Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 9
Magnúsi ölafssyni en hann var
sjómaður og útgerðarmaður.
Magnús hlaut övenjulegan frama
á sjónum, varð háseti 15 ára, vél-
stjóri 16 ára og hann var aðeins 17
ára, þegar hann var orðinn skip-
stjóri á 25 tonna vélbáti, sem hét
Gylfi.
Skipstjóraferill hans var llka
glæsilegur og hann aflaði mikið,
\og siðar varð hann skipstjóri á
stórum sildar- og loðnuskipum,
unz hann fór i land og varð kunn-
ur athafnamaður þegar hann
asamt systkinum sinum keypti
stóran hluta i Hafskipum hf.
Siðan hann kom til starfa, hefur
félagið gjörbreytt um svip og skip
og er nú eitt öflugasta skipafélag
landsins.
Við spurðum Magnús i
Höskuldarkoti fyrst, hvers vegna
hann gerðist skipaeigandi, eig-
andi kaupfara, en hélt sig ekki við
fiskiskipin, sem hann hlaut að
þekkja öllu betur:
Datt inn um dyrnar
á Hafskipum hf.
— Ég eiginlega datt inn i þetta,
datt inn um dyrnar. Ég var kom-
inn i land og var, og er reyndar
enn, umboðsmaður Oliuverzlunar
íslands hf. á Suðurnesjum, þ.e. i
Keflavik, Keflavikurflugvelli,
Njarðvikum, Vogum og alla leið
að Grindavik.
Þá ber svo við, að það stendur
til að flytja vél fyrir mig til lands-
ins frá útlöndum og ég var að
koma frá Ameriku þennan dag.
Þá hringdi maður I mig sem var
aö annast um kaupin á þessari vél
fyrir mig og sagði mér i simann
að Hafskip hf. væri liklega að fara
á hausinn og þvi ekki óhætt að
láta félagið flytja vélina til lands-
ins, þvi enginn vij,i,Jwað geti skeð
ef skipafélagið verði gjaldþrota.
— Nú þú flytur hana bara með
Eimskip, sagði ég og samtalinu
var lokið. Um morguninn vaknaði
ég snemma og fór að hugsa um
þetta. Hafskip að fara á hausinn,
það gat naumast verið? Þvi ekki
að kaupa þetta, hugsaði ég með
mér og ég fór á stúfana strax um
morguninn og fór að kynna mér
málið. Komst ég þá að þvi að fé-
lagið átti i miklum örðugleikum
og ég hélt fund með okkur bræðr-
um og fáeinum mönnum öðrum
þarna suðurfrá og það varð úr að
við lögðum 30 milljónir króna I
þetta saman.
Ég vil leggja áherzlu á það, að
ég stóð ekki einn að þessu, og
þeir, sem gerðust hluthafar voru
auk okkar systkina, þeir Guð-
mundur Jónsson hiByggingavöru-
verzlun Kópavogs, Gunnar Ás-
geirsson, stórkaupmaður, Snorri
Halldórsson i Húsasmiðjunni,
Stefán Pétursson, útgerðarmaður
og fleiri.
Siðan höfum við enn aukið
hlutaféð, en hlutféð hefur vaxið úr
27 milljónum króna, sem það var
þegar við komum til skjalanna I
100 milljónir króna, eins og það er
núna.
Stjórnarformaður í
skipafélagi
— A fundi sem haldinn var i
ágúst 1973 var ég svo kjörinn
stjórnarformaður og Ólafur heit-
inn Jónsson i Sandgerði var þá
kjörinn varaformaður, en hann
hafði hjálpað mér við þetta af
ráöum og dáð. Má segja, að hann
hafi verið mér styrkur i þessu,
vegna umtalsverðrar þekkingar
sinnar á útgerðarmálum, og svo
auðvitað fólkið, sem fór með mér
i kaupin. Ólafur andaðist á sein-
asta vetri.
Ég ætlaði mér ekkert að starfa
viö þetta og fór til sjós aftur með
Ljósfara. Nýr framkvæmdastjóri
var ráðinn, en svo varð það úr;
að hann lét af störfum og ég tók
við sem forstjóri Hafskips hf., en
Þórir H. Konráösson var ráðinn
framkvæmdastjóri, en hann hafði
frá upphafi starfað hjá félaginu,
fyrst sem yfirverkstjóri, en siðan
sem skipaeftirlitsmaður og svo
loks sem framkvæmdastjóri. Þaö
var i ársbyrjun 1974, og siöan hef
ég verið hérna og staðið hefur yfir
umtalsverð endurskipulagning á
rekstri félagsins.
Jón Sveinsson, yfirvélstjóri, Magntis Magnússon, forstjári og Steinarr Kristjánsson, skipstjóri. Myndin er tekin um borð f LAXA, þegar skipið
kom lir fyrstu ferðinni til litlanda.
Fjöldsamtök um Hafskip
— Ég er nú ef til vill ekki nógu
kunnugur sögu félagsins, eða
undirbúningsstarfinu að stofnun
þess, til þess að gera nákvæmlega
grein fyrir þeim atriðum. Verk-
efni min, þau tvö ár, sem ég hef
starfað að málefnum Hafskips
hf., hafa miðast meira við fram-
tiðina, en fortlðina.
Hafskip hf. er þó stofnað á svip-
uðum grundvelli og stóru skipafé-
lögin, Eimskipafélag íslands og
Skipadeild SÍS, það eru nokkurs
konar fjöldasamtök á bak við.
Þegar Eimskipafélagið eignað-
ist sitt fyrsta skip, þá lögðu svo að
segja allir landsmenn eitthvað
fram til þess að tryggja landinu
siglingar. Samvinnuhreyfingin
hefur lika lengi siglt i umboði fjöl-
mennra samtaka, eins og allir
vita.
Kaupmenn meö skip
í förum
Hafskip varð til á svipaðan
hátt. Kaupmenn, framkvæmda-
menn og innflytjendur viðs vegar
um land sameinuðust um að
stofna skipafélag og markmiðið
var að félagið þjónaði fyrirtækj-
um þeirra og hefði áhrif á verð-
myndun i flutningum að og frá
landinu. Sömu aðilar höfðu þá
þegar með sér félagsskap, Verzl-
anasambandið, sem var tilraun
til þess að sámeina kraft einka-
reksturs til ákveðinna verkefna,
og bæta á þann hátt samkeppnis-
aðstöðu einkafyrirtækja.
Auk þess lágu veigamikil sögu-
leg rök fyrir þvi, að kaupmenn
t d. ættu skip I förum. Rekstur
kaupskipa var um aldir nauðsyn-
leg forsenda þess, að menn gætu
verzlað á íslandi og þetta hélzt ó-
breytt alveg fram á bessa öld.
Kaupmenn á fyrstu áratugum
þessarar aldar fluttu margir
hverjir vörur sinar á eigin skip-
um, bæði afurðir landsins á er-
lendan markað og nauðsynjar
þess heim til Islands.
Sum þessara skipa voru hér á
fiskveiðum hluta úr árinu, þá
venjulega i sumarfiski, en stund-
uðu flutninga milli landa og hafna
hér þess i milli. Það voru þvi á-
kveðin söguleg rök fyrir skipaút-
gerð kaupmanna og athafna-
manna á Islandi. Stofnaðilar áttu
velflestir hagsmuna að gæta á
sviði vöruflutninga og þvi ekki ó-
eðlilegt, að þeir kysu að annast
þessa hlið málsins sjálfir.
Fyrsta skipið AA/s Laxá
Félagið eignaðist fljótlega sitt
fyrsta skip, hlaut það nafnið Laxá
og var það smiðað i Þýzkalandi
og afhent félaginu seinast á árinu
1959, og kom skipið til landsins úr
fyrstu ferðinni yfir hafið i desem-
bermánuði það ár. Skipstjóri var
Steinar Kristjánsson, sem enn
starfar sem skipstjóri hjá félag-
inu, en yfirvélstjóri var Þórir H.
Konráðsson, sem nú starfar hér
sem framkvæmdastjóri.
Fyrsti framkvæmdastjóri Haf-
skips hf. var ráðinn Sigurður
Njálsson frá Siglufirði og var
hann framkvæmdastjóri félags-
ins til ársins 1970, er hann lét af
störfum.
Hið nýja skipafélag færði fljót-
lega út kviarnar og lét þá smiða
annað skip i Þýzkalandi. Hlaut
það nafnið Rangá og kom til
landsins I ágústmánuði árið 1962.
Og svona hélt þe^ta áfram að þró-
azt og átti félagið fimm skip i för-
um þegar flest var, en auk þess
sigldi fjöldi leiguskipa á vegum
þess, en þau voru tekin á leigu
M.s. Skaftá losar i Reykjavikurhöfn.