Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 12. ágúst 1975 1 Nútíma búskapur þarfnasi BJtlfER haugsugu Guöbjörn Guójónsson Heildverzlun sröumúla Sfmar 85694 & 85295 ft/rir fjóúan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Stærsta skip í heimi Þetta er stærsta skip i heimi. Það heitir „Nissei Maru” og er rúmlega 484 þúsund tonn aö stærð. „Nissei Maru” er hið siðasta i röð þriggja systurskipa, sem öli eru smiðuðí sömu skipasmiðastööinni i Japan. Smiöistærsta skips I heimi hófst 26. marz 1974 og það var sjósett 20. desember s.á. „Nissei Maru” er rúmir 360 metrar á lengd, 62 metrar á breidd og 36 metrar á hæö, þar sem þaö er hæst. Það er byggt sem oliuflutningaskip og er sem stendur I förum milli olfurikja við Persaflóa og Japan. Óeirðir í Portúgal Stjórnarbylting í nýlendunni Timor hefur bætt gróu ofan ó svart NTB/Reuter-Lissabon. Ekkert er gerð var I portúgölsku nýlend- lát virðist á óeirðunum i unni Timor hefur bætt gráu ofan á Portúgal. Og stjórnarbylting sú, svart. Nýjar samninga- umleitanir Egypta og ísraelsmanna NTB/Reuter-Jerúsalem/Kairó. Enn skilur margt á miiii Egypta og tsraelsmanna, að þvi er varðar nýtt bráðabirgðasam- komulag um frið á Sinai-skaga. Vonir standa þó enn til, að sam- komulag takist — og það jafnvel innan skamms. í gær heldu tveir háttsettir embættismenn tsraelsstjórnar til Washinjton til viðræðna við bandariska starfsbræður um lög- fræðilega sem pólitiska hlið fyrir- hugaðs samkomulags. Þá er Henry Kissinger væntanlegur til Jerúsalem I næstu viku. tsraelskir ráðamenn vara þó viö of mikilli bjartsýni og gefa I skyn, að för Kissingers kunni að verða frestað á siðustu stundu. KHFFIÐ ffrá Brasiliu Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti hélt i gær fund með helztu ráðgjöfum slnum. Fyrr hafði hann fengiö i hendur nýjustu til- lögur tsraelsmanna og var búizt við, að svar Egypta viö þeim lægi fyrir siðar I þessari viku. Argentínu- stjórn segir af sér NTB/Reuter-Buenos Aires. Þeir átta ráðhcrrar, er setið hafa i argentinsku rikis- stjórninni, sögöu af sér I gær. Þetta gerðu þcir, til að Maria Estela Perón forseti heföi frjálsar hendur um skipun nýrrar stjórnar, er tekizt gæti á við aðsteðjandi efnahags- vanda I Argentinu. Areiðanlegar heimildir i Buenos Aires herma, að miklar breytingar verði gerðar á stórn landsins i þvi skyni að koma efnahag landsins á réttan kjöl. I gær voru landgönguliðar sendir til bjargar u.þ.b. tuttugu kommúnistum i bænum Braga i norðurhluta Portúgals. Kommúnistarnir höfðu leitaö skjóls bak við aðalstöðvar kommúnistaflokksins í bænum. Æstir andkommúnistar réðust siðar á bækistöðvarnar og brenndu þær til grunna. Land- gönguliöunum tókst á síðustu stundu að bjarga kommúnistun- um úr kóm andstæðinga þeirra. Sóslalistaleiðtoginn Mario Soares hefur átt viðtal við danska blaðamenn, sem staddir eru i Portúgal I fylgd með Anker Jörgensen forsætisráðherra. í viðtölunum hefur Soares lagt til, að mynduð verði þjóðstjórn I landinu. Hann hefur og lýst yfir, aö Vasco Goncalves forsætisráð- herra verði að vikja — t.d. fyrir Melo Antunes, fyrrum utanrlkis- ráðherra. Areiöanlegar fréttir herma, að Lýðræðissambandið (UDT) — einn af þrem stjórnmálaflokkum I Timor — hafi staðið að baki vel heppnaðri stjórnarbyltingu I nýlendunni. Talsmaður Francisco Costa Gomes forseta neitaði þvi siðdegis I gær, að bylting hefði verið gerð. (Portúgalar ráða hluta eyjarinn- ar Timor, sem er u.þ.b. 500 km norövestur af Ástrallu. í pótúgölsku Timor búa á að gizka 610 þúsund manns). Varpa „vatns- sprengjum,, ó skógarelda Reuter-Hannover. Þrjár franskar orrustuþotur byrjuöu i gær að láta „vatns- sprengjur” falla tii jarðar á Lúneborgarheiði i Vestur-Þýzkalandi, þar sem miklir skógareidar hafa geisað að undanförnu. Eldarnir, sem breiðzt hafa mjög út, hafa þegar orðiö fimm vestur-þýzkum slökkvi- liðsmönnum að fjörtjóni. Frönsku þoturnar komu frá Marseilles og er þessi aðstoö Frakka liður i gagnkvæmri aðstoð þjóðanna tveggja I sambandi við neyðarástand i öðru hvoru landanna. Kissinger ræðir hafréttarmál: Á móti einhliða útfærslu USA Bandaríkjastjórn ætlar að beita sér fyrir, að störfum Hafréttarráð- stefnu S.Þ. Ijúki á næsta ári NTB-Montreal. Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, hvatti I gær allar þjóðir heims tilað gera með sér viðtæk- an sáttmáia um fiskveiðar i land- helgi og vinnslu auðæfa á land- grunni. Hann kvað Bandarikja- stjórn ætla að beita sér fyrir, að störfum Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna ljúki fyrir ársiok 1976 með þvi að gerður verði al- þjóðasáttmáii um hafréttarmál. Kissinger lét svo um mælt i ræðu, er hann hélt á ársfundi ameriskra lögmanna i Montreal. Þetta er í fyrsta sinn í nokkurn tlma, að utanrlkisráðherrann vlkur beinum orðum að haf- réttarmálum. Hann sagði m.a., að þjóðir heims yrðu að koma sér saman, áður en þær hefðu misst öll tök á þróuninni. 1 samræmi við fyrri stefnu Bandarikjastjórnar kvaðst Kissinger andvigur einhliða út- færslu bandarisku fiskveiðilög- sögunnar. (Tillaga þess efnis hef- ur sem kunnugt er verið lögð fram I báðum deildum Banda- rlkjaþings.) Utanrikisráðherrann tók þó fram, að Bandarikjamenn neyddust þó til þess, ef störf Haf- réttarráðstefnunnar drægjust á langinn. Glatar Indira Gandhi kjörgengi þrótt fyrir allt? NTB/Reuter-Nyju Delhi. Hæsti- réttur Indlands ákvað i gær að taka til meðferðar kæru vegna stjórnarskrárbreytinga þeirra, er indverska þingið gerði i fyrri viku. Breytingarnar fólu m.a. I sér, að Indira Gandhi forsætis- ráðherra verður ekki dæmd fyrir kosningamisferli, er hún kann að hafa gerzt sek um I þingkosning- unum árið 1971. Það er sósialistaleiðtoginn Raj Narain, er kært hefur stjórnar- skrárbreytinguna. 1 réttarhaldi I gær kröföust lögmenn Indiru Gandhi þess, að ákæra gegn Gandhi fyrir meint kosningamis- ferli yrði þegar I stað felld niður. (Undirréttur hafði sakfellt hana, en hún síðar áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar). Lögmaður Narains andmælti þvi og kvað indverska þingið hafa farið út fyrir stjórnskipulega heimild sina með samþykkt stjórnarskrárbreytinganna. Rétt- urinn ákvaö að svo búnu að taka kæru Narains til meðferðar siöar I þessum mánuði. Indira Gandhi má svo sannarlega biöja fyrir sér, reynist stjórnarskár- breyting þingsins stjómskipulega ógild. Fundur 600 þingmanna Reuter-London. A að gizka 600 þingmenn frá öllum heims- hornum koma saman til fund- ar I London I næsta mánuði. Aðalumræðuefni fundarins verður ástandið I Miðjarðar- hafslöndum, kvenréttindi, af- vopnun og þeir efnahags- örðugleikar, er nú steðja að þjóðum heims. Þetta verður 62. ársfundur Alþjóöa þingmannasam- bandsins (IPU). 75 riki eiga aðild að sambandinu, sem er það eina sinnar tegundar I heiminum. Aðalmarkmið IPU er að stuðla að friði i heimin- um og styrkja stöðu þjóðþinga I aðildarrikjunum. Nýtt met í hella- könnun Reuter-Tarbes, Frakklandi. Hópur franskra hellakönnuöa hefur sett nýtt met i hella- könnun, ef svo má að orði komast. Frökkunum tókst nefnilega fyrir skömmu að komast 1270 metra undir yfir- borð jarðar i Pierre Saint Martinhelii, sem er i Pyrena- fjöilum — Frakklands megin. Niu ár voru liðin siðan fyrra met —1170 metrar — var sett.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.