Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. ágúst 1975 TÍMINN 5 Hreint É tf&land 1 fagurt 1 land J LANDVERND Stjórn deildarinnar skipa: Séra Sigurður Guðmundsson formað- ur, Jóhanna Þórólfsdóttir ljós- móðir varaformaður, Sigurborg Einarsdóttir heilsugæzlu- hjúkrunarkona ritari, Hafsteinn O. Hannesson bankastjóri gjald- keri og Emil Bóasson háskóla- nemi meðstjórnandi. Deildin áformar að halda nám- skeið i skyndihjálp og e.t.v. fleiri námskeið I haust. Nýlega var haldinn á Eskifirði stofnfundur Rauða kross deildar Eskifjarðar og Helgustaðahrepps og voru stofnfélagar 52. Fulltrúar Rauða kross Islands á fundinum voru þau Pjetur Þ. Maack og Dóra Jakobsdóttir og gerðu þau grein fyrir starfsemi Rauða kross hreyfingarinnar hér á landi og er- lendis. Fiöfugar umræður urðu um fyrirnuguð verkefni deildar- innar og kom fram mikill áhugi á Rauða kross starfinu. I þvl sam- bandi var rifjað upp aö á árunum 1940-1960 var starfrækt á Eskifirði öflug ungliðadeild Rauða krossins undir stjórn Skúla Þorsteinssonar skólastjóra barnaskólans. Slöpp stjórnarandstaða Flestir munu vera sammála þvl að núver- andi stjórnar- andstaða sé bæði lin og veikburða. Þannig hefur Alþýðubanda- lagið gefizt upp á umræð- um um þjóð- málin, en þess f stað ráðizt með dylgjum að Framsóknar- flokknum og sakað hann um að hafa þegið fjármagn er- lendis frá. Að visu hefur Þjóð- viljinn nú gefizt upp á þessum barnaiega ósannindavaðli, en þetta sýnir hversu lágkúruleg stjórnarandstaða Alþýðu- bandalagsins er. Kannski er von til þess, að Eyjólfur hress- ist, þegar Lúðvik kemur úr laxveiðinni að austan. Hann á það til að hafa fastara jarð- samband en hinir Alþýðu- bandalagsforingjarnir. Siðgæðispostulinn Það er flestum fagnaðar- efni, að Alþýðublaðið skuli koma út aftur. Margt spaklegt sést á siðum þess blaðs og sumt spaugilegt. Höfundur sunnudagsleiðara Alþýðu- blaðsins sér pólitiskar emb- ættisveitingar i hverju horni og fer hörðum orðum um virð- ingarleysi fyrir góðum siðum i Rauða kross deild stof nuð á Eskifirði stjórnsýslu og stjórnmála- skrifum. Hinn nýi siðgæðis- postuli er enginn annar en Gylfi Þ. Gislason. Ýmsum kostum er Gylfi bú- inn, sérstak- iega þeim að vera fljótur að gleyma. Þaö gæti orðiö býsna fróðleg lesning að yfirfara allar embættisveit- ingar Gylfa Þ. Gislasonar, þess manns, sem lengst hefur setið samfleytt I rikisstjórn. Viða leynist eyrnamark fyrrverandi menntamálaráðherra, og er góðu pólitisku siðferði ekki alltaf fyrir að fara i þeim efn- ’um. Og hollt væri Gylfa að fletta upp I Alþýðublaðinu fyrir tveimur árum, þegar það annars ágæta blað, ástundaði þá iðju að elta pólitiska and- stæðinga uppi með slikum persónulegum árásum, að Þjóðviljinn kemst ekki með tærnar, þar sem Alþýöublaöið var með hælana, og kalla Þjóðviljamenn þó ekki allt ömmu sina i þessum efnum. Þetta gerðist með góðu sam- þykki Gylfa Þ. Gislasonar, sem nú hcfur Iklæðzt skikkju síðabótarmanns, er þykist berjast fyrir góðum siðum I stjórnsýslu og stjórnmála- skrifum. En vel má vera, að Gylfa hafi raunverulega snú- izt hugur, og má þá segja um hann, að batnandi mönnum sé bezt að lifa. -a.þ. Blaðburðarfólk óskast d Grímstaðarholt Sími 26500 - 12323 Velkomin ó málverka- sýningu Laurits Rendboe i Eden i Hveragerði. Opin til 17. ágúst. Sjötíu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á (síandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLAXDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.