur var Úkraínumaðurinn Sergeir Ser- enka með átta mark og Stefán Baldvin Stefánsson bætti síðan við sex mörkum. Alla Gokorian skoraði 9 mörk og Berglind Íris Hansdóttir varði 21 skot í sigri kvennaliðs Vals á Stjörnunni en þær Arna Gríms- dóttir, Ágústa Edda Björnsdóttir, Hrafrún Kristjánsdóttir og Drífa Skúladóttir skoruðu síðan allar fjögur mörk fyrir Valsliðið. Stað- an var 22-22 eftir venjulegan leik- tíma en Valsliðið vann framleng- inguna síðan 5-1. Fyrri æfingaleikur körfuboltalandsliðsins í Kína í gær: 38 stiga tap fyrir Kínverjum KÖRFUBOLTI Íslenska körfu- boltalandsliðið tapaði með 38 stiga mun, 89-51, fyrir Kína í fyrri æf- ingaleik þjóðanna sem fram fór í Kína í gær. Hinn 226 sm hái Yao Ming, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni, skoraði 19 stig á 31 mínútu í leiknum en leikurinn vakti mikla athygli í Kína. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari var ekki sáttur við leik liðsins en segir að það muni leika betur á þriðjudaginn: „Við misstum ein- beitinguna þegar fór að ganga illa í byrjun leiks og það var erfitt að rífa liðið upp eftir það. Þá varð hræðileg skotnýting okkur að falli en við stóðum vel í þeim í fráköst- um. Í raun má segja að okkar mesti styrkleiki hafi verið okkar versti óvinur í þessum leik því þriggja stiga skotnýting okkar var aðeins um 22%. Við lærum af þessum leik og þetta er leikur sem fer í reynslubankann. Þetta kínverska lið er samt alveg rosalega sterkt - hreint frábært körfuknatttleikslið! Við ætlum að gera betur á þriðju- daginn,“ sagði Sigurður. Hlynur Bæringsson var stiga- hæstur íslensku leikmannanna með 14 stig en hann tók einnig 14 fráköst í leiknum þrátt fyrir að glíma við marga hávaxna leik- menn kínverska landsliðsins. Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig, Friðrik Stefánsson var með 7 stig og 10 fráköst og þá skoruðu þeir Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon sex stig hvor. -óój ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ FAGNAR MARKI Það var gaman að fylgjast með samtakamættin- um í íslenska liðinu gegn Sví- þjóð gær og er ljóst að það hef- ur alla burði til þess að komast í fremstu röð. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.