Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 3. ágúst 1975. TÍMINN 27 Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn toppinn á mér i áttina til hans, en hann sá mig ekki, nei. Samt hefði hann nú séð mig, ef hann hefði litið i kringum sig, og ég gerði skyldu mina, þvi getur enginn neitað. — Talaðu ekki svona mikið, æpti Al- an'óþolinmóður. — Ég verð að komast til Shalbury, og ég er orðinn dauðuppgef- inn. Segðu mér, hvar ég get fengið hest. Ég kemst ekki lengra gangandi. — Nú, væni minn, ekki get ég sagt þér það án þess að tala. Það má sá gera, sem getur i minn stað, og ég skal sannarlega hrósa honum fyrir kraftaverkið. Það er sama, hvort það er hestur eða asni. Hann Goodman Nopes, hús- bóndi minn, á einn eða tvo hesta. Hann á lika bæði asna og múlasna og auk þess stórt svin. Karlinn söng: t fjósinu er kýrin. Fyrir svinin er mýrin. Og blessuð veri hún angandi smáragrund. Alani tókst að fá karlinn til þess að fylgja sér til Good- man Nopes, sem var alveg nýkominn á fæt- ur. Jafnskjótt og hann heyrði, hver kominn væri, var hann fús til að ljá hest. Alan reið nú allt hvað af tók eft- ir veginum til Shal- bury, en sú borg var fáeinar milur handan við Stourton, og þang- að kom hann rétt fyrir klukkan sex. í Jl Í,ll! Íli, I iII.II II w mmmmmÉtmm pJmlt lÆrmim lf Listakonan Grima við vinnu sina. Ólöf Gríma sýnir í Þrastarlundi 1. ágúst opnaði málverkasýn- ingu i Þrastarlundi frú Ólöf Grima Þorláksdóttir sem er 80 ára gömul. Hún byrjaði að fást við liti og léreft eftir að börnin voru komin upp. Liklega hefur á- huginn verið fyrir hendi alla tíð, aðeins skort krafta, eða tima til að byrja, ef þá ekki hvort tveggja. Frií Grima sýnir áð þessu sinni 11 myndir, allt oliumálverk, mál- uð á seinustu misserum. Mun sýningin standa tii ágústioka. Nýr staður Það virðist kjörið fyrir málara að sýna myndir sinar þar sem menn eiga leið um i sumarskapi, þótt meginerindið út i náttúruna sé að sjá mótivið sjálft en ekki mynd þess á striga eða pappir. Valtýr Pétursson mun hafa riðið þarna á vaðið, svo það er ekki Íeiðum að likjast fyrir þá sem á eftir koma. En vikjum nú ögn að þessum aldurhnigna listamanni, Grimu og myndunum hennar. Það er eftirtektarvert að i raun og veru mála engir eins vel og smáböm og gamalmenni, og eng- ir mála eins illa heldur, þegar sú sortin kemur upp. Menn virðast ekki hafa kjark til að tjá sig af frjálslyndi og unaði á milli- striðsárunum, sem viðoft nefnum miðjan aldur. Ég þekki ekki þessa gömlu konu, Grimu, og veit ekki annað um hana en að hún er amma hans Sverris hjá Bókmenntafélagi, en þar sá ég myndir eftir hana fyrst, mörg verk, sem þar voru i stöfl- um. Þá hafði hún sina fyrstu sýningu i fyrra og hlaut þá ein- hvers konar viðurkenningu sem naivisti, sem er mikill heiður. Ég hefi ekki séð myndimarsem hanga uppi i Þrastarlundi, en ef þær eru svipaðar þeim fyrri, verður þetta skemmtileg og nota- leg sýning. Breiddin nauðsyn i listinni Listin, myndlistin verður að hafa ákveðna breidd til þess að almenningur geti unað við hana til fulls. Við þurfum abstraktmálara, frammúrstefnumenn, lika sætar myndir handa kerlingum og fin- um frúm,alltmögulegt til þess að breiddin megi haldast. Við þurf- um lika naivista eins og hann Is- leif, hana Grimu og marga aðra. Sú stefna hefur verið uppi hér og þarv að naivistinn eigi að vera einn svo þegar hann er farinn þá komi einn i staðinn, siðan koll af kolli. Ég er ósammála svoleiðis krýningum og hvet alla mögulega gamla menn og konur til þess að mála og óska frú Grimu til ham- ingju með sýninguna i Þrastar- lundi. Jónas Guðmundsson k'erndurn mJL rotlendí/ LANDVERND OKUNl ■EKKIH UTANVEGÆ LANDVERND INNANLANDSFERÐ Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavík, sunnudaginn 17. ágúst. Ekið um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Brúar- hlöð, Hreppa, Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Hrauneyjarfossum. Framkvæmdir við Sigöldu skoðaðar undir leiðsögn verkfræð- ings. Nánar auglýst siðar. UTANLANDSFERÐIR Framsóknarfélaganna í Reykjavík Framsóknarfélögin i Reykjavik gefa félögum sinum kost á ferð- um til Spánar i sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Fyrirhuguð er i sept. 10—15 daga ferð til Vinarborgar. Þeir, sem áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við f lokksskrifstofuna. Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Simi: 24480. Strandasýsla Héraðsmót framsóknarmanna i Strandasýslu verður haldið laugardaginn 16. ágúst i Arnesi. Ræður flytja Gunnlaugur Finns- son, alþingismaður og Pétur Einarsson. Karl Einarsson skemmtir. ísafjörður Framsóknarfélag ísafjarðar heldur héraðsmót sitt 23. ágúst. Nánar auglýst siðar. Vestfirðlr Kjördæmisþing framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi hefst föstudaginn 22. ágúst. Nánar auglýst sibar. Héraðsmót framsóknarmanna 1 Skagafirði verður haldiö i Mið- garði 30. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðumenn verða Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknar- flokksins og Jón Sigurðsson varaformaður SUF. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja og Karl Einarsson fer með skemmtiþátt. AUGLÝSIÐ í TÍMÁNUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.