Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 3. ágúst 1975. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Ástin getur tortímt ekki síður en lífgað HÁSKÓLABÍÓ: MÁNUDAGS- MYNDIN „DON JUAN 1973" Frönsk mynd um franskar ástir hlýtur aö liíta ákveönum lögmál- um og getur litiö sem ekkert vikiö frá þeim. Svo er og um þessa, sem tekur sérstaklega til meö- feröar eyöileggingarmátt ástar- innar. Konan er í henni gerö I tveim myndum, annars vegar sem vanþroska en lymskufull tál- mynd, hins vegar sem vekjandi afl. Báöar hafa myndir þessar aö- dráttarafl, en greinilegt er þó, aö myndinni er ætlaö aö beina áhorf- andanum frá tálmyndinni, inn i öryggi vanans. Myndin fjallar um ástarlif ungrar stúlku, sem fer líkt og- eyöandi logi um umhverfi sitt og skilur alls staöar eftir sig dauöa og tortlmingu. Hún finnur i sér hvatir og tilfinningar, sem hún kann ekki skil á, og vegna van- þroska sins, eigingirni og barns- legrar valdafiknar, krefst hún þess,aö njótendur ástar hennar færi henni fórnir. 1 fyrstu krefst hún þess, aö biöl- ar hennar krjúpi henni og votti undirgefni sina. Hún er auðug og fögur og þvi fær hún ekki séö ástæðu til annars en aö rikja yfir umhverfi slnu sem einvaldur. Þegar frá liöur veröur henni sá leikur þó ekki nægur — hann er of einfaldur og auöveldur og verð-, mæti þess sem undir er lagt nær ekki þvl marki sem skapast meö henni. Hún hlýtur því að leita á önnur mið — lengra út og hærra upp — þar sem hvötum hennar verður fullnægt betur og fylli- legar. Fyrsta mark hennar veröur vlgi, sem fram aö þvl hafði reynst óvinnanlegt. Barátta hennar er hörð og óvægin og þegar vlgið aö lokum fellur, rennur stund reikningsskila upp. Fórnar- stallurinn verður að fá sitt og krafan hljóðar upp á allt það sem maðurinn hafði áunniö sér. Heimili hans, fjölskylda, þjóð- félagsstaða og virðing lenda undir hnlfinn og að aflokinni fórnarathöfninni er honum ýtt I burt, við taka önnur vigi og nýjar fórnir. Framhald á bls. 16 Honum var gert aö verja sann- leikann fyrir rétti og átti þó oft erfitt meö aö láta hlusta á sig. -.enny trúöi á sannleikann og lagöi hann umbúðalausan. Þeir erfiöleikar voru ekki fyrir hendi þegar hann stóö á sviöinn. þvl þá hlustuöu allir. ■ V / \ i LENNY Bob Fosse stendur aö baki myndarinnar um Lenny, því hann vildi sýna fram á að þar heföi ekki veriö á feröinni sálsjúkur háöfugl, heldur snillingur, sem var töluvert á undan sinni samtlö. Eiginkona Lenny, Honey, er leikin af Valerie Perrine. Hún fylgir Lenny á ferli hans, meðan vært er. TONABIO: BREEZY Þessi mynd er ef til vill fyrst og fremst falleg. Hún fjallar um sam- bandmilli tveggja mannvera, sem elskast, en eiga I erfiðleikum meö að skilja hvort annað. Breezy er ung, frjáls og sjálfstæð og flakkar um meö gitarinn sinn. Hún hittir miðaldra kaupsýslumann, sem hún verður ástfangin af og hernemur, en kynslóðabilið skilur þau að og viröistætla að koma I vegfyrir að þau nái saman. Mynd þessi hefur til að bera lausn á vandamáli því.sem kynslóðabiliö hefur veriö gert að — hún segir okkur að brúa það meö ást. Þá bendir hún okkur ennfremur á hversu tilætlunarsöm við erum þegar við krefj- : umst I slfellu framtíðartrygginga. Heilt ár er I raun ekkert styttra en heil eilifð, ef hvort tveggja er framundan. Það var verulega ánægjulegt aö horfa á þessa mynd. GAMLA BÍÓ: REIÐI GUÐS Rétt þokkaleg mynd til afþreyinga. Hugmyndin um prestinn, sem út- hellir reiði guðs yfir mennina með vélbyssum og handsprengjum, er hreint ekki slæm, enda tlmi til kominn að almættið endurskoði afstööu slna til tæknimenningarinnar, sem ekki hefur fundið náð fyrir augum þess slðan á döguhi rannsóknaréttarins, þegar tækninýjungar urðu flestar til I dýflissum refsimunkanna. Eitt atriði myndarinnar ber greinilega af öðrum, en það er messan, sem klerkur heldur án skothríðar, og án hennar hefði kvöldið orðið ákaflega þreytandi. AUSTURBÆJARBÍÓ: O LUCKY MAN Sérkennileg og verulega athyglisverð mynd, sem tekur til meðferðar baráttu okkar og innbyrðis samkeppni um efnisleg gæði. Skilningur myndarinnar á eðli nútíma samfélags er nokkuð napurlegur, en engu að síður raunsannur og fyllilega rökstuddur. Mörg af helstu fyrir- brigðum mannlegrar tilveru, svo sem trú, siðvenjur, skyldur og fleira er tekið óvægnum tökum og úr myndinni má jafnvel lesa þá skoðun að Guð sé hið illa i veröldinni og útrýming hans hljóti að vera forsenda þess að hið góða taki sér hér bólfestu. Ef til vill má 11 ta á mynd þessa sem nokkurs konar neyðaróp, sem ris frá manninum sjálfum, vegna þess að til hans er ekki lengur litið og hann ræður ekki lengur llfi sinu. Allt er fyrirfram ákveðið og þú getur ekki komist hjá þvl að lenda á fórnarstallinum. SPENNULAUS OG ALLT OF DAUF MYND Rétt einu sinni enn er okkur boðiö vestrar hafa þann boðskap einan, upp á spennandi og mjög óvenju- að kraftur réttlætisins eigi ekki far- legan vestra. Að þessu sinni um veg til mannanna, annan en byssu- ungan pilt, Jory, sem ratar I nokk- kjafta og lemstrandi slagsmál. í ur ævintýri á leið sinni til mann- fæstum tilvikum hefur þar raunar dóms. Svo sem flestir aðrir spenn- verið um boðskap að ræða, sem andi vestrar er þessi gjörsneyddur kalla mætti þvl nafni, heldur nán- allri spennu og kemur hvergi á ast tilraunir til að svala ofbeldis- óvart, hvað varðar söguþráð og úr- hvötum áhorfenda fyrir peninga. í vinnslu einstakra efnisatriða. Hann þetta sinn vottar þó fyrir, að fram- byrjar likt og flestir aðrir vestrar, leiðendur myndarinnar hafi ein- gengur fyrir sig líkt og aðrir hvern grun um, að ofbeldi sé ef til vestrar og endar likt og flestir aðrir vill ekki besta svarið við ofbeldi og vestrar. miðast myndin nokkuð við það. Eitt er það þó,sem er nokkuð frá- I upphafi myndarinnar verður brugðið og gæti jafnvel talist Jory fyrir þvl áfalli, að faðir hans nokkuð óvenjulegt, en það er boð- er myrtur á krá einni og, eftir skapur sá, sem vottar fyrir i honum fyrirsögn hefðar og uppeldis, getur og hefur greinilega átt að vera hann ekki látið hjá liggja að hefna nokkuð leiðandi. Venjulegir | Framhald á bls. 7 Kvikmyndin um feril Lenny Bruce, með Dustin Hoffman I aðalhlut- verki, hefur undanfarnar vikur vakið töluverða athygli erlendis. Kvik- myndagagnrýnendur hafa skrifað mikið um hana og aldrei þessu vant virðast þeir nokkuð sammála um að þar sé á ferðinni góð mynd, jafnvel meistaraverk. Mynd þessi fjallar um grlnista, sem rls frá því að vera annars flokks skemmtikraftur, til þess að verða einn af eftirsóttustu næturklúbba- skemmtikröftum Bandarikjanna. Hún fjallar einnig um leið hans niður af tindinum I svaðið, til þess timaþegar hannlést, — viðbjóðslegum dauðdaga, einmana og nakinn á baðherbergisgólfinu, með eiturlyfjasprautuna við hlið sér. —, eins og einn fréttaritari lýsti aðkomunni á heimili Lenny þann 3. ágúst 1966. Lenny ávann sér meðan ferill hans stóð sem hæst, viðurnefnið „sam- viska Bandarikjanna”, enda var sannleiksást hans og afdráttarlaus krafa til þess að mega segja hug sinn allan meðal skýrustu einkenna hans. Hvað eftir annað var Lenny handtekinn fyrir klám og soralegt orð- bragð. Hann átti I sifelldum útistöðum við valdhafa þjóðfélagsins og notaði aðstöðu sína á sviðinu til að lýsa fyrirlitningu sinni á þvf sem hann taldi manninum ósæmandi. Hann var misskilinn og af mörgum forsmáður, en hinir voru þó mun fleiri, sem dáðu hann. Likt og verið hefur með marga þá, sem undanfarna áratugi hafa viljað knýja fram þjóðfélagslegar umbætur, kom fram i Lenny þversögn, þegar peningar og Hfsþægindi voru annars vegar. A sviðinu lýsti hann þvi yfir, að fátt væri smánarlegra en stjarna I skemmti- iðnaðinum, sem velti sér upp úr peningunum, meðan milljónir manna iiföu sultarllfi viðómannsæmandiaðstæður. Þó greip hann fegins hendi við, þegar hans eigin tekjur urðu að verulegum fúlgum, en var áfram kenningum sinum nægilega trúr til þess að kalla sjálfan sig hóru. Myndin um Lenny er gerð I minningu manns, sem var af samtíð sinni álitinn hættulegur ruddi, en hefur ef til vill verið snillingur. United Artists hefur með höndum dreifingu myndarinnar og vonandi verður hún á sýningaskrá Tónabiós, sem hefur umboð fyrir UA hér- lendis, áður en mjög langt um liður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.