Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.08.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 12. ágúst 1975 Þriðjudagur 12. ágúst 1975 11 HIN FORNU TUN A sl. ári kom út efnismikil bók, sem ber heitiö Hin fornu tún. Undirtitill er: Reykjavik I ellefu aldir. Höfundur hennar er Páll Lindal borgarlögmaður. Þetta er saga höfuðborgarlend- unnar og mannlifs hennar frá ár- dögum landnáms til okkar daga. Bókin er með svo að segja ótelj- andi skýringamyndum. Einkunnarorð bókarinnar eru þetta ljóömál Eggerts Ólafsson- ar: „Ungir munu risa i Reykjavik og fræva hin fornu tún”. Bókarhöfundur segir i inn- gangi: „Oneitanlega er það mikil dirfska af einum manni að taka að sér að semja slika bók. I bók- inni er fjallað um ýmis svið, sem ég þekki litið til, en þar hef ég not- ið ýmissa góðra manna, sem hér verða ekki nefndir, en eru þó ekki gleymdir. Um það, sem missagt er, er ekki við þá að sakast, held- ur mig einan. Það hefði vissulega komið til álita að fela hópi manna að semja rit þetta, en hætt er við, að þá hefði það orðið mjög ósam- stætt og hlutföll milli einstakra þátta orðið ennþá hæpnari en er i þessu riti. Við samningu þessarar bókar var það einna erfiðast að gera upp milli einstaklinga, félaga og stofnana, ákveða hverra geta skyldi. Þar sem bókin fjallar um Reykjavik er þeirra einna getíð, sem sérstaklega hafa komið við sögu eða málefni Reykjavikur: brautryðjenda er fremur getið en þeirra, sem siðar komu til. Ég hefði gjarnan viljað geta ýmissa þeirra, sem mótaö hafa þróun mála, t.d. borgarfulltrúa og borg- arstarfsmanna, umfram það, sem gert er. Slikt hefði hins vegar lengt bókina, sem þegar er orðin lengri en upphaflega var ráðgert, þvi þótti ekki fært að auka við að þessu leyti. Ekki verður komizt hjá endur- tekningum. Vona ég að þær verði ekki til sérstakra leiöinda. Reynt, hefur verið aö færa upplýsingar sem næst útgáfutima, þó nokkur misbrestur sé á þvi. Að lokum vil ég segja þetta: Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri átti hugmynd að bókinni. Stjórn rikisútgáfu náms- bóka tók siðan að sér málið undir forustu Kristjáns J. Gunnarsson- ar. Borgarstarfsmenn hafa veitt mikilsverða fyrirgreiðslu.” I þessum inngangsorðum er mikilsverð greinargerö frá hendi höfundarins um afstöðu hans til verkefnisins. En hvernig hefur þá bókin tek- izt? Mér virðist i stuttu máli sagt, að hún hafi tekizt afbragösvel. Mér finnst furðulegt hversu þessi rúmlega 200 blaösiðna bók — i fremur smáu broti og þvi létt á höndum og þægileg i meöferð — inniheldur mikinn sögulegan heil- steyptan fróðleik I máli og mynd- um um Reykjavik, auðveldan les- endum og aögengilegan. Yfir bókinni i heild er sá létt- leikablær, sem aðeins fylgir þeim verkum, sem unnin eru af þeim, sem valda verkefninu. Þessi létt- leikablær gerir bókina skemmti- lega, — jafnvel talnalesturinn. Páll Lindal borgarlögmaður Enginn ritar auðvitað stað- reyndasögu byggöar án talna, en tilreiðsla talna, sem venjulega eru harðar undir tönn, getur gert þær að hnossgæti, og svo er víðast hvar i Hinutn fornu túnum. Viðs vegar um land eru menn nú að rita — eða láta rita sögu byggöa sinna. Ég hef tekið dálit- inn þátt i slikri söguritun. Hef þess vegna ekki komizt hjá að hugsa töluvert um þess háttar viðfangsefni. Nú þegar ég les Hin fornu tún finnst mér, að þar megi margt af læra fyrir þá, sem fást við byggðasöguritun, ekki sizt um val forgangsatriöa — niðurskipun þeirra og samþjöppun. Þá er einnig ómetanleg hin skilnings- rika og hlýlega mennska.er þar svifur yfir vötnunum i frásögn- um. Hvað sem liður landkostum, þá er auðvitaö mannlif hverrar byggðar i aldanna rás aðalatriði sögu hennar. Þess vegna er svo mikilsvert að sá, er söguna segir, hafi skilningsrika mennsku til að bera. Tilvitnanir i úrvals bókmenntir eru mjög viða i bókinni. Lýsa þær eins og vitar og leiðbeina með birtu sinni. Eru lika skraut bók- arinnar frá upphafi til loka meginmáls. Næst á eftir innganginum, sem ég hef áöur vitnað I er þetta erindi Einars skálds Benediktssonar, úr kvæði þjóðminningardagsins 1897: „Þar fornar súlur flutu á land viö fjarðarsund og eyjaband þeir reistu Reykjavik. Hún óx um tiu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til, varö landsins högum lik. — Og þó vor höfn sé opin enn og ennþá vanti knerri og menn, við vonum fast hún vaxi senn og veröi stór og rik.” Tómas Guðmundsson er skáld Reykjavikur „umfram alla aðra”, eins og segir i bókinni. Til hans er þar að sjálfsögðu vitnaö: „Þln er borgin björt af gleði. Borgin heit af vori og sól. Strætin syngja. Gatan glóir. Grasiö vex á Arnarhól”. Með töfrandi ljóölist sinni hefur Tómas Guðmundsson sannað höf- Gömul mynd frá Reykjavik uðstaðarbúum að borgin þeirra tilheyrir hinni fögru veröld. Meginmáli bókarinnar lýkur með þessari slyngu meinfyndni Steins Steinars frá 1958 um að- dráttarafl Reykjavikur: „Þar eru fleiri en strákfifl eins og ég, ásamt öllum vinnukonum heillar kynslóðar, sem hún hefur seitt til sin og skilar aldrei aftur. Hún hefur dregið svo átakanlega á tálar gamla héraðshöfðingja og dannebrogsmenn út um byggöir landsins, að þeir hafa rifið sig upp frá búum sinum, selt aleigu sina fyrir slikk til þess eins að verða götusóparar, rukkarar eða stefnuvottar i Reykjavik. Slikt er ægivald þessarar borgar yfir hjörtum mannanna.” Þaö er sama hvort maöur er þéttbýlis- eða strjálbýlissinni, eins og kallað er, hann á erindi við „Hin fornu tún”,ef hann vill verða fróður um þjóðlifið, af þvi að það er laukrétt, sem þar segir: „Sá, sem ekki kann skil á þróun Reykjavikur, getur varla öðlazt sanna mynd af þjóðlifinu I heild”. Þetta er uppsláttarbók. Henni fylgir „Nafna og atriðisorða- skrá”, sem auðveldar uppslátt- inn. Bókin er af miklu mannviti gerð. Lesandanum er þar viða gert haglega hægt um vik. Karl Kristjánsson. Frá höfninni I Reykjavlk (Mats Wibe Lund) Lárus Jónsson: UPPSALABRÉF Ég sé i Timanum, að súmir höfðu óttazt að ráðstefna S.Þ., sem haldin var I Mexikó, myndi i allt of litlum mæli snúast um mismun kynjanna. Satt að segja sýnist mer þaö vera að stökkva langt yfir skammt, að halda heimsþing til þess að rökræða um þann muninn. Þeim mun þýðingarmeira er það að ræöa mismunun kynjanna. öllu þýð- ingarmeira er þó, að hver liti I eigin barm og rannsaki ástandið heimafyrir heldur en að hlaupa til Mexikó og eiga þar I orða- skaki við náungann handan jaröarhvelsins. Ekki veit ég hvaða rök hnigu að þvi, að ráðstefnan var haldin I Mexikó. 1 minum huga er Mexikó það land, þar sem Ölympiuleikar voru haldnir fyrir nokkrum árum og þar sem tjaldað var auglýsingaspjöldum meðfram akveginum frá flug- velli inn i borg, til þess að aöall æsku allra landa skyldi ekki þurfa að sjá hvernig konur og börn, hundar, hænsni og svln búa þar I úthverfunum, enda hefði kannski einhverjum í hópi hinna ungu afreksmanna flökr- að við eihhverjum veizlunum. Ég hef ekki séð þess getið, hvort fulltrúum á kvennaþinginu hafi verið treyst til þess að sitja veizlur móttökunefnda eftir að hafa séð hvernig alþýða manna lifir. Héðan af man ég kannski Mexikó sem landið, þar sem forsetinn kom allri heimsbyggð- inni á óvart með þvi að opna ráöstefnuna með skeleggri ræðu, þar sem hann fjallaöi um jafnréttismál kynjanna af sllkri róttækni, að undrum sætti. Siö- an gaf hann góðum gestum sln- um gjafir. Sænski forsætisráð- herrann (karlm) fékk bók eina gullfallega um Mexikó, land og þjóð, aðalfulltrúi Svla, ráðherra þróunarhjálpar, (kvenm) fær brúðu, gullfallega. Auðvitað er það illkvittni hel- ber, þegar ég undrast nokkuð þann söfnuð forseta-, forsætis- ráðheriQ- og einræðisherrafrúa, -dætra og -systra, sem fylltu þingnefndir margra landa. Þarna var frú Sadat frá Egyptalandi, frú Rabin frá ísrael, systir Iranskeisara, frú Bhutto frá Pakistan, heil hjörö kvenkyns ættmenna Jomo Keny atta frá Kenia og svo mexikanska forsetafrúin, sem, skv. frásögn Sigriðar Thorla- cius i Tlmanum, var áhugasöm og fylgdist vel með. Auðvitað hefur ekkert þessara landa átt völ annarra kvenna. sem til jafns við þessar skilja vanda- mál kynsystra sinna heima- fyrir, eða eru færari að flytja mál þeirra á alþjóðavettvangi. Eftirtektarvert er hve hleypi- dómar geta hlaupið með jafnvel athugult fólk I gönur. Svo er t.d. átalið I sænskum blööum, hve ó- mögulegt það var, að fá aust- ur-evrópsku fulltrúana til að viðurkenna að misrétti væri til hjá þeim milli kynjanna. Þaö er að sjá sem þessu sé ekki trúaö almennilega, og þó er jafnréttið komið á svo hátt stig i Ung- verjalandi t.d., að þar ná konur eftirlaunaaldri fimmtugar, en karlmenn sextugir! 1 Kina eru öll slik vandamál leyst fyrir löngu, og auðvitaö hrein tilvilj- un, að á þeim dagheimilum fyrir börn, sem tengd eru vinnu- stöðunum til þess að tryggja foreldrum jafna aðstöðu, á þeim vinna bara konur. Vlða hefur verið fjargviðrast út af þvi, að mikið var deilt um mál, sem sumum iðnaðarþjóð- unum þótti óviökomandi. Auð- vitað eru alltaf skiptar skoðanir um það hvað sé viðkomandi og hvað sé óviðkomandi, þegar svo margar og óllkar þjóðir þinga. Ættum við þó ekki að geta skilið, að mörgum fulltrúum vanþró- aðra landa þótti næsta tilgangs- laust að fjölyrða um kvennamál eða kynja, á meðan að bæði maður og kona horfa upp á það, Lárus Jónsson að börn þeirra deyja, eöa ná aö- eins takmörkuöum þroska — af næringarskorti. Þess vegna kröfðust þeir, að áherzlan yröi lögð á nýtt efn^fegskerfi I heiminum. Á móti þessu lögðust ýmis riki og af breytilegum á- stæðum. Sum iðnaöarveldi sáu veldi sínu (sem oft byggir á fá- tækt fátækra þjóða) hætt, önnur riki töldu, aö yröi aðaláherzlan lögð á efnahagskerfið yrði það notaðsem tylliástæða til þess að gera litið sem ekki fyrir konurn- ar, enda ekki nauösynlegt að biða þess að heimsvaldastefna USA biði algjört skipbrot áður en tekin væri upp barátta gegn löglegri misþyrmingu eiginkvenna, giftingu (sölu) 12 ára dætra o.fl. — þ.e. gegn öllu þvi sem lögum skv. skipar hinni giftu konu I mörgum löndum á bekk með búfénaöi og hinni ó- giftu á bekk með söluvarningi e.t.v. um það bil sem kynbóta- peningur. Hörmulegt er, að ályktun þingsins skyldi hafa að geyma sérstaka fordæmingu á sion- isma, sem þar er talinn meöal fyrirbæra, sem standa i vegi fyrir jafnræði milli kynjanna. Mér sýnist þetta hörmulegt af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi vegna þess, að hér hefði átt að leggja öll trúarbrögð að jöfnu. Trúarbrögö yfirleitt setja kon- una skör lægra manninum. Kristni er þar engin undantekn- ing, og sionisminn varla verri en önnur trúarbrögö I þvl efni. Hin ástæðan er sú, að hér lágu engar trúarlegar aðeins póli- tiskar yfirveganir að baki. Auk þeirrar ræðu Mexikófor- seta, sem ég nefndi, vakti ræða aðalfulltrúa Ástraliu mesta at- hygli. Aðalfulltrúinn er ráð- herra, fer með kvennamál, og vil ég gjarnan trúa þvi, aö hún sé athafnasöm, þvl að athafna mun þörf I þvi nýbyggjalandi Astralíu. Eva Moberg heitir blaöakona sænsk, sem tók þátt I þinghaldi þar I Mexikó og hefur ritað um þetta I blað samvinnumanna, VI. Henni þótti, eftir að hafa heyrt þessar tvær ræður, heldur litið koma til ræðu Olofs Palme. Það er auövitað leitt fyrir okk- ur, sem teljum hann nokkuð dugandi forsætisráðherra. Huggun má okkur þó vera, að þannig verður bilið milli orða og athafna örlitið minna. Nú mun það mála sannast, að það er ekki bara vegna lág- mæltrar ræðu, sem bilið milli orða og athafna kannski er minna hjá Palme en hjá mörg- um öðrum. Um nokkurt árabil hefur setið að störfum nefnd eða ráð fyrir jafnræði kynjanna. Ráð þetta heyrir beint undir ráðuneyti forsætisráðherra, og til þess að undirstrika alvöruna var ráöuneytisstjórinn fyrsti formaöur. Auk starfsfólks hefur ráðið sér til fulltingis hóp kvenna úr hinum ýmsu stéttum og frá hinum ýmsu landshlut- um. Hlutverk þessa hóps er aö trýggja tengsli ráösins viö kon- ur hversdagsllfsins úti I at- vinnulífiriu, gagnrýna og styðja ráðið, allt til þess aö ráöiö sjálft skuli ekki sitja ráðalaust og ein- angrað I ráðurieytinu I Stokk- hólmi. Það er eins og gengur, að mörgum þykir sem lltiö liggi eftir ráðið ennþá. Þó hefur það safnað miklum og margvlsleg- um upplýsingum um stöðu kynj- anna I þjóðfélaginu. Þessar upplýsingar eru sjaldan upp- örvandi, ástandið er vægast sagt bágt. Ýmsar tillögur til úr- bóta hafa þó verið lagðar fram, sumar jafnvel komið til fram- kvæmda. Mesta þýðingu trúi ég að ráöiö hafi haft sem hug- myndagjafi. Það hefur átt frumkvæöiö aö margvlslegum umræöum og kastað fram mörgum hugmyndum. Dag- heimili fyrir börn er eitt prakt- iskt atriöi, sem ræöur miklu um raunverulegt jafnræði foreldra varðandi atvinnumöguleika. Þar hafa þó sveitarfélög siðasta orðið og hafa oft valdiö von- brigðum og brugðiö fæti fyrir framfaratillögur. Ein möguleg lausn á þeim vanda er að rikið taki á sig stærri hlut af kostnaöi við dagheimilin, e.t.v. launa- kostnað svipað og gert er um skólana. Fremst af niðurstöðum ráðs- ins er þó sú sjálfsagða, aö litil von er til þess að hægt sé að breyta stöðu konunnar nema staða mannsins breytist einnig. Þá er ekki átt við hlutfallslega stöðu gagnvart konunni, heldur algjöra breytingu á afstöðu gagnvart heimilishaldi og öllu þvi er þar að lýtur. Ein raunhæf ráðstöfun i þessa átt er sú, að það sem áður var réttur móöur- innar einnar að fá fri fra vinnu með svo til fullum launum I sjö mánuði eftir barnsburð er nú réttur beggja foreldra, þ.e. for- eldrarnir mega skipta þessum sjö mánuðum á milli sln að eigin geðþótta. Hér kemur þó afstaða — hleypidómar — karlmanna i ljós, þvi ennþá sem komið er eru þeir ekki ýkja margir feðurnir sem hafa notfært sér þetta. Von er þó til þess að þetta lagist meö timanum. T.d. hefur einn borg- arstjóri tekið sér föðurorlof. Annaö atriði, sem ég trúi að jafnræðisráðið hafi kastað fram, er almenn stytting vinnu- tima I 6 tima á dag 5 daga á viku. Slíkt mundi gjörbreyta möguieikum beggja foreldra og eiga hlutdeild i uppeldi og þroska barna sinna. En slikt kostarmikið. Alþýöusambandiö hefur reynt að malda I móinn, til þess fý?st og fremst, að fólk skuli gera sér grein fyrir þvi hvilikt stökk þar sé um aö ræöa, og að það verði að borga á ein- hvern hátt. Kemur slik stytting vinnutimans til með að auka á- iag á fólk i vinnunni, auka þar meö slysahættu og aðra van- heilsu, sem leiðir af of miklu á- lagi? Onnur spurning er sú hvort sllk breyting efli það sjón- armiö að vinnan sé I sjálfu sér eitthvaö illt, sem ekki verði undan flúið. Verkalýðshreyfing- in vill gjarnan stefna I hina átt- ina, að vinnan sé I sjálfu sér eitthvað gott, þroskandi fyrir manninn, og þvl jákvæður þátt- ur I lifir.u. Þess vegna er talaö um rétt einstaklingsins til þess að fá vinnu. Atvinnuleysisbætur eru þvi neyðarlausn, ekki bara af efnahagsástæðum, heldur og öllu fremur af sálarlegum og fé- lagslegum ástæöum. Þess vegna er það vinnustaðurinn og vinnutilhögun sem eigi að breyta til þess að gefa öllum kostá verkefnum sem þeim geti fundizt meining i aðframkvæma Aukiö álag vilja menn helzt ekki þurfa að óttast. Umræöurnar um 6 stunda daginn eru á byrj- unarstigi, margs er að gæta og skoðanir skiptar. Hann er þó markmiö að stefna aö. Kannski erum við þar um 1990. A mörgum öðrum sviöum erum viö miklu nær byltingu i atvinnulifinu hér. Hin siðustu misseri hafa mörg ný lög verið sett, sem breytt hafa aöstöðu vinnuþega gagnvart vinnuveit- anda. Aðalatriðið er þó eftir, er á leiöinni. Kannski verður þaö efni i bréf, þegar við vitum betur hvernig sú réttarbót litur út. Fyrsta dag ástústmánaöar 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.