Tíminn - 21.08.1975, Page 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 21. ágúst 1975
METRABYLG JUST OD
REIST í GRÍMSEY
SJ-Reykjavík. Nú er unniö að þvi
aö koma upp metrabylgjustöð I
Grimsey, sem verður starfrækt
frá Siglufjarðarradiói. Fram-
kvæmd þessi er liður i þvi að
veriðer að koma á fót örbylgju-
stöðvum ásem flestum stöðvum á
landinu, að sögn Sigurðar Þor-
kelssonar yfirmanns Tæknideild-
ar Póst og sima, en blaðaskrif
vegna strands Iivassafells við
Flatey á Skjálfanda nú í vetur
urðu til að ýta á eftir.
Allfullkomin standarstöð með
aukabúnaði er fyrir i Grimsey.
Metrabylgjustöðvar eru tiltölu-
lega nýjar hér á landi, þar sem
skip höfðu til skamms tima ekki
útbúnað til að hagnýta sér þær.
Kostnaðarsamasti þátturinn
við að koma upp metrabylgju-
stöðinni i Grimsey er að ganga
frá lögnum og mastri.
Útsölustjórar ÁTVR
d fundi í fjdrmdla-
rdðuneytinu vegna
dvísanamdlsins
Gsal-Reykjavik — t gærmorgun
áttu fulltrúar i fjármálaráðuneyti
fund mcð útsölustjórum Afengis-
og tóbaksverzlunar ríkisins um
leiðir til lausnar ávisanavanda-
málum vinbúðanna — en sem
kunnugt er, hafa útsölustjórar
lýst þvi yfir i fjölmiðlum, að þeir
geti ekki öllu lengur litið á ávisun
sem staðgreiðslu, vegna fjölda
Sjúkraliðar
útskrifast
á Akureyri
ASK-Akureyri. — Siðastliðinn
föstudag útskrifuðust frá
Fjörðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 25 sjúkraliðar, eftir eins árs
nám. A lokaprófi varð hæst
Heiðdis Norðfjörð, en hún hlaut
9.50 i bóklegu námi og 9.00 i
starfseinkunn. Alls hafa nú frá
upphafi útskrifast 168 nemendur
frá sjúkrahúsinu.
Aö sögn Gunnar Sæmunds-
dóttur yfirhjúkrunarkonu er
stöðug og mikil aðsókn að náminu
og komast færri að en vilja.
Næsta námskeið hefst innan
skamms og sagði Gunnar að
þegar væri fullskipað i það.
innistæðulausra ávisana sem þeir
fá.
Að sögn fulltrúa fjármálaráðu-
neytisins voru engar endanlegar
ákvarðanir teknar á fundinum, en
ræddar ýmsar leiðir til lausnar á
vandanum. Kvað fulltrúinn aðút-
sölustjórunum hefðu verið kynnt-
ar ýmsar hugmyndir ráðuneytis-
ins i málinu. Útsölustjórar myndu
ihuga þær fram að næsta fundi,
sem verður að viku liðinni, og
svara tillögum ráðuneytisins ell-
egar koma fram einhverjar gagn-
tillögur.
Ekki tókst Timanum að fá upp-
gefið i hverju tillögur ráðuneytis-
ins væru fólgnar.
Auglýst eftir
sjónarvottum
Ö.B.—Reykjavlk — Mánudaginn
18. ágúst kl. 16.30 var ekið á ellefu
ára gamla stúlku við strætis-
vagnastöðina á Digranesbrúnni i
Köpavogi. Stulkan var að koma út
úr strætisvagni er slysið varð, og
mun hún hafa handleggs- og fing-
urbrotnað og hlotið einhverja
minniháttar skurði af völdum
ákeyrslunnar. Biður lögreglan i
Kópavogi sjónarvotta að gefa sig
vinsamlegast fram á lögreglu-
stöðinni i Kópavogi.
Það er ekki nóg að sigrast á
bannsettum óvininum, — það
þarf lika að losna við hann —
koma honum fyrir kattarnef.
Þessi mynd segir okkur sögu
erfiðisins við bévaðan hnull-
unginn i garðinum, sem eftir
mikla fyrirhöfn hefur tekizt
að ná upp úr beðinu. Og nú
skal ekki talað um grið, út i
sjó skal ófétið, og það hvað,
sem tautar og raular. Sorp-
hreinsuninni er ekki treyst-
andi til að leysa slikt verk af
hendi, svona verk vinnur
maður sjálfur. Þess vegna
skal óvinurinn settur á far-
kost sigurvegarans, reyrður
kyrfilega niður og fluttur
niður að flæðarmáli, svo að
öruggt sé, hvað um hann
verður. — Og láttu mig
aldrei sjá þig aftur, bann-
settur, og hananú....!
Timamynd: Gunnar.
Framkvæmdir Kröflu-
nefndar ganga vel
— Hef áhyggjur af háspennulínunni,
segir Ingvar Gíslason alþingismaður
BH—Reykjavik — „Orkufram-
leiðsla i Kröfluvirkjun getur þvi
aðeins hafiz.t á tilsettum tima,
þ.e. i árslok 1976, að búið verði að
leggja háspennulinuna frá Kröflu
œeiIj
lí
il
JÍ Í
tt
li
Stórviðburður i Svartá
IndriðiG. Þorsteinsson,rithöfundur,veiddi 16.
ágúst sl. fyrsta laxinn, sem fæst ofan við
Reykjafoss i Svartá i Skagafirði. Laxinn, sem
var átta punda hrygna, hefur þar meö gert 32
lögbýli að laxveiðijöfðum.
Sem kunnugt er var byggöur rismikill laxa-
stigi I Svartá, 15 metrar á hæð og 196 metra lang-
ur. Töldu menn vist að lax hefði gengiö upp fyrir
Reykjafoss i fyrra, en enginn veiddist þá.
Elliðaárnar.
Hann Friðrik Stefánsson hjá Stangveiðifélagi
Reykjavikur hafði samband viö Veiöihornið I
gær til þess að segja okkur það, að Elliðaárnar
stæðu sig með allra bezta móti. Þar voru komnir
á land um hádegið i gær 1529 laxar, en á sama
degi i fyrra voru þeir 1479. Núna er veitt á 5
stengur i Elliðaánum og til marks um veiðiskap-
inn er þaö að segja, að I fyrradag veiddust 44
laxar i Elliðaánum.
Norðurá
Okkur fannst langt siðan við höfðum frétt
nokkuð af Norðurá, en Friðrik hafði ekki tölur
þaðan handbærar. Hitt sagði hann okkur, að
veiði i Norðurá lyki núna um mánaöamótin — og
nokkur veiðileyfi eru enn óseld fram til loka.
Fyrsta veiðisagan hefur borizt Veiöihorninu,
og erhún að vonum I léttum dúr, en það er auð-
vitað
Sagan um útlendinginn,
sem átti þá ósk heitasta að fá að veiöa lax á Is-
landi, áður en hann safnaðist til feðra sinna, svo
að hann kemur hingað upp, og fær sér leiösögu-
mann og reynir við hverja ána á fætur annarri,
það fá allir lax, nema hann.
Nú, vinurinn er orðinn harla örvæntingarfull-
ur, búinn að vera hérna óratima og flengja
hverja ána á fætur annarri, — en þegar hann er
oröinn úrkula vonar, gerist kraftaverkið, hann
nælir sér i 5 punda lax.
Himinlifandi getur hann haldið heim á leið,
kemur að visu við i einhverjum þjóðlöndum á
leiðinni, og alls staðar segir hann frá laxinum,
sem hann hafði veitt á íslandi.
En vegna þessa flakks hafði hann ekki tekið
laxinn með sér, heldur fengið hann geymdan I
frystihúsi einu hérna i Reykjavik.
Um siðir kemur karl loks heim til sin, og hann
hefur ekki dvalið lengi heima, þegar hann skrif-
ar kunningja sinum hér og biður hann um að
nálgast laxinn i frystihúsinu og senda sér hann.
En þegar farið er að huga að laxinum, er hann
horfinn og finnst hvergi, og augljóst mál, að hon-
um hefur verið stolið.
Þennan vanda var auðvelt að leysa. Vaktmað-
urinn i frystihúsinu sneri bara bakinu i kunn-
ingja gamla mannsins, meðan hann hirti annan
laxúrgeymslunni. En úr þvi að hann gat bara
valið, kom strákurinn upp i Islendingnum, svo
að hann hirti átján punda lax og sendi gamla
manninum!
Nú bjóst hann auðvitað við rauðglóandi
skömmum, en það var nú eitthvað annað. Sá
gamli hafði nefnilega sagt söguna af laxinum
sinum það oft, að laxinn hafði alltaf stækkað við
hverja frásögn. Þess vegna passaði þessi átján
punda alveg prýðilega inn i þá mynd, sem karl
var búinn að imynda sér og segja öllum frá, og
þótti ekki mikið, þótt fiskurinn hefði stækkað um
þrettán pund i flutningnum !
Var laxinn siðan geymdur með viðhöfn inni i
frystiskáp karlsins og ósjaldan tekinn út til að
sýna hann. Gekk svo upp undir tvö ár, en þá varð
ekki lengur komizt hjá þvi að fleygja honum....
til Akureyrar nógu snemma
næsta sumar. Kröflunefnd hefur
ekkert með linulögnina að gera.
Það hefur alltaf verið talað um
það, að Rafmagnsveitur ríkisins
sæju um það verk.”
Þannig komst Ingvar Gislason,
alþingismaður, varaformaður
Kröfluhefndar, að orði i gær, þeg-
ar Timinn ræddi við hann.
— Framkvæmdir á vegum
Kröflunefndar ganga ágætlega,
sagði Ingvar Gislason ennfremur.
Nefndinni var falið að koma upp
stöðvarhúsi og annast kaup á afl-
vélum. Unnið er af kappi að þvi
að koma upp stöðvarhúsi við
Hliðardal, og stefnt að þvi að gera
fokhelt fyrir veturinn. Vélarnar
eru i smiðum i Japan og verða til-
Skógræktar-
menn í Bif-
röst um
næstu helgi
BH—Reykjavík. — Aöalfundur
Skógræktarfélags tslands veröur
haldinn um næstu helgi að Bifröst
i Borgarfirði. Verður fundurinn
settur á föstudaginn, 22. ágúst, kl.
10 og stendur föstudag og laugar-
dag og lýkur á hádegi á sunnu-
dag.
Aö sögn Hákonar Bjarnasonar,
skógræktarstjóra, verða um 80
fulltrúar á fundinum, en alls
munu sitja fundinn um 100
manns, er gestir eru taldir með.
Kvað Hákon ýmis mál mundu
verðar rædd á fundinum, er varða
skógræktina, og myndi þar bera
hæst uppeldi og plöntufram-
leiðslu, auk þess sem framtiðar-
horfurnar i skógræktarmálum
yrðu að sjálfsögðu mjög til um-
ræðu.
búnar til afhendingar á Húsavik
um mitt næsta sumar. Ef ekki
stendur á fjárveitingum eða ein-
hverjar ófyrirséðar ástæður
gripa inn i áætlanir okkar, mun
Kröflunefnd skila sinu verki i
tæka tið.
— Hins vegar get ég ekki neitað
þvi, að ég hef nokkrar áhyggjur
af háspennulinunni, sagði Ingvar
Gislason að lokum. Það má ekki
dragast að taka fullnaðarákvarð-
anir um þá framkvæmd.
Rannsókn fíkni-
efnamóls
Gsal-Reykjavik — Hjá fikniefna-
dómstól lögreglunnar er unnið
sleitulaust að talsvert umfangs-
miklu fikniefnamáli er upp komst
fyrir hartnær hálfum mánuði og
greint var frá i fjölmiðlum á þeim
tima. Ásgeir Friðjónsson, dómari
hjá fíkniefnadómstólnum, verst
allra frétta af málinu og segir að
ekki sé hægt á þessu stigi að
greina frá málavöxtum.
Er Timinn innti hann eftir þvi,
hvort hægt væri að greina frá þvi,
hve margir væru viðriðnir þetta
mál, sagði Ásgeir, að það væri
m,a. eitt þeirra atriða sem enn
væru óljós.
Samninga-
viðræðunum
við Svía
var frestað
Gunnar Flóvenz forstjóri
Sildarútvegsnefndar hafði sam-
band við Timann i gær vegna for-
siðufréttar blaðsins um sildar-
sölumál. Kvað Gunnar það ekki
vera rétt að slitnað hefði upp úr
samningaviðræðum við Svia,
heldur hefði samningaviðræðum
við þá aðeins verið frestað.