Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 79
47
Nýverið eru komin í sölu í flest-
um helstu vínbúðunum vín frá
vínhúsinu Terra Nova í Chile.
Það er í eigu hins kunna vínfyrir-
tækis Freixenet sem m.a. fram-
leiðir mest selda freyðivín
heims, Cordon Negro. Í sam-
vinnu við The Wine Cooperative í
Curicó stýrir einn helsti víngerð-
armaður Freixenet, Sergio Tra-
verso, framleiðsluni. Terra Nova
vínhúsið er hátæknivætt en ekki
er síður mikilvægt að bænda-
samlagið í Curicó tryggir aðgang
að miklu úrvali góðra þrúgna frá
yfir 60 framleiðendum í Curicó-
dalnum sem er eitt helsta vín-
ræktunarsvæði í Chile. Sergio
Traverso hefur yfir þriggja ára-
tuga reynslu af víngerð m.a. í
Napa-dalnum og víðar í Kaliforn-
íu en snýr nú aftur til heimalands
síns til að miðla hæfileikum sín-
um. Vínin eru öll aðeins 13% að
styrkleika sem er kærkomin til-
breyting en mörgum vínáhuga-
mönnum hefur þótt tilhneigingin
vera sú að vín frá Chile verði oft
ansi há í alkóhóli. Hér á landi eru
til sölu þrjú vín,
Cabernet Sauvignon, Merlot
og Chardonnay, öll á 1.190 kr.
Vínin eiga það sameiginlegt að
vera ung, fersk og auðdrekkan-
leg.
Terra Nova Cabernet Sauvignon:
Rúbinrautt, klassískt cabernet
með ögn af myntu og dökku
súkkulaði. Hentar vel með léttum
grilluðum kjötréttum, grænmet-
isréttum og ostum.
Verð í vínbúðum 1.190 kr.
Terra Nova Merlot:
Bragðmikið og öflugt merlot-vín.
Djúprautt, gott jafnvægi í ávext-
inum og kraftmikið bragð af
kakói. Ræður vel við bragðmikinn
mat, steikur eða villibráð eða ind-
verskan mat.
Verð í vínbúðum 1.190 kr.
Terra Nova Chardonnay:
Bjart og ferskt með góða endingu
í bragði. Lykt af þroskuðum epl-
um. Drekkið vel kælt eitt og sér
eða njótið með kjúklingi, fiskrétt-
um eða pasta.
Verð í vínbúðum 1.190 kr.
TERRA NOVA: Kærkomin vi›bót frá Chile
!
"
# !
$% % &'&'# #
( #
)
#
#) &
&
# *#
& +
!
"
#$
!
"
"
Hvernig er stemningin:
Stemningin á Kaffi
Duus er mjög notaleg.
Staðurinn liggur við
höfnina þar sem horft er út á sjó-
inn og fallegt bergið blasir við.
Inni eru ýmsir munir sem minna á
sjóinn og til að mynda ber hvert
borð sitt eigið nafn eftir skipum á
fiskimiðum. Innréttingar eru dökk-
ar og lýsing er stillanleg sem skap-
ar mjög rómantískt andrúmsloft á
kvöldin. Kertaljós og útsýni yfir
sjóinn svíkur engan sem vill
snæða góðan mat í faðmi vina
eða fjölskyldu í þægilegu um-
hverfi. Kaffi Duus er eftirsóttur af
ferðamönnum allt árið um kring
og þar ættu allir að finna eitthvað
við sitt hæfi.
Matseðillinn: Allan daginn er boð-
ið upp á hamborgara, samlokur,
salöt, pasta og súpur. Með ham-
borgurunum fylgja franskar en
með súpu og salati fylgir brauð.
Eftir klukkan 18 tekur við kvöld-
matseðill þar sem mikið úrval er
af gómsætum forréttum, fisk- og
kjötréttum auk pastarétta og sal-
ata. Í honum er einnig að finna
girnilega eftirrétti og vínseðil.
Verðið er mjög hóflegt og þar er
vel útilátið á diska.
Vinsælast: Súpa í stampi er ein af
vinsælustu réttunum, en það er
súpa sem borin er fram í brauði.
Boðið er upp á súpu dagsins en
tvær vinsælustu súpurnar eru
rjómalöguð kjúklingasúpa og sjáv-
arréttarsúpa. Sérstakt kjúklinga-
salat hússins er hreint út sagt
ótrúlega gott og það ætti enginn
að láta fiskitríó Kaffi Duus fram
hjá sér fara, en sá réttur saman-
stendur af þremur fiskitegundum
auk humarhala og meðlætis.
Réttur dagsins: Það er alltaf boðið
upp á rétt dagsins á Kaffi Duus og
eftir klukkan 18 er boðið upp á
rétt kvöldsins en þeir breytast dag
frá degi.
Úts‡ni
yfir sjóinn
VEITINGASTAÐURINN
KAFFI DUUS
DUUSGATA 10 Í KEFLAVÍK
(VIÐ HÖFNINA)
FIMMTUDAGUR 15. september 2005