Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 3. ágúst 1975. 1 TVO MANUÐI hafa ritdeilur sett mikinn svip á Nú-timann og hafa ýmsir tekiö til máls. Mest hefur veriö deiit um ágæti hljómsveitarinnar Led Zeppelin og hafa aðdáendur hennar hafiö hljómsveitarmeölimi upp til skýjanna meö mestu hrósyrðum íslenzkrar tungu. Þeir sem hins vegar hafa veriö á öndveröum meiöi hafa ekki sparaö stóryröin i þeim tilgangi aö „rakka hljómsveitina niö- ur.” Hljómsveitin Cream hefur einnig skipaö talsvert rúm f þessum ritdeilum, enda viröast andstæöingar Zeppelin yfirleitt vera af þeim ættbálki. Frá sjónarmiöi Nú-timans hafa þessar ritdeilur veriö allrar athygli veröar (og vakið feiknaathygii) og veriö sérstaklega ánægjulegur þáttur. Kann Nú- timinn öllum, sem tekiö hafa þátt I þessum fyrstu ritdeilum popphlustunar- manna hinar beztu þakkir. EN NÚ ER MAL AÐ LINNI. Efiaust má færa rök fyrir þvi, aö viö tökum hér ranga stefnu — en frá okkar ÖU lög eru frumlegog eiga sér enga fyrirmynd. Zeppelinski alþýðumaðurinn tilgreinir 6 atriði þeirri sann- færingu sinni til sönnunar, aö Zeppelin sé bezta hljómsveit veraldar. (Nútiminn 1. júni 1975). s.iónarmiði verður einhvers staöar aö setja punkt. Ritdeilur um ágæti tveggja hljómsveita eru merkilegar og ekki sföur fróölegar fyrst í staö, en þegar til lengdar lætur verða þær minna spennandi eins og eölilegt er. Nú-timinn hefur samt alls ekki f hyggju aö loka fyrir allar ritdeilur. Fjarri þvi. Nú-tfmanum er einmitt ætlaöur — ööru jöfnu — að vera skoðanavettvangur fyrir lesendahóp sinn, — en þaö eru til fleiri hljómsveitir en Zeppelin og Cream! Myndirnar hér fyrir neöan eru af þeim fjórmenningum.sem mestur styrinn hefur staöiö um, og eru textarnir fyrir ofan myndina haföir eftir Zeppelinska alþýöumanninum, en textar undir myndum haföar eftir bréfritara dagsins I dag. Ritdeilum um áðurnefnt efni lýkur næsta sunnudag meö bréfi frá zeppelinska alþýöumanninum, og svarar hann þar. R.K. Tvær stefnur sem fylla hæstu gæöakröfur óma frá hörpustrengjum Zep. Allar aðrar hljómsveitir hafa eina. Faðir og leiðtogi hljomsveitar- innar, Jimmy Page er bezti gitarleikari veraldar. Hann hel'ur samið sérstæöustu lög. sem við lýði hafa \erið frá upp- hafi llomo Ereetus. Guöfaöir grúbbunnar, Mr. Page, er miölungs gítarleikari og ekki fet fram yfir þaö. HANN HEFUR SAMIÐ LEIÐINLEG- ASTA OG SÉRSTÆÐASTA LAG SEM UM GETUR. SEM SÉ, ALLT EINS! i hljómsveitinni er raddfegursti og sérstæöasti söngvari verald- ar, Robert Plant. Hann hefur sungið fegurstu Ijóð popptim- ans, auk þess að yrkja þau sjálf- m t grúbbunni er nokkuö sem kall- ast söngvari á Zeppelinsku. Hann ber nafnið Mr. Plant, og hefur hann rekiö upp lengsta spangól, sem um getur, sem hann hefur auövitaö samiö sjálfur. Þetta leiðindagól, er ekki ólikt þvl er hundur gólar upp I tunglið um miönæturskeiö. Trom muslátta rm aður Zep. John Bonhani, er sá kröftugasti en um leið sá vandvirkasti, sem litið hefur dagsins ljós'. Ilann er fuilkominn!! „Trommusláttarmaöur” Zep. Mr. Bonham, er sá kröftugasti, og um leið sá einhæfasti sem lit- iö hefur dagsins Ijós. Hann er klaufi! Bassaleikarann veit ég liprast- an i sólkerfinu. John Paul Jon- es. Auk þess er hann gæddur þeirri náttúru að spila undravel á liljómhorðshljóðfæri. Bassaleikarann veit ég einhæfastan og klaufalegastan i vetrarbrautinni. Þetta er Mr. J.P. Jones. Auk þess er hann gæddur þeirri ónáttúru aö fálma viðvaningslega á hljómborö. Tvær stefnur sem báðar geta fyllt hæstu gæöakröfur þeirra, sem vita ekki á hvaö þeir eru að hlusta. t Að öskra með digur t öll lög eru eins, og eiga sér enga fyrir- mynd, hvaö snertir ófrumlegheit. barkalegu orðbragði Mér fannst , þegar ég leit yfir Nú-Timann frá 1. júni, sem þar stæðu orð, sem komið hefðu upp úr undirdjúpum for- heimskunnar. Þetta grátlega kjaftæði hafði allt yfirbragð fáfræð- innar, frumstæðrar hugsunar og umfram allt, rotins tón- listarsmekks. Og nú vil ég hér með leyfa mér að senda þessum einangraða „alþýðumanni” tóninn. Þaö voru sársaukavein sem umluktu siðuna frá 29. júnl s.l. Hr. Rjómi hitti yður, villidýrið, beint I hjartastað þegar hann svaraði lágkúru- legum áróðri yðar þann 22. júni. Það er staðreynd, að þeir sem rökþrota eru eða eru staðnir að ósanninum, taka að öskra og æpa með digurbarkalegu orð- bragði af almætti til að þagga niður i and- stæðingi sinum. Stundum tekst það, en oftast er flett ofan af sökudólgnum. Og í sambandi við svar yðar, (ef svar skyldi kalla) þá vil ég segja þaö, að þér hafið sennilega verið að skrifa um sjálfan yður „Margur heldur mig sig”, þetta orð- tæki gæti átt við I þessu tilvelli. Okkur lesendum þessara saurugu og útkllndu greina yðar hefur skilizt, að rjomabúöingur eigi ekki upp á hið lágkúrulega pallborð Zeppelin-- neytandans. Þér fáið sennilega meltingartruflanir eftir að hafa reynt að innbyrða smá- skammt af þungmeltari tónlist en þeirri, sem grjóthausarnir i Led Zeppelin ausa án afláts i kjaftinn á óvitunum. Nú ætla ég að leiðrétta þau miklu mis- tök, sem yður urðu á i rökfærslu þeirri, er átti aö sannfæra andstæðinga fornaldar- skarkala Zeppelin um ágæti þeirrar grúppu. (Sjá texta undir myndum) Niðurstaða min verður vinsæl, þvi allir nema sérvitringar eru á sama máli. Þér talið fjálglega um það, hvað þér hafið mikið vit á blues. Ég get sagt yður það hr. ófróður, aö bluesinn einkennist ekkert frekar af text- unum. Er bluestónlist án texta þá ekki blues, þ.e.a.s. ef yðar mælikvarði er lagö- ur tíl grundvallar? Svarið við þessari spurningu er auö- vitað nei, þvi að þér hafið mjög takmark- aða þekkingu á blues. Það sem einkennir bluestónlist er fyrst og fremst, stemmning verksins og hrynjandi, texti og svo auðvitaö hljóðfæri þau er notuð eru. Þetta er blues. Þér ættuð til frekari fróðleiks að kynna yður blues hins mikla E.K.Duke Elling- tons — eftir það ættuð þér ekki að vera i neinum vafa. Og fyrir alla muni, reynið að komast yfir „Minningarljóð Miles Davis um Duke Ellington”, það er verk, sem kæmi þér til að freta á þennan svokallaöa blues Led Zeppelin ófreskjunnar. Og þér munið væntanlega, hvernig fór fyrir Zeppelin-bákninu (loftskipinu). Það brann til kaldra kola, og þar með flestir aödáendur þessa lélega farkosts og þær vonir, sem við hann voru bundnar. Flugtæknin þróaðist og er nú að komast á það stig, að hægt verður innan skamms að ferðast reikistjarna á milli. Nákvæmlega þetta sama skeður með tónlistina. Hin frumstæða og einfeldn- ingslega tónlist Led Zeppelin liður undir lok fyrr en varir, sem þar með hverfur al- gjörlega úr vitund manna. Heiðraði herra alþýðumaður eða pislar- vottur: Þér ættuð einnig að kynna yður þróunarkenningu Darwins. Þar er að finna þessa meginkenningu: Lifverurnar heyja baráttu fyrir tilveru sinni. 1 þeirri baráttu halda þeir velli, sem bezt eru fallnir til að bjarga sér, eru hæfastir i lifs- baráttunni. Hinir, sem miður hæfa kring- umstæðunum, verða undir i þessari bar- áttu. Svo mörg eru þau orð. Þessi „barátta” yðar og yðar lika er þvi algjörlega tilgangslaus. Þér snúið ekki náttúrulögmálinu við hvernig sem þér rembist eins og rjúpan við staurinn. Þróunarkenningin gildir jafnt i heimi náttúrunnar, sem I heimi mannanna, vegna þess að maðurinn er hluti af náttúr- unni. Og nú, minn allra náðugasti herra, ætla ég aö gefa yður dæmi um grúppur og hljómlistarmenn sem flytja tónlist. Hlustið og lesið (þ.e.a.s. ef þér eruð ekki bæði blindur og heyrnarlaus af ofstæki gagnvart sannleikanum). Hér kemur aðeins það bezta og vandaðasta og jafn- framt það sígilda. Emerson Lake og Palmer, Electric Light Orchestra, Genesis, Yes, Gentle Giant, Focus, JethroTullSantana, Pink Floyd og Procol Harum. Og ekki má gleymast hxnn sígildi snillingur 20. aldar, Rick Wakeman. Múmian hann Jones er ekki hæfur til samanburðar við ofurmenni á sviði hljómborðstækni eins og Keith Emerson og Rick Wakeman. Báðir eru þessir menn snillingar á þessu sviði og einkar fjölhæfir, gott dæmi um fjölhæfnina er það, að nú leikur Wake- man með sinfóniuhljómsveitum í Bret- landi sem orgel, pianó og semballeikari. Tónlist Wakemans er þungmelt fyrir þá, sem ekki eru komnir inn I hana, svo það gæti farið svo, að rokkræflar og fals- bluesistar eins og þér, hafið hvorki þroska né vit til að njóta hennar og skilja. „Bassaleikarann veit ég liprastan. I sóíkerfinu: J.P.Jones” Þetta er heldur einstrengingslega sagt, en þaö stafar bara af þvi, að þér hafið ekki heyrt i Greg Lake né Chris Squire (Yes). Þeir eru báðir mjög sjálfstæðir og frumlegir bassaleikarar, ekki alltaf sama hjakkið og hjá Jones. Plant stenzt engan samanburð við reglulega góöa söngvara, eins og t.d. Arthur Brown, Jon Anderson, Ian Andersoh og Greg Lake, enda ætlast vist enginn til þess. Giarleikarar eins og John Williams, Carlos Santana, Jimmy Hendrix og Eric Clapton eiga fáa sina lika. Og i hópi þeirra fáu, sem ná þessum kempum að gæðum, er ekki ræfilstuskan hann Jiinmy Page, hann er of frumstæður til þess. Hinn einhæfi harðhaus og „trommu- sláttarmaður” Zep. ætti að taka niður um sig buxurnar, þegar frábærir og fjölhæfir trommuleikarar eins og Carl Palmer, Bil Bruford og Alan White miðla áheyrendum af nægtarbrunni snilldar sinnar. Og að lokum herra minn, þá get ég sagt yður það til frekari fróðleiks, að flestir sem hlusta á svona vandaða og þróaða tónlist eins og þessir snillingar flytja oss, hlusta lika á klassiska tónlist eins og eftir Beethoven, Bach Tchaikovsky, Korsakoff, Ravel og Mussorgsky. Þetta nægir til að sýna fram á, að bilið á milli ELP, Yes, ELO, svo dæmi séu nefnd, er miklu minna en á milli hins harða rokks úrkynjaðra ræfla eins og Deep Purple, Led Zeppelin og Rolling Stones. Norölenzkur aödáandl’ vandaðrar og þróaðrar tónlistár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.