Tíminn - 03.08.1975, Blaðsíða 10
Atvinnulýftræði. Valur Guftmundsson, háseti á Laxá „ræðir málin” vift forstjórann, Magnús i
Höskuldarkoti. Valur er ár Njarftvikunum eins og forstjórinn.
A brdarvæng á Laxá. t baksýn sjást vöruhús Hafskips hf. Magnás I Höskuldarkoti kemur oft um borð i
skipin, og fyigist með öllu, enda hæg heimatökin, þvi að hann á langan og merkan skipstjóraferil að
baki á fiskiskipaflotanum.
Eyþór Heiðberg, fulltrái. Hann reiknar át farmgjöld og fl. vegna vöruinnflutnings.
þegar skip félagsins gátu ekki
annað flutningaþörfinni hjá fé-
laginu.
Fimm skip i förum
Nú á félagið fimm skip, er bera
nöfnin Langá, Selá, Hvftá, Skaftá
og Laxá.
Þetta meðskipafjöldann táknar
þé ekki neina kyrrstöðu, þvi i nú-
verandi skipastóli félagsins eru
miklu stærri skip, og er flutnings-
getan þvi mun meiri. Fyrstu skip
félagsins voru smáskip, en skipin,
sem við erum með núna eru rúm-
lega 2000 tonn DW, en tvö eru
heldur minni.
011 þessi skip hafa verið keypt
af erlendum skipafélögum, nema
M/s Langá, sem var smiðuð fyrir
félagið árið 1965.
— Hvernig hefur rekstur fé-
lagsins gengið? Sr-
— Það hefur nú oltið á ýmsu.
Sum árin voru hagstæð, en önnur
gáfu slæma útkomu, eins og á-
vallt er f þessari starfsgrein. Það
tekur nokkurn tima að fá svona
stórrekstur á hagkvæman grund-
völl. t upphafi beindi félagið sér
einkum að flutningum i heilum
förmum milli landa. Þau sigldu
með heila farma af timbri, kol-
um, salti og öðru sliku og sigldu
svo utan með afurðir landsins eft-
ir þvi, sem tilefni gáfust, saltfisk,
skreið, fiskimjöl og sild.
Skipin hentuöu ekki
Skipin voru lika gerð fyrir slik-
an flutning, en þegar farið var að
flytja stykkjavöru til landsins, þá
hentuðu þau verr, þvi til þess
þarf sérstök skip.
A árunum 1970—1971 átti félag-
ið i miklum rekstrarörðugleikum
og var þá hlutafé þess aukið og
reksturinn var endurskipulagður
frá grunni eins og að framan seg-
ir. Farmgjöld voru lág og i engu
samræmi við rekstrargjöld og út-
gerðarkostnað skipanna. Mönn-
um varð þvi ljóst, að það varð að
afla hentugri skipa og endur-
skipuleggja leiðakerfi skipanna.
Voru skip félagsins þá öll seld,
nema Langá og ný skip hafa verið
að koma til landsins siðan og það
seinasta kom til landsins i vor,
M/s Laxá.
Siglingaleiðir skipanna
— Hverjar eru helztu siglinga-
leiðir félagsins?
Hafskip hf. hefur eins og áður
var sagt, stundað siglingar landa
i milli og strandsiglingar eftir
þörfum. 1 fyrstu flutti félagið
aðallega heila farma og þá án
fastra áætlana. Verkefnum var
sinnt eftir þvi, sem þau bárust.
Siglingar voru yfirleitt ekki
skipulagðar langt fram i timann.
Þegar M/S RANGA var keypt
til landsins á sinum tima, var
fyrsta eiginlega rútan stofnuð.
Skipið var i reglubundnum ferð-
um til Póllands. Með svipuðum
hætti hófust reglubundnar ferðir
til Hamborgar, Rotterdam, Ant-
werpen og Hull, þegar SELÁ
komst i eigu félagsins.
Þessar flutningaleiðir eru
skipulagðar með þarfir landsins i
huga, afurðir þess og nauðsynjar.
Núverandi leiðakerfi er i aðal-
atriðum sem hér greinir:
Tvö skipanna sigla reglubundið
frá Reykjavik til Akureyrar,
Húsavikur , Hamborgar og Ant-
werpen. Eitt skip siglir á Norður-
lönd, þ.e. Kaupmannahöfn,
Gautaborg og Friðrikstað.
Póllandsferðir eru á 3-4 vikna
fresti, Hamborgarferðirnar á 10
daga fresti.
Flytur 25.000 lestir af kísil-
gúr
Nú hefur hins vegar bætzt við
nýtt skip og er að vænta örari
ferða, auk þess sem ný viðfangs-
efni bætast við og islenzk skip
koma i stað leiguskipa um anna-
timann.
Húsavikurferðirnar eru vegna
flutninga á kisilgúr til hafna á
meginlandi Evrópu. Þessir
flutningar eru með sérstökum
samningi við framleiðendur og er
samið um 24.000 tonn á ári frá
Húsavik.
65% af þessu magni fer til
Hamborgar, um 10% til Antwerp-
en, en það sem eftir er fer til
Norðurlanda, Frakklands og
Bretlands.
Sögu þessara flutninga má
rekja aftur i timann en við önnuð-
umst þetta á móti Eimskipafélagi
Islands hf.
— Við höfum annazt þetta einir
Sveinn Pétursson, fulltrúi í farmdeild.