Tíminn - 23.08.1975, Síða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 23. ágúst 1975
Örn
Erlendsson,
frkv.stj.
Sölustofnun
lagmetis:
sem minni hefð er fyrir á slikum
atvinnurekstri i landinu. Þetta
eru einföld kennslubókarsann-
indi, en þau má einnig lesa á
fyrstu siðum islenzkrar atvinnu-
sögu.
Reynsla fyrri ára
Eins og kunnugt er, er ísland nú
á meðal forystuþjóða i ýmsum
greinum sjávarútvegs og fisk-
iðnaðar og sennilega eru allir nú á
einu máli um, að þjóðin geti verið
stolt af islenzkum hraðfrysti-
iðnaði og samtökum þeirra, sem
að honum standa. Ef litið er i sögu
þessarar atvinnugreinar má lesa
þar um mikla baráttu að baki
þeirrar glæstu myndar, sem að
vissu leyti er tákn þjóðarinnar i
dag. Hraðfrystiiðnaðurinn
byrjaði að feta sig áfram með út-
flutning á árunum uppúr 1930 og
naut um margra ára skeið veru-
legrar opinberrar aðstoðar, sem
Fiskimálanefnd veitti, en ekki er
ætlunin að rekja þá sögu hér. Þá
er ónefnt það mikla starf forystu-
manna hraðfrystiiðnaðarins i
markaðsmálum, sem unnið var
strax uppúr siðari heimsstyrjöld-
inni. Þar voru margar tilraunir
gerðar og fitjað upp á mörgum
nýjungum, sem siðar þótti ástæða
til að endurskoða, áður en sú festa
og sá árangur náðist i starfsemi
iðnaðarins, sem við búum við i
dag. Má þar nefna útibú og verk-
smiðjur i Evrópu og sleitulaust
starf, meðan fulltrúar iðnaðarins
voru að ná tökum á Bandarikja-
markaði. Til gamans má einnig
rifja upp, að það tók sömu aðila
mörg ár, margar tilraunir, breyt-
ingar og leiðréttingar, áður en
fengizt hafði það nafn og útlit sem
gæfi vörunum það einkenni, sem
viðkomandi voru ánægðir með.
sem annað er forsenda hins. S.L.
tók þá stefnu að einbeita sér að
sölumálum með það i huga, að
tryggja framleiðendum sem mest
verkefni, til að halda framleiðslu-
tækjunum gangandi, meðan
almenn uppbygging verksmiðj-
anna ætti sér stað. Hér er rétt að
minna á, að stofnun eins og S.L.,
sem byggð er á frjálsri þátttöku
framleiðenda, getur ekki haft
nema óbein áhrif á það, sem ger-
ist úti i verksmiðjunum. Verk-
smiðjunum er stjórnað af eigend-
unum og þvi þeir en ekki S.L.,
sem taka ákvarðanirnar.
Jafnframt þvi átaki, sem reynt
var að gera i sölumálum, beitti
stofnunin sér strax á 1. og 2.
starfsári fyrir eftirfarandi:
— vöruþróun
— stöðlun framleiðslunnar
— hönnun umbúða og kynningu á
samtökunum
— tækniaðstoð og ráðgjafaþjón-
ustu fyrir verksmiðjurnar
— innkaupum umbúða og hjálp-
arefna
— lánamálum iðnaðarins
— samningum við ýmsa þjón-
ustuaðila iðnaðarins, svo sem
flutningafyrirtæki, tryggingar
o.fl.
— reglugerð um framleiðslumál
iðnaðarins ásamt reglugerð
um innri samskipti S.L. og
umbjóðenda hennar
— reglugerð um hráefnisöflun
• Sum þessara vandamála hafa
þegar fengið jákvæða lausn, en að
lausn annarra er enn unnið.
Margt fleira má telja, sem varðar
uppbyggingu samtakanna
sameiginlega sem og hagsmuni
einstakra verksmiðja.
Ef litið er yfir starf samtak-
anna i dág, er ljóst að tekizt hefir
verið á við ýmis verkefni, sum
Hefuruppbygging lagmetis-
iðnaðar á íslandi mistekizt?
þeirra brautryðjendaverkefni,
þar sem reynslu og þekkingu
skorti, bæði meðal þeirra, sem
störfin unnu hjá S.L. og islenzkra
þjónustufyrirtækja, sem unnu að
verkefnum út á við, (t.d. hönnun
umbúða fyrir hina ýmsu markaði
ásamt réttum textum).
//Hvað er að gerast í lag-
metisiðnaðinum?"
Með þessari grein er ekki stefnt
að neinni allsherjar úttekt á starfi
S.L. né mat lagt á hvernig þar
hafi til tekizt. Hið siðarnefnda er
verkefni annarra. Þessi upprifjun
er gerð vegna greinar, sem Páll
Pétursson, niðursuðufræðingur,
skrifaði i Timanum 30. júli s.l.,
þar sem hann gerir eftirfarandi
grein fyrir erindi sinu: ,,Ég ætla
ekki i þessari stuttu grein minni
að gera grein fyrir lagmetis-
iðnaðinum eins og hann hefir
gengiðá undanförnum áratugum,
(eins og það komi uppbyggingu
lagmetisiðnaðarins ekkert við!
Ath.semd min) heldur vil ég
aðeins taka fyrir s.l. 3 ár eða þann
tima, sem S.L. hefur starfað”
(leturbreyting min).
Umrædd grein einkennist af
sleggjudómum. Hlutirnir eru
skoðaðir utanfrá með neikvæðu
formerki (flaskan er aldrei hálf-
full, alltaf hálftóm), og án þess að
tekið sé á raunverulegum vanda-
málum né bent á lausn þeirra.
Höfundur greinarinnar mótar
gagnrýni sina eins og S.L. hefði
tekið við grónum og blómlegum
atvinnuvegi og bendir fátt i rit-
smiði þessari til, að sami maður
hafi haft langvarandi afskipti af
islenzku atvinnulifi.
Undirritaður ætlar ekki að gera
langt mál úr þeim staðhæfingum,
sem fram voru settar i grein Páls
Péturssonar. Skoðun undirritaðs
er, að erfitt sé að fá raunhæft mat
á þvi uppbyggingarstarfi, sem
hér hefir verið unnið, enda þótt 3
ár séu liðin.
Vandamál íslenzks út-
f lutningsiðnaðar
Vegna þeirrar rangtúlkunar,
sem kemurfram i greininni, telur
Lögmál iðnþróunar
Það er mikið og vandasamt
verkefni að byggja upp nýja iðn-
grein i hvaða landi sem er. í þvi
efnahagskerfi, sem við búum við,
er hinn eðlilegi þróunarferill
þannig, að iðngreinar verða til og
þróast sjálfkrafa við þau innri og
ytri skilyrði atvinnulifs og við-
skipta, sem fyrir eru. Ef innri
skilyrði i þjóðfélaginu eru þannig,
að eðlilegur og þjóðhagkvæmur
iðnaður nær ekki að þróast, er al-
gengt að hið opinbera gripi inn i
til stjórnunar og veiti nauðsyn-
legan hvata og aðstoð, sem þarf
til þess, að hin umrædda atvinnu-
og iðngrein nái að dafna.
Þetta var það sem gerðist i is-
lenzkum lagmetisiðnaði árið 1972,
er lög voru sett um Sölustofnun
lagmetis. Islenzkur lagmetis-
ilnaður náði ekki að dafna á
blómaskeiði uppbyggingar is-
lenzks atvinnulifs af ástæðum,
sem ekki verða raktar i þessari
grein. Stjórnvöld, undir forystu
Magnúsar Kjartanssonar fyrr-
verandi iðnaðarráðherra, með
einróma stuðningi alþingis,
hlutaðist til um, að lagmetis-
iðnaðinum yrði veitt sérstök að-
stoð um 5 ára skeið og var þar
myndarlega að verki staðið.
Þungamiðjan i þessari áætlun
var stofnun Sölustofnunar lag-
metis, sem er sölu- og hagsmuna-
samtök iðnaðarins. Þótt slik
opinber ihlutun sé nauðsynleg og
lofsverð við þær aðstæður, sem
fyrir hendi voru, dettur engum i
hug að hún ein geri kraftaverk.
Uppbygging iðnaðar, hvaða nafni
sem nefnist, er verkefni, sem
spannar yfir margra ára eða öllu
heldur áratuga þróunarskeið.
Tekur hún þeim mun lengri tima,
Niðursoðin hrogn borin fram með grænmeti og sltrónum.
Ég vænti þess, að forsvars-
menn islenzka hraðfrystiiðnaðar-
ins taki ekki illa upp þótt rifjaðir
séu upp þessir punktar i islenzkri
atvinnusögu til skýringar máli
þvi, sem hér fer á eftir, enda lofar
árangurinn þá menn, sem þar
lögðu hönd á plóginn. Við getum
skoðað fleiri atvinnugreinar; is-
lenzkur ullariðnaður hefur um
árabil glimt við vandamál varð-
andi útflutning og markaðssetn-
ingu framleiðslu sinnar erlendis
og mér skilst að einnig þar hafi
skipzt á skin og skúrir. Margt
fleira mætti telja.
Starf S. L.
Þegar þetta er ritað, eru tæp 3
ár siðan S.L. opnaði skrifstofu
sina. S.L. var fyrst og fremst
hugsuð sem sölustofnun, en henni
var einnig ætlað það hlutverk að
veita ýmiskonar þjónustu sem
bætt gæti samkeppnisstöðu iðnað-
arins, veita forystu i almennri
þróun og uppbyggingu iðnaðarins
og vera málsvari hans á opinber-
um vettvangi. Þegar Sölustofnun-
in tók til starfa höfðu að visu verið
starfandi niðursuðuverksmiðjur
á Islandi um alllangt skeið. Voru
alls um 20 slikar skráðar i land-
inu. Allar voru þær litlar og illa
búnar tækjum, að tveim undan-
skildum. Einungis 2 verksmiðjur
i stöðugum rekstri, grundvölluðu
rekstur sinn á útflutningi. Þetta
stafaði fyrst og fremst af þvi, að
iðnaðurinn stóðst ekki samkeppni
á erlendum mörkuðum. Annars
vegar átti það rætur að rekja til
ófullnægjandi búnaðar, eins og
áður var getið, en hins vegar til
ýmissa innri og ytri aðstæðna,
sem hömluðu þróun iðnaðarins,
Ekki þarf að fjölyrða um hið
mikla verkefni, sem beið fulltrúa
lagmetisiðnaðarins og S.L., þegar
stofnunin hóf starfsemi sina. Það
varð þvi að ákveða hvar ætti að
byrja, á hverju hinna fjölmörgu
vandamála skyldi taka fyrst,
enda ljóst.að ekki myndi fært að
leysa þau öll i einu. Augljóst var
og mikilvægi þeirra vixlverkana,
sem eiga sér stað milli uppbygg-
ingar sölumála annars vegar og
framleiðslumála hins vegar, þar