Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 3
SuRHHdagur 3. ágúst 1975. TÍMINN 3 Heimilis ánægjan eykst með Tímanum Hringið • og við | sendum | blaðið í um leið Helgin heilsar með rigningu: TJÖLD FUKU í EYJUM BH-Reykjavik. — Vonzkuveður geisaði i Vestmannaeyjum að- faranótt laugardagsins og setti sinn leiðindasvip á þjóðhátiðar- höldin þar. Um ellefu-leytið á föstudagskvöldið byrjaði að rigna og stóð úrheliisrigning með hvassviðri fram undir morgun. Fauk nokkur hluti tjaldanna, sem búið var að reisa, og stóð lögregl- an i miklu stappi við að aðstoða fólk, sem veltist drukkið i svaðinu eða hafði misst tjöldin ofan af sér. En undir morguninn létti til og sást meira að segja til sólar, sem gaf þjóðhátiðargestum vonir um betri tið og sæta langa sumar- daga um helgina, — sem munu þvi miður vera tálvonir. Laxveiðiferð Finnlandsforseta: Kekkonen kemur um miðjan mdnuðinn Gsal-Rey kja vik — Kekkonen, Finnlandsforseti er væntanlegur hingað til lands um miðjan þenn an mánuð nánar tiltekið 13. ágúst aðallega þeirra erinda að veiða lax, en Finnlandsforseti hefur margoft áður komið hingað til lands þeirra erinda. Mun i ráði að forsetinn renni fyrir lax i Viði- dalsá, en þeirri ágætu laxveiðiá er hann vel kunnugur. Forsetinn mun verja fridögum sinum við ána með islenzkum vinum sinum, en koma Kekkon- ens hingað er óopinber. Margt gesta kom til Vest- mannaeyja á"þjóðhátið að þessu sinni, viðs vegar að af landinu. Virðist þó nokkur erill af fólki, og mátti ráða af viðtölum við lög- reglumenn viðs vegar um land, að heilu bæirnir séu mannlausir að kalla. Ekki virðast þó skýrar linur um það, hvert fólk hafi almennt lagt leið sina. bó virðist svo sem talsverður fjöldi hafi far- ið á bindindismótið i Galtalækjar- skógi, en stormbeljandi með úr- komu hér á Suðurlandi virðist hafa dregið úr löngun manna til útivistar a.m.k. hér syðra. Tals- verð umferð virðist hafa verið fyrir norðan, en ekki er okkur kunnugt um nein meiri háttar ó- höpp eða slys. Nyrðra rigndi þó nokkuð eins og annars staðar á landinu. Veður mun hafa verið einna skást i Vestur-Skaftafellssýslu, og sérfræðingar i veðurspám gefa einna helzt von um, að þar muni veðrið geta orðið sæmilegt um helgina. Að öðru leyti var dauft i þeim hljóðið, þótt auðvitað verði að vona hið bezta. Hér getur að lita Þjóðleikhúsfólkið, sem ætlar að skemmta Vestur-tslendingum á næstunni. Alis eru þátttakendur I förinni nær 70, og hefur aldrei farið fjölmennari hópur leikhúsfólks héðan til sýninga erlendis. Ljósm.: BragiGuðmundssen. AuglýsicT 4 Tímanum ■.. ! '3i; «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.